26.09.2023 1165608

Söluskrá FastansNýbýlavegur 64

200 Kópavogur

hero

58 myndir

106.900.000

555.325 kr. / m²

26.09.2023 - 24 dag á Fastanum - Fjarlægt þann 20.10.2023

3

Svefnherbergi

2

Baðherbergi

192.5

Fermetrar

Fasteignasala

Fasteignasalan BÆR

[email protected]
6954500
Bílskúr
Svalir
Geymsla

Staðsetning

Auglýsing

Tenglar

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

Íris Hall lögg. fasteignasali og fasteignasalan Bær kynna í einkasölu glæsilega efri hæð með miklu útsýni. Eignin er alls skráð vera 192.5 fm að stærð skv. Þjóðskrá Íslands. Eignin telur stofu, borðstofu, eldhús og þvottahús, geymslu innaf þvottarhúsi, 4 svefnherbergi og 2
baðherbergjum. Eignin er með sérinngangi ásamt bílskúr við Nýbýlaveg 64, 200 Kópavogi.  


Nánari lýsing;
Komið er inn um sérinngang í rúmgóðan stigagang með fataskápum og stórum gluggum. Þaðan er stigi upp á rúmgóðan stigapall. Þar er gengið inn í stórt svefnherbergi með fataskápum og parket á gólfi. Á stigapallinum er einnig þvottahús með innréttingum og þar innaf er búr/geymsla. Gesta snyrting með upphengdu salerni og vaskur.
Inn af stigapallinum er gengið inn í aðal íbúðarrýmið þar sem komið er inn í hol. Úr holi er gengið inn í stóra stofu og borðstofu sem er björt með glæsilegu útsýni. Eldhúsið er með nýlegri innréttingu og tækjum. Á svefnherbergisgangi er stór fataskápur með spegla rennihurðum. Hjónaherbergi er rúmgott. Barnaherbergin eru tvö, mjög rúmgóð og annað þeirra með skáp. Baðherbergi er með baðkari og sturtu, falleg innrétting og innfelld lýsing. Út af svefnherbergisgangi eru svalir.
Bílskúr er 20,2 fm og er samliggjandi við bílskúr neðri hæðar. Tvö stæði eru fyrir framan bílskúrinn. Einnig eru tvö stæði á bílaplani sérmerkt íbúðinni. Á þaki bílskúra er skáli sem nýttur er í dag sem sameiginlegt rými tveggja íbúða. Húsið er álklætt og því viðhaldslétt.
Sameiginlegur vel hirtur garður fyrir framan og aftan hús. Í garði að sunnanverðu er sameiginlegt smáhýsi sem notað sem geymsla fyrir leikföng. 

Endurbætur að sögn seljanda undanfarin ár.
Öll íbúðin hefur meira og minna verið endurnýjuð á smekklegan hátt, meðal annars bæði baðherbergin, eldhús, gólfefni, skápar ofl.

Um er að ræða mjög fallega og rúmgóða fjölskyldueign sem hefur fengið gott viðhald. Leik- og grunnskólar eru í nágrenningu ásamt verslunum og heilsugæslu. Stutt í náttúruna en þar eru göngustígar sem liggja til allra átta. Fossvogsdalur er í nokkra mínúta göngufæri. Þar er einstök náttúra, leiktæki, frisbígolf, ofl. 

Allar nánari upplýsingar veitir Íris Hall lögg. fasteignasali í síma 6954500 eða á netfang [email protected]

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 
1. Stimpilgjald af kaupsamningi 0,4 - 0,8% af heildarfasteignamati.  
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali. 
3. Lántökugjald lánastofnunar - Sjá nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana. 
4. Umsýslugjald til fasteignasölu, sbr. kauptilboð. 

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu kaupenda: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum.Vill Fasteignasalan Bær því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef þörf er á.  Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. 

 

Ljósmyndir

Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing

Verðmat FastansVerðmat Fastans

Söguleg þróun á verðmati eignarinnar frá 2006

Við erum að vinna að uppfærslu á Verðmati Fastans. Það kemur aftur von bráðar.

Þinglýstir kaupsamningarÞinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

loading

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingarEigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

FasteignaskráFasteignaskrá

Eignir í sömu byggingu og upplýsingar þeirra

010101

Íbúð á 1. hæð
91

Fasteignamat 2025

60.000.000 kr.

Fasteignamat 2024

60.050.000 kr.

010102

Íbúð á 1. hæð
66

Fasteignamat 2025

48.700.000 kr.

Fasteignamat 2024

48.800.000 kr.

010201

Íbúð á 2. hæð
49

Fasteignamat 2025

41.550.000 kr.

Fasteignamat 2024

41.650.000 kr.

010202

Íbúð á 2. hæð
127

Fasteignamat 2025

72.450.000 kr.

Fasteignamat 2024

72.400.000 kr.

010301

Íbúð á 3. hæð
192

Fasteignamat 2025

102.450.000 kr.

Fasteignamat 2024

101.950.000 kr.

Samskiptasaga byggingar

Atriði af fundum Byggingarfulltrúa Reykjavíkur er varðar eignina

PóstlistiÁbendingarHafa samband