26.07.2023 1148931

Söluskrá FastansBreiðagerði 13

108 Reykjavík

hero

64 myndir

Tilboð

0 kr. / m²

26.07.2023 - 37 dag á Fastanum - Fjarlægt þann 01.09.2023

5

Svefnherbergi

3

Baðherbergi

195.8

Fermetrar

Fasteignasala

Eignamiðlun

[email protected]
663-2508
Bílskúr
Kjallari
Garðskáli

Staðsetning

Auglýsing

Tenglar

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

Eignamiðlun kynnir:

Einbýlishús við Breiðagerði, samtals skráð 195,8 fermetrar samkvæmt fasteignamati, sem skiptist í þrjár íbúðareiningar. Húsið skiptist í jarðhæð, rishæð, viðbyggingu við jarðhæð og bílskúr, og er jarhæðin skráð samkvæmt fasteignamati 118,5 fermetrar, rishæðin sem er mikið undir súð er skráð 44,3 fermetrar, sameiginlegt inntaksrými er skráð 4,5 fermetrar og bílskúrinn er skráður 33 fermetrar. Frá upphafi hefur húsið verið nýtt sem tvær íbúðir sem nýttu sameiginlega aðalinngang hússins, á jarðhæð og rishæð samanber fasteignavottorð, en á seinni árum var bætt við þriðju íbúðinni í viðbyggingu bakatil með inngagni gegnum sólskála. Húsið er á einu fasteignanúmeri, F203-4574.

Ekki verður haldið opið hús á eigninni, heldur eingöngu sýnt í einkaskoðun. Allar upplýsingar veitir Ólafur H. Guðgeirsson, MBA, lgfs., í síma 663-2508 eða [email protected] sem einnig sýnir eignina.

Húsið er vel staðsett við Breiðagerði, nærri skóla og samgöngum. Lóðin er 488 fermetrar, með rúmgóðu framan við bílskúr við inngang hússins, og sérlega fallegum garði sem fær gott viðhald.
Húsið er samkvæmt skráningu byggt 1963 úr holsteini, einangrað og múrað að innan, og múrað og steinað að utan. Húsið, sem hefur verið í eigu sömu aðila frá 1963 sem keyptu það af byggingaraðila, er að mestu leiti upprunalegt og hefur fengið takmarkað viðhald í þó nokkurn tíma. Gluggar á efri hæð hússins eru upprunalegir, með einföldu gleri. Gluggar á neðri hæð hafa verið endurnýjaðir fyrir einhverjum árum síðan. Járn á þökum og mikið af tréverki utanhúss sýnist þurfa viðhald, og eru áhugasamir kaupendur hvattir til að skoða þessi atriði vandlega.

Aðkoma hússins er falleg, komið inn á rúmgott bílaplan framan við bílskúr sem er við hlið hússins og gengið inn um aðalingang hægra megin við planið. Komið er inn í sameiginlega forstofu þar sem gengið er upp stiga til efri hæðar og beint inn í stærri íbúð jarðhæðar.

Íbúðin á jarðhæðinni skiptist í gang, rúmgóða stofu samtengda eldhúsi, tvö svefnherbergi og baðherbergi.  Eldhúsið er upprunalegt með fallegri tekkinnréttingu og glæsilegri eldavél frá því á miðjum áttunda áratugnum, tekkhurðir eru á hæðinni og fataskápar með tekkhurðum, ásamt því að upprunalega viðarklæðningar eru á stofuvegg og í forstofu. Einnig er glæsilegur arin í stofu jarðhæðar og fallegar marmaraflísar á gólfum. Arininn er að sögn seljenda ættaður úr meira en 100 ára gömlu húsi í Skotlandi, og er þess vegna þó nokkuð eldri en þetta hús.

