Söluauglýsing: 1179930

Skógarbraut 918

262 Reykjanesbær

Verð

43.900.000

Stærð

71.3

Fermetraverð

615.708 kr. / m²

Tegund

Annað

Fasteignamat

-

Fasteignasala

Trausti

Símanúmer

Þessi auglýsing hefur verið fjarlægð, hún var inni í 107 daga.

Staðsetning

Auglýsing

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

hZs2wYbU9B","

Skógarbraut í Reykjanesbæ er íbúðarhúsnæði á 3 hæðum sem byggt var árið 1978 og hefur allt húsið verið endurnýjað að innan. Íbúðirnar eru lausar við kaupsamning.
Nýuppgerðar og fullbúnar 2ja til 3ja herbergja íbúðir með möguleika á HLUTDEILDARLÁNI.

Um er að ræða glæsilega þriggja herbergja íbúð á 2. hæð að Skógarbraut 918 í Reykjanesbæ.  Eignin hefur verið mikið endurnýjuð. Harðparket á gólfum er frá Parka sem og hurðar. Baðherbergi hefur verið endurnýjað, þar eru flísar frá Álnaborg og vandaðar ítalskar innréttingar frá Parka. Ný heimilistæki eru í eldhúsi og  sérsmíðuð innrétting frá Parka. Rafmagn hefur verið endurnýjað og eru rofar og tenglar nýir. Einnig er búið að endurnýja rafmagnstöflur.  Búið er að endurnýja skolp út fyrir sökkul, skipta um neysluvatns lagnir, ofnalagnir og ofna. Íbúðin er nýmáluð.  Gluggar hafa verið endurnýjaðir sem og svalahurðar, svalir eru einnig nýjar. Eignin verður máluð að utan sumarið 2023 ásamt því að þak verður yfirfarið.

Eignin er skráð skv. Þjóðskrá Íslands alls 71,3fm. og þar af er geymsla skráð 1,3fm. 

Eignin skiptist í stofu/alrými sem er opið við eldhús, tvö svefnherbergi, baðherbergi og tengi fyirr þvottavél á baðherbergi. 

Nánari lýsing:
Anddyri 
með harðparketi á gólfi.
Stofa/borðstofa björt og rúmgóð með harðparketi á gólfi. Útgengt er á góðar svalir.
Eldhús með nýrri fallegri innréttingu með helluborði, ofni, háf, innbyggðum ísskáp, innbyggðri uppþvottavél og parket á gólfi. 
Hjónaherbergi rúmgott með góðu skápaplássi og parketi á gólfi.
Svefnherbergi rúmgott með fataskáp og parketi á gólfi.
Baðherbergi með innangengri sturtu, handklæðaofn, upphengdu salerni, speglaskáp með led lýsingu og flísum á gólfi og hluta veggja.  Hreinlætistæki frá Byko. Tengi er fyrir þvottavél og þurrkara.
Geymsla íbúðar er á jarðhæð hússins.

Vagna- og hjólageymsla er köld og er við galf hússins.
Blokkin verður máluð að utan sumarið 2023 og þak yfirfarið. Einnig verður bílastæðum fjölgað fyrir utan húsið. 
Sameign er mjög snyrtileg, á gólfum eru ný gólfefni, vínil flísar og teppi.
Íbúðirnar eru á Ásbrú sem er ört stækkandi samfélag á Suðurnesjum og stutt er í alla þjónustu og skóla. Einungis er um 30-40 mínútna akstur frá Reykjavík.

Allar nánari upplýsingar veitir Guðbjörg G. Sveinbjörnsdóttir löggiltur fasteignasali í síma 899-5949 eða á netfanginu [email protected]

Forsendur söluyfirlits: 
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. 

Skoðunarskylda: 
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Trausti fasteignasala því benda væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef þurfa þykir.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar er skv. verðskrá viðkomandi lánastofnunar. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.

Ljósmyndir

Því miður eru engar myndir af eigninni. Þú gætir fundið myndir á öðrum auglýsingum sömu eignar.

Þinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

loading

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

PóstlistiÁbendingarHafa samband