Söluauglýsing: 1158150

Ásakór 13

203 Kópavogur

Verð

65.900.000

Stærð

106.8

Fermetraverð

617.041 kr. / m²

Tegund

Fjölbýli

Fasteignamat

62.900.000

Fasteignasala

Fasteignasalan TORG

Símanúmer

hero

Þessi auglýsing hefur verið fjarlægð, hún var inni í 6 daga.

Staðsetning

Auglýsing

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

Fasteignasalan TORG kynnir: Mjög rúmgóð og falleg íbúð á 3ju hæð í góðu lyftuhúsi við Ásakór 13 í Kópavogi. Um er að ræða eign sem er 3ja herbergja og skráð 106,8fm og þar af er geymsla skráð 11,7fm. Íbúðin skiptist í stórt alrými með eldhúsi og stofu, tvö rúmgóð svefnherbergi, rúmgott baðherbergi, þvottaherbergi innan íbúðar og stóra forstofu. Í sameign er sérgeymsla sem fylgir íbúðinni og sameiginleg hjóla og vagnageymsla. Þetta er mjög björt og falleg eign þar sem stutt er í Hörðuvallaskóla og leikskólana Kór, Baug og Austurkór. Öll þjónusta í hverfinu t.a.m Krónan, Nettó, íþróttaaðstaða í Kórnum og stutt er í útivistarperlurnar Guðmundarlund, Elliðavatn og Heiðmörk. Allar nánari upplýsingar veitir Hafdís Rafnsdóttir löggiltur fasteignasali gsm 820-2222 eða [email protected]

Nánari lýsing eignar:
Forstofa: Komið er inn í rúmgóða forstofu með gráum flísum á gólfi. Góður fataskápur með rennihurðum og hurð aðskilur forstofu frá aðalrými.
Alrými: Eldhús, borðstofa og stofa eru í alrými. Stórir gluggar í stofu hleypa góðri birtu inn og óbyggt svæði er við húsið.
Eldhús: Í eldhúsinu er hvít falleg innrétting með dökkri borðplötu og góðu skápaplássi. Plexigler er á milli efri og neðri skápa. Keramikhelluborð með háf yfir og tengi er fyrir uppþvottavél. Dökkar flísar eru á gólfi í eldhúsinu. Opið er yfir í stofurýmið frá eldhúsinu. 
Stofa: stofan er mjög rúmgóð og björt og samliggjandi eldhúsi. Parket er á gólfi og útgengt út á s/a svalir með fallegu útsýni. 
Baðherbergi: Baðherbergið er mjög rúmgott með flísum á gólfi og veggjum. Baðkar er með sturtuaðstöðu og glerskilrúmi. Hvít innrétting með dökkri borðplötu og góðu skápaplássi. Handklæðaofn er á baðherberginu.
Svefnherbergi: Svefnherbergin eru tvö. Bæði herbergin eru rúmgóð með parketi á gólfi og fallegum fataskápum með rennihurðum. 
Þvottaherbergi: Þvottaherbergið er innan íbúðar með hvítri innréttingu með vaski og flísum á gólfi. 
Geymsla: Sérgeymsla er í sameign sem er skráð 11,7fm. einnig er sameiginleg hjóla og vagnageymsla í sameign.  
Niðurlag: þetta er virkilega björt og falleg íbúð í góðu lyftuhúsi með fallegu útsýni yfir Heiðmörkina og að Bláfjöllum. Allar nánari upplýsingar veitir Hafdís Rafnsdóttir löggiltur fasteignasali gsm 820-2222 eða [email protected]

Ljósmyndir

Auglýsing
Auglýsing

Þinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

loading

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

PóstlistiÁbendingarHafa samband