04.08.2023 1150731

Söluskrá FastansBoðaþing 20

203 Kópavogur

hero

46 myndir

93.900.000

692.989 kr. / m²

04.08.2023 - 7 dag á Fastanum - Fjarlægt þann 11.08.2023

2

Svefnherbergi

1

Baðherbergi

135.5

Fermetrar

Fasteignasala

Domusnova

[email protected]
618-0064
Lyfta
Kjallari
Gólfhiti
Svalir
Geymsla
Hleðslustöð

Staðsetning

Auglýsing

Tenglar

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

Domusnova og Sölvi Sævarsson kynna:  Glæsileg rúmgóð 3ja herbergja íbúð með mikilli lofthæð í vönduðu álklæddu lyftuhúsi innst í jaðri Boðaþings. Bílastæði í lokaðri bílageymslu, stórar suðursvalir með glerlokun.
Útsýni. Góð aðkoma að húsi og ekið beint inn í bílageymslu á 1. hæð. Snyrtileg sameign.  Húsið er einangrað að utan og klætt álklæðningu. Byggt af Húsvirki.


Eignin er í heild skráð 135,5  fm þar af er geymsla 9,0  fm skv. Þjóðskrá Íslands.  Stæði í upphitaðri bílageymslu merkt: B-08,   Fyrirhugað fasteignamat 2024 er  89.900.000 kr.-
  •  Vandaðar innréttingar frá GKS.
  •  Hurðir og gólfefni frá Birgisson.
  •  Aukin lofthæð íbúðar 275-280 cm.
  • Loftræstikerfi/ loftskiptikerfi í hverri íbúð.
  • Brunakerfi innan íbúðar. 
Íbúðin er á 3. Hæð með gluggum til norðurs og suðurs. Í íbúðinni er alrými, þ.e. stofa, borðstofa og eldhús, tvö svefnherbergi, baðherberg, þvottahús, 12,3 m² svalir til suðurs. Íbúðinni fylgir sérgeymsla í kjallara og sér bílastæði í bílgeymslu. Eignin stendur við hlið þjónustumiðstöðvar Hrafnistu en þangað er hægt að sækja í ýmsa þjónustu og félagslíf. 

Bókið skoðun hjá Sölva Sævarssyni löggiltum fasteignasala. í síma 618-0064 eða [email protected]

Nánari Lýsing:
Anddyri - Rúmgótt anddyri með fataskáp og parketi á gólfi.
Eldhús - Innrétting er ú ljósum melamin við með grári borðplötu. Eldhústæki eru AEG frá Ormsson. Keramik helluborð og blástursofnar (með kjöthitamæli).  
Stofa/borðstofa - Harðparket er á gólfi og útgengi er á stórar suðusrsvalir með glerlokun. Svalir eru með stilkum og grasteppi á svalagólfi.
Hjónaherbergi - Harðparket á gófli.  Gott skápapláss er í herberginu.
Aukaherbergi - Harðparket á gólfi. Fataskápur í herbergi.
Baðherbergi - Baðinnrétting í ljósum lit með grári borðplötu. Spegill með lýsingu ofan við innréttingu. Sturta með gleríli og hurðarlokun. Hreinlætistæki frá Tengi og handklæðaofn. Salernið er upphengt og innbyggt. Gólfhiti á baðherbergi.
Hitastýrð blöndunartæki eru við sturtu. Gólf eru flísalögð með grátóna flísum og hluti veggja eru flísalagðir í  u.þ.b. 2 metra hæð.
þvottahús - Gólf er flísalagt í þvottahúsi.  Borðplata er í þvottahúsinu og skolvaskur.  Fjarstýrt loftskiptikerfi íbúðarinnar er í rýminu.
Geymsla - Geymsla er í sameign húsins.

