02.08.2023 1150406

Söluskrá FastansEngjasel 86

109 Reykjavík

hero

26 myndir

57.900.000

598.759 kr. / m²

02.08.2023 - 9 dag á Fastanum - Fjarlægt þann 11.08.2023

2

Svefnherbergi

1

Baðherbergi

96.7

Fermetrar

Ekki tókst að greina fasteignasölu.

Bílskúr
Svalir
Geymsla
Hleðslustöð

Staðsetning

Auglýsing

Tenglar

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

!!!ATH!!! Skoða skipti á minni eign í hverfinu!!!

ALDA fasteignasala kynnir góða og bjarta 3. herbergja útsýnisíbúð á 3. hæð með sérmerktu bílstæði í sameiginlegum bílskúr. Íbúðin er vel skipulögð með góðu flæði milli stofu og eldhúss. Stórir og fallegir gluggar með fallegu útsýni yfir Reykjavík. Gengið út á suðvestur svalir úr stofu. Húsið hefur verið mikið endurbætt á undanförnum árum, m.a. er búið að klæða húsið að utan, endurnýja þakjárn og rennur, svalir hafa verið endurbyggðar eftir þörfum og gluggar og gler endurnýjað eftir þörfum. Í sameiginlegum bílskúr er búið að leggja fyrir rafmagni fyrir bílarafhleðslustöð. Eignin skiptist í forstofu, hol, samliggjandi borðstofu og stofu, eldhús, baðherbergi, þvottahús, 2 svefnherbergi, sérgeymslu í kjallara ásamt sérmerkt bílastæði í sameiginlegum bílskúr. Góð og vel skipulögð íbúð á vinsælum og fjölskylduvænum stað í Seljahverfinu í Breiðholti.

Áætlað fasteignamat fyrir árið 2024 skv. HMS er 51.050.000kr

Allar nánari upplýsingar veitir Aníta Olsen, aðstoðarmaður fasteignasala, sími: 615-1640 eða a[email protected]


Framkvæmdir á húsinu undanfarin ár að sögn seljanda: 
ca. 2008-2010 Gaflar húss klæddir að utan
2016 Járn á þaki endurnýjað.
2019 Fram- og afturhlið húss múrviðgerðar og klæddar að utan.
2019 Svalir og svalahandrið endurbyggð eftir þörfum.
2019 Gluggar og gler endurnýjuð eftir þörfum. 
2019 Rennur endurnýjaðar
Rafmagnstafla í sameign hefur verið endurnýjuð.      

Eignin Engjasel 86 er skráð sem hér segir hjá FMR: Eign 205-5549, birt stærð 96.7fm. Þar af er bílastæði í sameiginlegum bílakjallara skráð 13fm.

Nánari lýsing:
Forstofa: Fatahengi með fataslá.
Stofa / Borðstofa: Samliggjandi stofa og borðstofa með góðri tengingu við eldhús. Opin og rúmgóð. Fallegir stórir gluggar með útsýni yfir borgina. Útgengt út á suðvestur svalir úr stofu.
Eldhús: Innrétting með efri og neðri skápum ásamt aðstöðu fyrir uppþvottavél. Gott skápapláss. Þvottahús innaf eldhúsi.
Þvottahús: Innaf eldhúsi. Innrétting með skápum og bekk, með aðstöðu fyrir þvottavél.
Svefnherbergi I: Rúmgott með opnum skáp. Gott geymslupláss.
Svefnherbergi II: Gott barnaherbergi.
Baðherbergi: Flísalagt í hólf og gólf. Klósett, vaskur og baðkar með sturtu. Speglaskápur fyrir ofan vask.
Geymsla: 4,7fm sérgeymsla í sameign. Sameiginleg hjóla og vagnageymsla.
Garður: Sameiginlegur garður ofaná bílskúr með leiktækjum. Hitalögn er undir hellum að húsinu.