Efri hæðin er sem fyrr segir mikið undir súð, en nýtist afar vel. Rúmgóð stofa, eldhús, stórt svefnherbergi og aukaherbergi ásamt vinnuaðstöðu gerir þessa íbúð mjög skemmtilega. Baðherbergi er undir súð en nýtist vel.

Garðmegin við húsið og baktil hefur verið bætt við viðbyggingu ásamt garðskála. Í þessum hluta hússins er í dag lítil séríbúð með sérinngangi úr garði gegnum garðaskála, en áður voru þessi rými tengd neðri hæð hússins og nýtt sem hluti hennar. Auðvelt er að opna aftur á milli íbúðanna, og gera jarðhæðina alla að einni íbúð aftur.

Bílskúr hússins er ágætlega rúmgóður, en göngudyr eru í skúrinn úr geymslurými milli skúrsins og viðbyggingarinnar.

Eins og fram hefur komið þá eru þrjár íbúði í húsinu í dag og eru tvær þeirra í útleigu. Mögulegt kann að vera að leigjendur hafi hug á að framlengja leigusamninga.

Mjög áhugaverð eign sem býður uppá mikil tækifæri fyrir rétta aðila. Nauðsynlegt að skoða. Sendið póst á [email protected] og bókið tíma fyrir skoðun.

Kostnaður kaupanda af kaupum:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi er fyrir einstaklinga 0,8% af heildarfasteignamati eignar. Sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4% af heildarfasteignamati.
2. Stimpilgjald af kaupsamningi fyrir lögaðila er 1,6% af heildarfasteignamati eignar.
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, afsali, veðskuldabréfi, veðleyfi og mögulega fleiri skjölum. - kr. 2.500 af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - samanber gjaldskrá viðkomandi lánastofnunar.
5. Umsýslugjald til fasteignasölu samkvæmt kaupendasamningi.

Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu seljanda samanber 26.gr. laga nr.40/2002 um fasteignakaup og 25.gr. laga nr.26/1994 um fjöleignarhús. Eignamiðlun fasteignasala bendir fasteignakaupendum á ríka skoðunarskyldu kaupenda sem kveðið er á í lögum um fasteignakaup nr.40/2002. Kaupanda er bent á að nýta sér þjónustu fagmanna við skoðun fasteigna, en mælt er með því að kaupandendur fasteigna fái óháðan fagaðila til að framkvæma formlega ástandsskoðun á eignum sem gert er tilboð í.

Eignamiðlun fasteignasala | Grensásvegur 11 | 108 Reykjavík | Sími 588 9090 | www.eignamidlun.is
 

***
Ábyrg þjónusta í áratugi. Eignamiðlun var stofnuð 1957 og er elsta starfandi fasteignasala á Íslandi. Reynsla, heiðarleiki og þekking á fasteignamarkaðnum eru grunnur að farsælum viðskiptum. 

Eignamiðlun Grensásvegi 11, 108 Reykjavík - Opið frá kl. 9-17 mánudaga til fimmtudaga og 9-16 á föstudögum.

Heimasíða Eignamiðlunar

Eignamiðlun á Facebook

Ljósmyndir

Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing

Verðmat FastansVerðmat Fastans

Söguleg þróun á verðmati eignarinnar frá 2006

Þinglýstir kaupsamningarÞinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

Pnr.HeimilisfangKaupverðStærðFermetraverðTegundFastan.Dags.Noth.
95.000.000 kr.195.80 485.189 kr./m²203457410.03.2024

Fastinn geymir kaupsamninga aftur til 2007

Sótt frá Þjóðskrá

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingarEigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

FasteignaskráFasteignaskrá

Eignir í sömu byggingu og upplýsingar þeirra

010101

Íbúð á 1. hæð
195

Fasteignamat 2025

122.400.000 kr.

Fasteignamat 2024

122.050.000 kr.

Samskiptasaga byggingar

Atriði af fundum Byggingarfulltrúa Reykjavíkur er varðar eignina

PóstlistiÁbendingarHafa samband