Söluauglýsing: 1169074

Garðatorg 7

210 Garðabær

Verð

81.900.000

Stærð

103.9

Fermetraverð

788.258 kr. / m²

Tegund

Fjölbýli

Fasteignamat

67.300.000

Fasteignasala

Miklaborg

Símanúmer

hero

Þessi auglýsing hefur verið fjarlægð, hún var inni í 10 daga.

Staðsetning

Auglýsing

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

Miklaborg og Jason Kristinn kynnir: Garðatorg 7, 103,9 fm íbúð, geymsla með stæði í bílageymslu. Íbúðin skiptist í forstofu, baðherbergi, eldhús, stofu, tvö svefnherbergi og þvottahús innan íbúðar. Svalir út frá stofu eru yfirbyggðar og snúa á móti sólu til suðurs. Þær eru skráðar 9,4 fm sem er ekki hluti af skráðum fermetrum. Geymsla í kjallara og bílastæði í bílakjallara fylgir eigninni. Heildar skráning hjá FMR er 103,5 fm.

Fasteignamatið verður 76,6 millj um næstu áramót.

BÓKIÐ EINKASKOÐUN: Jason Kristinn Ólafsson, löggiltur fasteignasali í síma 775-1515 eða [email protected]

Nánari lýsing:

Forstofa er flísalögð og með fataskápum og ofnhillu.

Baðherbergi er með glugga, flísalagt í hólf og gólf með hvítum flísum, flísalögð sturta með hurð og gott skápapláss í innréttingu.

Aukaherbergi er parketlagt og nokkuð rúmgott með fataskápum.

Þvottaherbergi er rúmgott með flísalögðu gólfi, hillum og vaski. Nýtist einnig sem geymsla innan íbúðar.

Hjónaherbergi er rúmgott, parketlagt og með góðu skápaplássi.

Stofan er mjög rúmgóð, parketlögð og björt með útgengi á rúmgóðar og skjólsælar suðursvalir með svalalokun.

Eldhúsið er parketlagt og með fallegum viðarinnréttingum og flísum á milli skápa og tengi fyrir uppþvottavél. Gluggi er á eldhúsi.

Bílastæði: er í lokuðum bílakjallara með sameiginlegri þvottaaðstöðu og rafstýrðri hurð. Búið er aðlaga raflögn í bílageymslu fyrir rafmagnsbíla en hver íbúð þarf að koma sér upp sinni hleðslustöð. Í kjallara er einnig sér geymsla.

Staðsetningin er vinsæl í miðbæ Garðabæjar þar sem flest öll þjónusta er í göngufæri, sem dæmi má nefna er Heilsugæsla Garðabæjar í sama húsi auk þess sem þjónustukjarni er á jarðhæðinni með margs konar þjónustu (verslanir og veitingahús, bæjarskrifstofa Garðabæjar, rakarastofa, fótaaðgerðarstofa, snyrtistofa og margt fleira). Bónus er hinum megin á torginu og það eru aðeins nokkrir metrar á milli húsanna til að komast í Bónus og fleiri verslanir þeim megin á torginu.

Björt og vel skipulögð 3ja herbergja íbúð á 3. hæð í góðu fjölbýlishúsi með lyftu á þessum eftirsótta stað við Garðatorg í Garðabæ

SÝNUM DAGLEGA - GLÆSILEG 103,5 FM ÍBÚÐ VIÐ GARÐATORG.

Nánari upplýsingar: Jason Kristinn Ólafsson, löggiltur fasteignasali í síma 775-1515 eða [email protected]

Ljósmyndir

Auglýsing
Auglýsing

Þinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

loading

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

PóstlistiÁbendingarHafa samband