Sérstæði í lokaðri bílageymslu fylgir eigninni. Búið að leggja fyrir rafmagni til að setja upp rafmagnshleðslustöð. Sameiginlegt þvotta- og þurrkstæði inni í bílskúr.

Seljahverfið er sérlega fjölskylduvænt hverfi og í hverfinu og næsta nágrenni er öll helsta þjónusta, góðir skólar og leikskólar, verslanir og íþróttasvæði ÍR og Leiknis. Auk þess er stutt í útivistarsvæði eins og Elliðaárdal og á svæðið neðan Seljakirkju.

Nánari upplýsingar veita Anita Olsen, aðstoðarmaður fasteignasala, sími 615-1640 eða [email protected] og Hreiðar Levý lgf, [email protected]


Kostnaður kaupanda vegna kaupa:  Stimpilgjald kaupsamnings einstaklinga er 0,8%  og lögaðila 1,6% af fasteignamati eignar. Lántökugjald getur verið breytilegt eftir lánastofnunum, oftast 1%. Þinglýsingargjald er 2.700 kr fyrir hvert skjal. Þjónustu- og umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. ALDA fasteignasala bendir öllum sem hugsa sér að kaupa, að kynna sér vel ástand fasteignarinnar við skoðun fyrir tilboðsgerð og leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun ef þörf þykir.

Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Ljósmyndir

Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing

Verðmat FastansVerðmat Fastans

Söguleg þróun á verðmati eignarinnar frá 2006

Þinglýstir kaupsamningarÞinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

Pnr.HeimilisfangKaupverðStærðFermetraverðTegundFastan.Dags.Noth.
13.700.000 kr.96.70 141.675 kr./m²205554916.09.2011

19.800.000 kr.96.70 204.757 kr./m²205554731.03.2014

19.300.000 kr.96.70 199.586 kr./m²205554903.07.2014

24.500.000 kr.96.70 253.361 kr./m²205554516.09.2015

57.500.000 kr.96.70 594.623 kr./m²205554929.04.2024

Fastinn geymir kaupsamninga aftur til 2007

Sótt frá Þjóðskrá

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingarEigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

FasteignaskráFasteignaskrá

Eignir í sömu byggingu og upplýsingar þeirra

090002

Íbúð á jarðhæð
27

Fasteignamat 2025

23.450.000 kr.

Fasteignamat 2024

22.300.000 kr.

090001

Íbúð á jarðhæð
50

Fasteignamat 2025

32.700.000 kr.

Fasteignamat 2024

31.150.000 kr.

090102

Íbúð á 1. hæð
96

Fasteignamat 2025

53.800.000 kr.

Fasteignamat 2024

51.250.000 kr.

090101

Íbúð á 1. hæð
120

Fasteignamat 2025

62.400.000 kr.

Fasteignamat 2024

59.350.000 kr.

090202

Íbúð á 2. hæð
96

Fasteignamat 2025

53.700.000 kr.

Fasteignamat 2024

51.150.000 kr.

090201

Íbúð á 2. hæð
121

Fasteignamat 2025

62.350.000 kr.

Fasteignamat 2024

59.300.000 kr.

090301

Íbúð á 3. hæð
121

Fasteignamat 2025

62.150.000 kr.

Fasteignamat 2024

59.150.000 kr.

090302

Íbúð á 3. hæð
96

Fasteignamat 2025

53.600.000 kr.

Fasteignamat 2024

51.050.000 kr.

090402

Íbúð á 4. hæð
91

Fasteignamat 2025

53.000.000 kr.

Fasteignamat 2024

50.300.000 kr.

090401

Íbúð á 4. hæð
109

Fasteignamat 2025

58.200.000 kr.

Fasteignamat 2024

55.400.000 kr.

Samskiptasaga byggingar

Atriði af fundum Byggingarfulltrúa Reykjavíkur er varðar eignina

Engin samskiptasaga fannst á þessari eign.


    Byggir aðeins á útgefnum fundum Byggingarfulltrúa Reykjavíkur á milli 1997 - 2024 ( júlí ).

    PóstlistiÁbendingarHafa samband