Innrétingar og gólfefni: Vandaðar innréttingar og hurðar.  Hurðir eru yfirfeldar sprautulakkaðar í hvítum lit frá Birgison. Innréttingar eru í ljósu plastlíki frá GKS innrétingum. Vandað harðparket á alrými og herbergjum. Flísar á baðherbergi og þvottahúsgóli. Rúllu gluggatjöld eru í öllum rýmum íbúðarinnar sem fylgja. Fullkomið loftræsti/varmaskipti kerfi er í öllu íbúðum í húsinu. Ljóskastarar og veggljós íbúðarinnar fylgja.

Sameign: Með íbúðinni fylgir rúmgóð geymsla í sameign á 1 hæð. 

Lóð: Bílastæði er staðsett í bílageymslu. Inngangur og aðkeyrsla í bílageymslu eru upphituð með snjóbræðslulögnum.
Sameign: Snyrtilegt stigahús með lyftu sem gengur niður í bílageymslu. Rafmagnspumpur á millihurðum frá anddyri að íbúð og bílageymslu. Búið er að leggja fyrir rafhhleðslustöðum í bílageymslu.
Umhverfið: Stutt er að fara til að njóta náttúrunnar í fallegu umhverfi við Elliðavatn og í Heiðmörk. 

Húsið er á reit þar sem eru almennar íbúðir, þjónustuíbúðir, hjúkrunarheimili og þjónustumiðstöð aldraða. Skipulag hverfisins myndar þannig kjarna í kringum hjúkrunaríbúðir og þjónustumiðstöð aldraða á vegum Kópavogsbæjar og Hrafnistu DAS.
Byggingarlýsing:
Húsið: Boðaþing 18-20 er glæsilegt og vandað fjölbýlishús byggt af Húsvirkja. 
Húsið er á 6 hæðum inngangur og bílageymsla á jarðhæð, alls 36 íbúðir. Tveir stigagangar og lyftur í þeim báðum. Húsið er byggt úr steinsteypu, einangrað og klætt að utan með áli og timburklæðningu. Þak er viðsnúið þak, slétt með þakdúk og einangrað ofan á plötu með þéttri rakheldri plasteinangrun  a.mk. 250 mm, fergri með perlumöl og hellum. Gluggar eru álklæddir trégluggar með tvöföldu einangrunargleri (K-gleri). Útihurðir í sameign, ásamt innri hurðum í anddyri eru með rafrænum opnunarbúnaði. Á gólfum stigahúsa og í sameign, að undanskildum anddyrum, sorpi hjól og vagnageymslum, geymslugöngum og brunastúkum inn í bílageymslu er teppi, en flísar á anddyri. Útveggir eru ýmist múrhúðaðir að innan eða sandspatlaðir og innveggir eru ýmist hlaðnir og múrhúðaðir eða léttir gipsveggir.

Nánari upplýsingar veitir:
Sölvi Sævarsson löggiltur fasteignasali. í síma 618-0064 eða [email protected] 
 – eða skrifstofa / s.527-1717 / [email protected] 


Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:  
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila, (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga).
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt kr. 50.000 - 75.000. Sjá nánar á heimsíðum lánastofnanna.
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu kr. 69.900 kr.
5. Ef um nýbyggingu er að ræða þá greiðir kaupandi skipulagsgjald þegar það verður lagt á. Skipulagsgjaldið er 0.3% af endanlegu brunabótamati.
 

Ljósmyndir

Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing

Verðmat FastansVerðmat Fastans

Söguleg þróun á verðmati eignarinnar frá 2006

Þinglýstir kaupsamningarÞinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

Engir þinglýstir kaupsamningar fundust á þessari eign

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingarEigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

FasteignaskráFasteignaskrá

Eignir í sömu byggingu og upplýsingar þeirra

Ekki tókst að sækja eignir.

Samskiptasaga byggingar

Atriði af fundum Byggingarfulltrúa Reykjavíkur er varðar eignina

Engin samskiptasaga fannst á þessari eign.


    Byggir aðeins á útgefnum fundum Byggingarfulltrúa Reykjavíkur á milli 1997 - 2024 ( júlí ).

    PóstlistiÁbendingarHafa samband