Söluauglýsing: 1146025

Brúnás 3

210 Garðabær

Verð

Tilboð

Stærð

502

Fermetraverð

-

Tegund

Einbýli

Fasteignamat

200.700.000

Fasteignasala

Miklaborg

Símanúmer

hero

Þessi auglýsing hefur verið fjarlægð, hún var inni í 12 daga.

Staðsetning

Auglýsing

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

Miklaborg kynnir glæsilegt og vel skipulagt einbýlishús á fallegum útsýnisstað í Brúnásnum í Garðabæ. Húsið er teiknað af Sigurði Hallgrímssyni arkitekt og um innanhússhönnun sá Guðbjörg Magnúsdóttur, innanhúsarkitekt. Húsið er m.a. með aukinni lofthæð á aðalhæð, 5 svefnherbergjum, þ.á.m. hjónasvítu, líkamsræktaraðstöðu, bíósal og rúmgóðum tvöföldum bílskúr. Eignin er skv. Þjóðskrá: F2270952, birt 409,2 fm, þar af 61 fm bílskúr en húsið er í raun rúmir 500 fm skv. skráningartöflu hússins.

Bókið skoðun: Jason sími 775 1515 eða [email protected] löggiltur fasteignasali. og /eða Gunnar S. Jónsson, [email protected]

Húsið var byggt árið 2005 og er á tveimur hæðum. Aðalhæðin er afar björt með aukinni lofthæð og gólfsíðum gluggum sem vísa á móti suðri. Stór stofa með innbyggðum bókahillum, borðstofa og arinn. Rúllugardínur í stofu eru rafdrifnar. Fallegt útsýni yfir Reykjanesskagann. Hjónasvíta er á efri hæð með útsýni í suður. Rúmgott eldhús með sérsmíðaðri innréttingu, Míele eldhústæki (tveir bakaraofnar), Míele borðviftu sem er innbyggð niður í eyjuna, tveir vaskar og arinn. Það eru fimm rúmgóð svefnherbergi í húsinu þ.m.t. hjónasvíta. Tvö svefnherbergi eru á efri hæð og þrjú á neðri hæð. Þrjú baðherbergi. Líkamsræktaraðstaða, bíósalur og stór geymsla. Á neðri hæð miðsvæðis í holi er lág eldhússkápainnrétting með vaski og innbyggðum kæli. Í húsinu eru sérsmíðaðar innréttingar, gólfhiti, niðurlímt parket, ljósar flísar og innihurðir úr hnotu. Tveir loftgluggar eru á aðalhæð sem varpa inn góðri dagsbirtu á efri hæðina. Að auki er við húsið heitur pottur og lítill körfuboltavöllur. Falleg og hæfilega stór grasflöt við suðurhlið hússins en við hæðarmismun utan húss er m.a. notast við svokallaða alþingishleðslu. Húsið var málað að utan fyrir 2 árum.

Aðalhæð: Björt forstofa með góðum skápum, flísar á gólfi og innangengt í bílskúr.

Eldhús, flísalagt með sérsmíðaðri innréttingu ásamt stórri eldhúseyju, tveir vaskar, stórt gashelluborð og tveir bakaraofnar. Í eldhúsinu er fallegur arinn og útgengt á stóra verönd austan við húsið þar sem m.a. er heitur pottur. Stofa og borðstofa eru mjög rúmgóðar með gólfsíðum gluggum og fallegu útsýni frá austri til vesturs, (þ.e. útsýni yfir Reykjanesskagann), arinn í stofu, innbyggðar bókahillur og útgengt á stórar suðursvalir. Úr stofu er líka útgengt á vesturverönd með skjólveggjum. Hjónasvíta og fataherbergi (28 fm) með útsýni í suður ásamt rúmgóðu baðherbergi. Gólfsíðir gluggar og útgengt á suðursvalir. Rúllugardínur eru rafdrifnar. Baðherbergið er flísalagt með upphengdu salerni, tveimur handlaugum og sturtu. Barnaherbergi I (14,2 fm) með baðherbergi sem er með góðum fataskáp. Í dag notað sem heimaskrifstofa. Baðherbergi 2, flísalagt með upphengdu salerni, handlaug og baðkari. Parketlagður stigi er á milli hæða. Yfir stigaopinu er loftgluggi sem varpar góðri birtu yfir stigann.

Bílskúr (61 fm), flísalagður, útidyrahurð, góðar hillur og rafdrifinn hurðaropnari. Útgengt er úr bílskúrnum á vestuverönd við húsið.

Neðri hæð: Barnaherbergi II (17,7 fm) með fataskáp og parketi á gólfi. Barnaherbergi III (17,7 fm) með fataskáp og parketi á gólfi. Barnaherbergi IV (24,2 fm) með fataskáp og parketi á gólfi. Hol miðsvæðis (24 fm) með lítilli eldhúsinnréttingu, vaskur og innbyggður kælir. Baðherbergi 3, flísalagt með upphengdu salerni, tvöfaldri sturtu og tveimur vöskum. Nálægt baðherberginu er útgangur þaðan sem hægt er að ganga upp stiga að utanverðu að heitum potti við austurhlið hússins. Þvottahús, flísalagt með innréttingu.

Búið er að innrétta bíósal og líkamsræktaraðstöðu þar sem er óuppfyllt rými samkvæmt teikningum.

Stór geymsla. Forstofa með inngangi á jarðhæð með góðum fataskápum. Þar er m.a. útgengt á lítinn körfuboltavöll með einni körfu.

Lóðin er falleg og vel við haldin, góð grasflöt, heitur pottur og bílaplan með hitalögn.

Staðsetning eignarinnar er virkilega góð á eftirsóttum og rólegum útsýnisstað í Ásahverfinu. Eignin snýr í suður með miklu útsýni. Stutt er m.a. í leikskóla, Flata- og Garðaskóla, góðar göngu- og hlaupaleiðir ásamt ýmis konar þjónustu, verslunum og veitingastöðum sem eru skammt frá.

Allar frekari upplýsingar veitir Gunnar S. Jónsson, löggiltur fasteignasali í síma 899-5856 ([email protected]) eða Jason Kristinn Ólafsson, löggiltur fasteignasali í síma 775-1515 ( [email protected] ).

Ljósmyndir

Auglýsing
Auglýsing

Þinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

loading

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

PóstlistiÁbendingarHafa samband