Söluauglýsing: 1150735

Lóuás 22

221 Hafnarfjörður

Verð

134.800.000

Stærð

202.7

Fermetraverð

665.022 kr. / m²

Tegund

Rað/Par

Fasteignamat

109.300.000

Fasteignasala

Landmark

Símanúmer

hero

Þessi auglýsing hefur verið fjarlægð, hún var inni í 27 daga.

Staðsetning

Auglýsing

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

LANDMARK fasteignamiðlun og Freyja Rúnarsdóttir löggiltur fasteignasali kynna í einkasölu fallegt og mikið endurnýjað 5-6 herbergja raðhús með innbyggðum bílskúr við Lóuás 22 í Hafnarfirði. 2 nýuppgerð baðherbergi. Svalir og afgirt verönd til suðurs með fallegu útsýni. Hleðslustöð fyrir rafbíla. Stæði fyrir 3 bíla. Eignin er vönduð og vel skipulögð á frábærum stað þar sem stutt er í alla helstu þjónustu, skóla og leikskóla sem og einnig fallega náttúruna og skemmtilegar gönguleiðir. 

Eignin er skráð 202,7 fm skv FMR og skiptist í íbúðarrými 160,8 fm og bílskúr 41,9 fm.

SMELLIÐ HÉR FYRIR SÖLUYFIRLIT OG NÁNARI UPPLÝSINGAR.


Eignin telur: stofu, eldhús, borðstofu, sjónvarpshol, 4 svefnherbergi, 2 baðherbergi, þvottahús, bílskúr, pallur báðum megin við hús og heitur pottur.

Nánari lýsing neðri hæðar (71,1 fm):
Stofa, borðstofa og eldhús liggja saman í opnu rými, bjart og fallegt með kamínu og gegnheilu parketi, útgengt út á rúmgóða afgirta verönd til suðurs með heitum potti (hitavír settur í lögn 2020).
Eldhús er með fallegri innréttingu með mosaik flísum á milli efri og neðri skápa og gert ráð fyrir tvöföldum ísskáp, bakaraofni með gufu í vinnuhæð, gashelluborði og tengi fyrir uppþvottavél. Stór eyja með skúffum beggja vegna og kvartz á borði, hægt að sitja við eyju. Flísar á gólfi.
Baðherbergi er innaf forstofu og var það endurnýjað árið 2022, flísalagt í hólf og gólf með flísum frá Ebson, upphengt salerni og walk in sturta. Öll hreinlætistæki og blöndurnartæki frá Tengi.
Svefnherbergi I inn af bílskúr er með flísum á gólfi, litlum vaski og er útgengt þaðan út á afgirta verönd aftan við hús.
Forstofa með fataskáp og flísum á gólfi
Bílskúr er innangengur úr forstofu, flísar á gólfi, vatn og rafmagn.

Steyptur parketlagður stigi á milli hæða.

Nánari lýsing efri hæðar (89,7 fm):
Sjónvarpshol
(sem væri hægt að loka af og nýta sem svefnherbergi) með innbyggðri skrifstofuaðstöðu/hillu sem hægt er að loka af með rennihurð og parket á gólfi. Útgengt út á hellulagðar svalir með víðáttumiklu útsýni til suðurs.
Hjónaherbergi er með góðum fataskápum og innfelldri lýsingu við höfuðgafl, parket á gólfi.
Svefnherbergi II er með fataskápum og kommóðu, parket á gólfi.
Svefnherbergi III er með fataskápum og kommóðu, parket á gólfi.
Baðherbergi var endurnýjað árið 2021 (allt nema innréttingin), flísalagt í hólf og gólf með flísum frá Ebson,hiti í gólfi, upphengt salerni, handklæðaofn og mjög rúmgóð walk in sturta. Öll hreinlætistæki og blöndurnartæki frá Tengi. Borðplata frá S.Helgason.
Þvottahús er með rennihurð, innrétting og tengi fyrir þvottavél og þurrkara, vaskur, hillur og þvottasnúrur. Opnanlegur gluggi og flísar á gólfi.

Allar innihurðar, fataskápar og eldhúsinnrétting er sérsmíðuð úr rauðeik.

Eignin hefur fengið gott viðhald og verið mikið endurnýjuð síðustu ár:
Að innan
var eyja sett í eldhús árið 2018 og steinn frá Steinsmiðjunni á borð eyjunnar, bæði baðherbergin hafa verið endurnýjuð á mjög vandaðan hátt með flísum frá Ebson og tækjum frá Tengi, baðherbergi á efri hæð árið 2021 og á neðri hæð árið 2022.
Húsið að utan er í góðu ástandi og hefur fengið gott viðhald, þak málað árið 2019, pallur sunnan megin við húsið stækkaður árið 2020 og árið 2023 voru svalir teknar upp og skipt um dúk og einangrun, þá var skipt um kamínurör og allt sem því tilheyrir á þaki.

Allar nánari upplýsingar veitir Freyja Rúnarsdóttir löggiltur fasteignasali í síma 694-4112 eða [email protected]

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. LANDMARK fasteignamiðlun bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1.Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýslugjald kaupanda kr. 74.900. 
5. Þegar um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af endanlegu brunabótamáti, þegar það er lagt á.

Heimasíða LANDMARK fasteignamiðlunar
Fáðu frítt sölumat á eignina þína HÉRNA

Ljósmyndir

Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing

Þinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

loading

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

PóstlistiÁbendingarHafa samband