Söluauglýsing: 1164786

Kópubraut 34

260 Reykjanesbær

Verð

189.000.000

Stærð

347.5

Fermetraverð

543.885 kr. / m²

Tegund

Einbýli

Fasteignamat

112.250.000

Fasteignasala

Allt

Símanúmer

hero

Þessi auglýsing hefur verið fjarlægð, hún var inni í 6 daga.

Staðsetning

Auglýsing

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

ALLT fasteignasala kynnir í einkasölu eignina:
Kópubraut 34, birt stærð 347.5 fm, þar af 46,9 fm bílskúr. Eitt glæsilegasta einbýlishús Reykjanesbæjar á einstakri lóð við sjóinn og ótrúlegu útsýni yfir Atlantshafið og Faxaflóa. Allur frágangur og byggingarefni að innan sem utan eru bestu gerðar. Húsið er klætt að utan með hágæða flísum og frágangur á lóð er til fyrirmyndar. Húsið hefur fengið gott viðhald, afburða hreinlæti og snyrtilegur frágangur að innan, utan og allt um kring. Um er að ræða stóra og einstaka eign með mikla möguleika, á einni fallegustu sjávarlóð Suðurnesja og þó víðar væri leitað. Stórbrotið útsýni, flottar gönguleiðir beint frá húsinu og stutt í alla þjónustu. Sjón er sögu ríkari.

** Rafkerfi er vandað, 4 rafmagnstöflur í húsinu. Rafmagn var yfirfarið sumar 2023.
** Skipt um þak sumarið 2023 og sett nýtt með öndunardúk og Granite HDXtreme klæðningu og bætt við lektum. Þakskiptin voru unnin af fagmönnum og blikksmíðameistara.
** Gólfhitakerfi er í húsinu, stjórnað með Danfoss snjallstýrikerfi.
** Gólfefni eru öll í hæsta gæða flokki, parket olíuborin gegnheil eik og gegnheilar flísar.
** Allar innréttingar sérsmíðaðar.
** Innfeld lýsing með dimmerum í öllum rýmum.
** Baðherbergin eru 5 talsins með gegnheilum flísum og flísað uppí loft. Eru öll með sérstaklega vönduðum og sérsmíðuðum innréttingum, keramík og blöndunartækjum.
** 5.1 bose hátalarakerfi er í stofu, borðstofu og svefnherbergjum.
** Opið eldhús með stórum gæða heimilstækjum og beinu aðgengi í stofu og borðstofu.
** Innkeyrsla er hellulögð og stór. Hitalögn er í innkeyrslu, ótengd.


Nánari lýsing eignar:
Forstofa: Með hágæða flísum á gólfi, fallegum sérsmíðuðum skáp með góðu plássi
Eldhús: Með flísum á gólfi, hvítri fallegri sérsmíðaðri innréttingu með quarts borðplötu, eldhúseyju með span helluborði og háf. Eigninni fylgja ísskápur og frystir, Miele uppþvottavél , ofn og örbylgjuofn frá Siemens
Stofa: Er björt og falleg með parketi á gólfi og fallegu sérinnfluttu eldstæði með sandstone umgjörð. Stofan tengist eldhúsi í opnu og björtu rými.
Borðstofa: Er rúmgóð og björt með sérsmíðuðum skenk og sérinnfluttu eldstæði með sandstone umgjörð.
Baðherbergi: 5 salernisaðstöður eru í húsinu og eru öll með flísum, baðherbergin eru öll flísuð uppí loft. salerni frá eru villeroy and boch.  Allar innréttingar eru sérstaklega vandaðar og sérsmíðaðar.
Hjónasvíta: Er í heildina 45fm með rúmgóðu fataherbergi, salernisaðstöðu og baðherbergi með sérsmíðaðri innréttingu og hágæða tækjum. Innbyggður Bose hátalari er bæði á baðherbergi og í fataherbergi. Sérstaklega vandaðar sérsmíðaðar innréttingar.
Svefnherbergi I: Er með fataherbergi og sér baðherbergi
Svefnherbergi II: Er með sérsmíðuðum fataskáp og sér baðherbergi 
Svefnherbergi III: Er notað sem skrifstofa í dag. Hægt er að taka á móti gestum þangað án þess að koma í gegnum húsið og gæti því nýst sem sér skrifstofurými með sér inngangi.
Þvottahús: Flísar á gólfi, sérsmíðuð innrétting með aðstöðu fyrir þvottavél og þurrkara, skolvaskur í borði, inngengt í bílskúr úr þvottahúsi
Bílskúr:  Er tvöfaldur með epoxy máluðu gólfi. Geymsluloft er yfir hluta skúrs, innrétting með skolvaski og góðir skápar. Önnur forstofa er í bílskúr með fataskápumGeymsluherbergi er innst í bílskúr. Skipt var um bílskúrhurðirnar tvær árið 2021, nýjir mótorar á báðum hurðum. 
Lóð: Pallur hægra megin er afgirtur með viðhaldsfríu pallaefni. Baðhús með mjög vandaðri sauna með sturtu og geymsluskúr. Nýr heitur pottur var settur í sumar 2023.
Pallur sjávarmegin er opinn með stórglæsilegu útsýni yfir sjóinn. viðhaldsfrítt pallaefni, góð grillaðstaða við hús, hellulagður stígur er meðfram húsi.
Umhverfi: Stórbrotið sjávarútsýni, Stutt í bæði leik- og grunnskóla

Nánari upplýsingar veitir/veita:
Sigurjón Rúnarsson aðstoðarmaður fasteignasala, í síma 771-9820, tölvupóstur [email protected]
Haukur Andreasson Löggiltur fasteignasali, í síma 866-9954, tölvupóstur [email protected]


ALLT fasteignasala er staðsett á eftirfarandi stöðum:
Hafnargötu 91, 230 Reykjanesbæ - Víkurbraut 62,  240 Grindavík - Þverholti 2, 270 Mosfellsbæ
 
Kostnaður kaupanda:
1. Af gjaldskyldum skjölum skal greiða 0,8% af fasteignamati ef kaupandi er einstaklingur og 1,6% af fasteignamati ef kaupandi er lögaðili.
2. Þinglýsingargjald á hvert skjal er kr. 2.700.
3. Lántökugjald fer eftir verðskrá lánastofnunar hverju sinni.
4. Umsýslugjald til ALLT fasteignasölu er kr. 50.000 auk vsk.
5. Sé um nýbyggingu um að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati, þegar það er lagt á.

Skoðunar- og aðgæsluskylda kaupanda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. ALLT fasteignasala vill beina því til væntanlegs kaupanda að kynna sér ástand fasteignar vel við skoðun og fyrir tilboðsgerð. Ef þurfa þykir er ráðlagt að leita til sérfræðifróðra aðila. Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit þetta er samið af fasteignasala til samræmis við lög um sölu fasteigna og skipa nr. 70/2015. Upplýsingar þær sem koma fram í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, frá seljanda og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eignina til samræmis við upplýsingaskyldu sína sbr. lög um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteignar sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki með berum augum, eins og t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
 

Ljósmyndir

Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing

Þinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

loading

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

PóstlistiÁbendingarHafa samband