Söluauglýsing: 1176705

Mýrargata 26

101 Reykjavík

Verð

119.500.000

Stærð

131.1

Fermetraverð

911.518 kr. / m²

Tegund

Fjölbýli

Fasteignamat

103.350.000

Fasteignasala

LIND Fasteignasala

Símanúmer

hero

Þessi auglýsing hefur verið fjarlægð, hún var inni í 4 daga.

Staðsetning

Auglýsing

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

LIND fasteignasala og Helga Pálsdóttir löggiltur fasteignasali kynnir vel skipulagða og vandaða 131,1 m2. fjögurra herbergja íbúð á 4. hæð með þremur svefnherbergjum, tveimur baðherbergjum og sér þvottahúsi ásamt sér stæði í bílageymslu. Flott sjávar- og fjallaútsýni.  Gólfhiti og gólfsíðir gluggar í stofu og inn í hjónasvítu. Sameiginlegar þaksvalir eru á 6. og 7. hæð með einstöku útsýni.  Skipulag eignar: forstofa, hol, borðstofa og stofa í alrými með eldhúsi, þrjú herbergi, tvö baðherbergi, þvottahús innan íbúðar og sér geymsla í sameign. Lumex ljós í miðrými. Fasteignamat 2024 verður 110.950.000 kr. Eignin er laus við kaupsamning.  Bókið skoðun í síma 822 2123.

Nánari lýsing:
Forstofa er með flísum á gólfi. Millihurð er á milli anddyri og alrými íbúðar.
Hol með innbyggðum fataskáp.
Stofa, borðstofa og eldhús er í opnu og björtu alrými með gólfsíðum gluggum, útsýni og útgengi út á svalir. Flott sjávar- og fjallaútsýni að gömlu höfninni og víðar.
Eldhús er með innréttingu með efri og neðri skápum með flísum á milli skápa , gott skápa- og skúffu pláss. Hvítur kvarts-steinn, undirlímdur vaskur, bökunarofn í vinnuhæð, innbyggð uppþvottavél og gert er ráð fyrir innbyggðum ísskáp með frysti.  Helluborð og vifta þar fyrir ofan.
Hjónasvíta er rúmgóð og björt með gólfsíðum gluggum og innbyggðum fataskápum. Inn af herberginu er sér baðherbergi með upphengt salerni, sturtu, baðinnréttingu með speglaskáp yfir og handklæðaofn. Flísar á hluta af veggjum og á gólfi. 
Tvö barnaherbergi með parketi á gólfi og fataskápum.
Sér þvottahús er með flísum á gólfi, hvít innrétting með efri og neðri skápum, gert er ráð fyrir þvottavél og þurrkara í innréttingu, skolvaskur.
Baðherbergi með baðkari og sturtu, flísum á gólfi og á hluta af veggjum. Handklæðaofn, upphengt salerni, baðinnrétting með handlaug og speglaskáp þar fyrir ofan. Handklæða-skáp þar á móti.

Eigninni fylgir 8,2 m2 sér geymsla á fyrstu hæð ásamt sameiginlegri hjóla- og vagnageymslu.

Sérmerkt stæði í efri bílakjallara með tengi fyrir rafbíl fylgir íbúðinni. 

Húsið var byggt árið 2014, hannað með opnum garði í miðju hússins. Þrjár lyftur eru í húsinu og sameiginlegar þaksvalir með einstöku útsýni á 6 og 7 hæð.

Í húsinu er húsfélag með húsverði. Húsið var málað að utan 2021. Eignin er vel staðsett i göngufæri við alla helstu þjónustu, verslanir og úrval af veitingastöðum. Allar upplýsingar veitir Helga Pálsdóttir fasteignasali í síma 822 2123 eða [email protected]
 

Ljósmyndir

Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing

Þinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

loading

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

PóstlistiÁbendingarHafa samband