09.11.2023 1181022

Söluskrá FastansArnarhraun 15

220 Hafnarfjörður

hero

39 myndir

107.900.000

643.411 kr. / m²

09.11.2023 - 8 dag á Fastanum - Fjarlægt þann 17.11.2023

4

Svefnherbergi

2

Baðherbergi

167.7

Fermetrar

Fasteignasala

Lögheimili

[email protected]
8457445
Aukaíbúð
Bílskúr
Kjallari
Sólpallur
Svalir
Geymsla

Staðsetning

Auglýsing

Tenglar

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

Glæsileg efri sérhæð með útleigueiningu á jarðhæð - bílskúrsréttur:

Guðrún Hulda Ólafsdóttir, lögmaður og löggiltur fasteignasali sími 8457445/netfang [email protected] og Lögheimili eignamiðlun ehf. kynna í einkasölu:
 Bjarta og  mikið endurnýjuð 4ra herbergja íbúð á efri hæð í góðu tvíbýlishúsi við Arnarhraun 15, Hafnarfirði.   Eigninni fylgir 2ja herbergja aukaíbúð sem einnig er mikið endurnýjuð og er að hluta til niðurgrafin. Um að ræða 111,3 fermetra efri sérhæð sem skiptist í forstofu, eldhús, rúmgóða stofu/borðstofu, baðherbergi, þrjú svefnherbergi og þvottahús. Úr stofunni er gengið út á svalir sem snúa til suðurs. Aukaíbúðin er 56,4 fermetra sem skiptist í anddyri, eldhús, stofu, baðherbergi og svefnherbergi.

BÓKIÐ SKOÐUN á netfangið [email protected] eða í síma 8457445

Eignin er skráð á einu fastanúmeri skv. Þjóðskrá Íslands alls 167,7 fm, þar af er aukaírými/íbúð  á jarðhæð 56,4 fm 

Nánari lýsing
Forstofa: Gengið er inn í rúmgóða og bjarta forstofu með fataskáp og 60/60 flísum á gólfi.
Eldhús: Rúmgott og fallegt, granítborðplata, hvít háglans innrétting, spanhellur með háf sem blæs út og ofn í vinnuhæð. Mikið og gott skápapláss. Tangi með pláss fyrir tvo. Parket á gólfi.  Eldhús er í alrými opið við stofu og borðstofu.
Alrými/Stofa/borðstofa: Rúmgóð og björt stofa með stórum gluggum á tvo vegu. Innfelld halogen lýsing og útgengi á suðursvalir. Veggskápar undir sjónvarpi og glerskápar. Parket á gólfi.
Rúmgott miðrými tengir saman íbúðina með óslitnu ljósu parketi og innfelldri halogen lýsingu.
Svefnherbergi I: Rúmgott með góðum fataskáp og parket á gólfi. 
Svefnherbergi II: Rúmgott með fataskáp og parket á gólfi.
Svefnherbergi III: Rúmgott með fataskáp og parket á gólfi.
Baðherbergi: Smekklegt með ljósum flísum á gólfi og í kringum sturtu. Stór sturta með innbyggðum blöndunartækjum, upphengt salerni og hvít háglans innrétting með granítborðplötu. Stór speglaskápur fyrir ofan vask. 
Þvottahús: Rúmgott með hvítum innréttingum og skápum sem hækkar vinnuhæð þvottavéla/þurrkara. Þrifagrind í skáp og óhreinataus skúffur. Flísar á gólfi.
Svalir: Snyrtilegar svalir sem snúa til suðurs.  Aðgengi út frá stofu.
Lóðin: Snyrtileg og vel hirt lóð með sólpalli og bakgarði sem er sameiginlegur með húsinu.
Sameign/Geymsla: Ca. 6 fm geymsla á jarðhæð sem er sameiginleg með miðhæð.

Nánari lýsing - aukaíbúð jarðhæð - útleigueining - Sérinngangur bakvið hús.
Forstofa: 
Gengið er inn um sérinngang í rúmgóða forstofu með fataskáp og flísum á gólfi.
Eldhús: Hvít innrétting og dökkar borðplötur. Parket á gólfi.
Stofa: Samliggjandi með eldhúsi í opnu rými. Parket á gólfi.
Baðherbergi: Með sturtu, upphengdu salerni, rakastýrðri viftu og tengi fyrir þvottavél og þurrkara. Flísar á gólfi og hluta veggja.
Svefnherbergi: Stórt og rúmgott með góðum fataskáp. Parket á gólfi.
Ekki er full lofthæð í íbúðinni.

BÍLSKÚRSRÉTTUR:  Geymsluskúr á lóð við innkeyrslu getur fylgt eigninni.

Frábært tækifæri til að eignast góða eign með aukaíbúð á einstaklega góðum og fjölskylduvænum stað í hjarta Hafnarfjarðar. Göngufæri í miðbæ Hafnarfjarðar og stutt í alla helstu þjónustu og verslanir.

- - -
Allar nánari upplýsingar veitir Guðrún Hulda Ólafsdóttir lögmaður, löggiltur fasteignasali í síma 8457445 eða á netfanginu [email protected]

Endurbætur á íbúðinni:

Eftirfarandi endurbætur á húsinu hafa verið gerðar síðustu ár - raflagnir, ofnar, ofnalagnir, gólfefni og lýsing ásamt því að hún var máluð að innan 2019.

Viðhald á ytra byrði hússins og lóð:
2023 Ytra byrði sprunguviðgertog málað.
2023 lóð snyrt og timburverk málað.
2020. Útitröppur og aðkoma endursteypt.
2012.  Að sögn seljanda var þak endurnýjað. 







 
 

Ljósmyndir

Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing

Verðmat FastansVerðmat Fastans

Söguleg þróun á verðmati eignarinnar frá 2006

Þinglýstir kaupsamningarÞinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

loading

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingarEigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

FasteignaskráFasteignaskrá

Eignir í sömu byggingu og upplýsingar þeirra

010101

Íbúð á 1. hæð
163

Fasteignamat 2025

90.200.000 kr.

Fasteignamat 2024

89.850.000 kr.

010201

Íbúð á 2. hæð
167

Fasteignamat 2025

96.400.000 kr.

Fasteignamat 2024

96.000.000 kr.

Samskiptasaga byggingar

Atriði af fundum Byggingarfulltrúa Reykjavíkur er varðar eignina

PóstlistiÁbendingarHafa samband