09.11.2023 1180926

Söluskrá FastansAndarhvarf 11

203 Kópavogur

hero

54 myndir

114.900.000

712.779 kr. / m²

09.11.2023 - 15 dag á Fastanum - Fjarlægt þann 24.11.2023

3

Svefnherbergi

2

Baðherbergi

161.2

Fermetrar

Fasteignasala

Trausti

[email protected]
899-5949
Bílskúr
Gólfhiti
Svalir
Geymsla

Staðsetning

Auglýsing

Tenglar

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

Glæsileg og falleg 4ra herbergja útsýnishæð með aukinni lofthæð á efri hæð með sérinngangi auk bílskúrs á góðum stað innst í botnlanga við Andarhvarf 11E. Bílskúr eignarinnar er næst húsinu. Geymsla og þvottahús er innan íbúðar. Baðherbergi, anddyri og þvotthús/fataherbergi var tekið í gegn 2017/2018. Gólfhiti er undir flísalögn í íbúð, nýlegt harðparket er í herbergjum, holi, eldhúsi og stofu og nýlegar hvítar innihurðar eru í allri íbúðinni. Fallegur garður í góðri rækt og snjóbræðslu á helstu gönguleiðum frá bílastæðum. Mikið útsýni er úr eigninni yfir Elliðavatn og Heiðmörk. 

Eignin er skráð skv. Þjóðskrá Íslands alls 161,2fm og þar af er bílskúr 26.9fm.


Nánari lýsing:
Anddyri með góðu skápaplássi og flísar á gólfi.
Gestasnyrting með glugga með opnanlegu fagi, upphengdu salerni, granít borðplata og flísar í hólf og gólf.
Stofa/borðstofa björt og rúmgóð í opnu rými við eldhús með parketi á gólfi. Útgengi á góðar útsýnissvalir með frábæru útsýni sem er m.a. til Bláfjalla, Hellisheiði og yfir Elliðavatnið.
Eldhús með góðri eikarinnréttingu, ljós granít borðplata, eldurnareyja, flísar á milli skápa og parket á gólfi.
Sjónvarpshol rúmgott með parketi á gólfi.
Hjónaherbergi rúmgott og parket á gólfi.
Svefnherbergi II rúmgott með fataskáp og parketi á gólfi.
Svefnherbergi III rúmgott með fataskáp og parketi á gólfi.
Baðherbergi með innangengdri sturtu, glugga með opnanlegu fagi, handklæðaofn, baðkari, upphengdu salerni, granít borðplata og flísar í hólf og gólf.
Þvottahús/fataherbergi er flísalagt og mjög rúmgott með glugga, mjög gott skápapláss og innskoti fyrir þvottavél og þurrkara.
Búr/geymsla er næst eldhúsi og gestabaðherbergi, parket á gólfi.
Bílskúr með heitu og köldu vatni, rafmagni, 3ja fasa rafmagni og flísalagt gólf.

Fallegur garður með gróðri og snjóbræðslu á helstu gönguleiðum frá bílastæðum.  
Húsið er steinað að utan og viðhalds lítið. 

Allar nánari upplýsingar veitir Guðbjörg G. Sveinbjörnsdóttir löggiltur fasteignasali í síma 899-5949 eða á netfanginu [email protected]

Forsendur söluyfirlits: 
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. 

Skoðunarskylda: 
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Trausti fasteignasala því benda væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef þurfa þykir.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar er skv. verðskrá viðkomandi lánastofnunar. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.

Ljósmyndir

Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing

Verðmat FastansVerðmat Fastans

Söguleg þróun á verðmati eignarinnar frá 2006

Þinglýstir kaupsamningarÞinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

loading

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingarEigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

FasteignaskráFasteignaskrá

Eignir í sömu byggingu og upplýsingar þeirra

Ekki tókst að sækja eignir.

Samskiptasaga byggingar

Atriði af fundum Byggingarfulltrúa Reykjavíkur er varðar eignina

PóstlistiÁbendingarHafa samband