Söluauglýsing: 1157331

Hofslundur 3

210 Garðabær

Verð

194.900.000

Stærð

186.6

Fermetraverð

1.044.480 kr. / m²

Tegund

Einbýli

Fasteignamat

111.400.000

Fasteignasala

Fasteignasalan TORG

Símanúmer

hero

Þessi auglýsing hefur verið fjarlægð, hún var inni í 8 daga.

Staðsetning

Auglýsing

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

Fasteignasalan TORG kynnir: Virkilega fellegt og mikið endurnýjað einbýlishús í hjarta Garðabæjar við Hofslund 3. Eignin er skráð 186,6 fm og skiptist í þrjú svefnherbergi, stofu, eldhús, sjónvarpshol, baðherbergi, gestasalerni, þvottahús, anddyri og bílskúr. Bílskúrinn er í dag nýttur sem líkamsrækt og afþreyingarherbergi en möguleiki er á því að breyta honum í sér íbúð eða hjónasvítu. Húsið hefur verið mikið endurnýjað og sá Berglind Berndsen um innanhúshönnun, Brynhildur Sólveigsdóttir arkitekt sá um að hanna garðinn og útlitið á húsinu að utan og öll lýsing er hönnuð af Lúmex. Allar nánari upplýsingar veitir Darri Örn Hilmarsson, löggiltur fasteignasali, í síma: 767-0000 eða með tölvupósti: [email protected] 

Sjá blaðagrein um eignina með því að smella hér: Berglind Berndsen hannaði fallegt fjölskylduheimili 

Nánari lýsing: Gengið er inn í anddyri með parketi á gólfi og innbyggðum fataskápum sem ná alveg upp í loft. Til vinstri frá anddyri er komið inn í fallegt barnaherbergi með parketi á gólfi og rúmgóðum innbyggðum fataskápum. Við hliðina á barnaherberginu er lítið gestasalerni með upphengdu salerni og handlaug. Stofan er virkilega falleg og björt, með gólfsíðum gluggum, sérsmíðuðum innréttingum, rimlum í loftinu og innfelldri lýsingu. Frá stofu er gengið út á fallegan sólpall til há-suðurs með heitum potti og útisturtu. Eldhúsið er með sérsmíðuðum innréttingum, fallegum hvítum stein á borðum, tveimur bakaraofnum, extra stóru span helluborði, innbyggðum tveimur ísskápum og innbyggðri uppþvottavél. Í eldhúsinu er snotur borðkrókur með sérsmíðuðum bekk til þess að tilla sér á og gólfsíðum glugga sem gefur fallega birtu. Fyrir innan stofuna og eldhúsið er sjónvarpskrókur sem hægt er að loka af með fallegum sérsmíðuðum stálhurðum. Inn af sjónvarpskrók eru tvö svefnherbergi, annars vegar hjónaherbergið með innbyggðum skápum og fallegt barnaherbergi, einnig með innbyggðum fataskápum og sérsmíðuðum hillum. Baðherbergið er með sturtu með innbyggðum blöndunartækjum, upphengdu salerni og fallegri innréttingu með handlaug. Þvottahúsið er með fallegri hvítri innréttingu þar sem gert er ráð fyrir tveimur þvottavélum og þurrkara. Bílskúrinn er í dag nýttur sem líkamsrækt og afþreyingarherbergi. Búið er að teikna bílskúrinn upp á nýtt, annars vegar sem hjónasvítu og hins vegar sem sér íbúð.

Húsið og lóðin: Aðkoman að húsinu er afar glæsileg en innkeyrslan og tröppurnar upp að húsinu eru staðsteyptar og með innbyggðri led lýsingu. Garðurinn er mjög stór, með fallegum sólpalli til há-suðurs, heitum potti og útisturtu. Einnig er köld útigeymsla sem hægt væri að breyta í gufubað og leiktæki í garðinum.

Endurbætur:
2015 - Þak endurnýjað, skipt var um þakjárn og þakpappa (timbur var alveg heilt)
2019 - Húsið endurhannað að innan sem utan, nýjar innréttingar, nýjar innihurðar, nýjar útihurðar, ný baðherbergi, ný gólfefni. Skólplagnir, neysluvatnslagnir, hitalagnir og raflagnir endurnýjaðar frá grunni. Gluggar og gler endurnýjað að hluta. Hiti settur í planið og planið endurnýjað. Húsið málað að utan sem innan. 
2021 - Þakkantur og þakrennur endurnýjaðar. Hitavír á tímarofa settur í þakrennur. Ný klæðing sett á bílskúr.



Allar nánari upplýsingar veitir Darri Örn Hilmarsson, löggiltur fasteignasali, í síma: 767-0000 eða með tölvupósti: [email protected]

Ljósmyndir

Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing

Þinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

loading

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

PóstlistiÁbendingarHafa samband