13.07.2023 1145507

Söluskrá FastansMóstekkur 22

800 Selfoss

hero

28 myndir

82.700.000

466.704 kr. / m²

13.07.2023 - 15 dag á Fastanum - Fjarlægt þann 28.07.2023

3

Svefnherbergi

2

Baðherbergi

177.2

Fermetrar

Fasteignasala

Fasteignaland

[email protected]
6923344
Bílskúr

Staðsetning

Auglýsing

Tenglar

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

Hrönn Ingólfsdóttir lgfs. s.692-3344 og Fasteignaland kynna í einkasölu: Afar fallegt, bjart og vel skipulagt 4 herbergja raðhús á einni hæð. Númer 22 er miðju raðhús sem er 177,0 fm og þar af er 34 fm bílskúr. Innra skipulag skiptist þannig; Tvö barnaherbergi, baðherbergi, þvottahús, hjónasvíta með baðherbergi og fataherbergi og útgengi út í garð. Eldhús og stofu í björtu og góðu alrými með útgengi úr stofu um stóra rennihurð út í garð. Um er að ræða nýbyggingu í í nýju og glæsilegu hverfi á Selfossi.  Húsið er timburhús, klætt að utan með ljós gráum flísum og lituðu járni á þaki. Hiti er í öllum gólfum. Allar nánari upplýsingar og bókun skoðunar veitir Hrönn Ingólfsdóttir lgfs í síma: 692-3344 og [email protected] 

Húsið skilast fullbúið að utan og inni eru allir veggir spartlaðir, grunnaðir eina umferð, tilbúnir fyrir fín spörslun og málningar að innan.
Einnig er hægt að fá húsið afhent fullbúið að innan og utan, verð á fullbúnu miðjuhúsi er kr: 99.500.000.-
Húsið er tilbúið undir innréttingar, byggingarstig 5. Ef kaupendur óska eftir að kaupa fullbúið tekur uþb. 3 mánuði frá kaupsamningi að fá afhent.


Nánari skilalýsing: 
Burðarvirki: Húsið er timburhús og er klætt með ljós gráum flísum. Öndunardúkur utan á húsi sem hlífir krossviði. Ál leiðara klæðning og flísar ysta klæðning.
Gólfefni: eignin er afhent án gólfefna, búið að koma fyrir hitalögn og tilbúið undir flotun.
Loft og útveggir: Inni eru allir veggir sparlaðir, grunnaðir eina umferð, tilbúnir fyrir fínspörlun og málningu.Lofthæð í húsinu er extra há 280cm.
Gluggar og hurðir: allir gluggar eru frá Idealcombi úr áli/timbri, vandaðir gluggar í dökk gráum lit Ral 7022 að utan og hvítir að innan. Gler er tvöfalt k-einangrunargler. Útihurðin er extra há 250cm.
Bílskúr: Bílskúrshurð er frá Glófaxa Hörmann í sama lit og gluggar Ral 7022. Extra breið 350 cm og extra há 250 cm. Hermann bilskúrshurða opnarar í skúr. Gólfplata er gróf pússuð með niðurfalli við hurð. Allir veggir og loft eru klæddir með tvöföldu lagi af gipsi. Búið er að ganga frá rafmagnstöflu og hitaveitugrind er frágengin án hitastýringa og nema sem koma síðar í hvert herbergi.
Innveggir: Innveggir eru allir upp komnir samkvæmt teikningu. Þeir eru klæddir beggja megin með tvöföldu gifsi. Þar sem innréttingar koma upp er á flestum stöðum spónaplötur eða krossviður undir festi púntum. Allir veggir eru einangraðir.
Baðherbergi: skilast tilbúið undir flotun gólfa og allir veggir spartlaðir og grunnað eina umferð tilbúið undir fín spartlun og málningu. 
Pípulagnir: Neysluvatnið er rör í rör, þrýsti prófað. Gólfhitalagnir eru í öllu húsinu og bílskúr. Hitagrindur eru tengdar en ekki komið upp stýrikerfi (rafmagn).         
Hitakerfi: gólfhitakerfi er í öllu húsinu og eru hitakistur fyrir allt húsið staðsettar í bílskúr. Gólfin eru tilbúin undir flotun. 
Lýsing: vinnuljós eru tengd í hverju herbergi. Rofar og tenglar fylgja ekki.
Rafmagns- og sjónvarpslagnir: skilast með ídrætti, rofar, tenglar og innstungur fylgja ekki. 
Baklóðin snýr í hásuður og þar er ídráttarrör fyrir heitan pott.
Lóðin er grófjöfnuð, búið er að jarðvegskipta og er hún tilbúin undir tyrfingu eða hellulagnir
Við afhendingu fylgir húsbók með tæknilegum upplýsingum, tengiliðum og praktískum atriðum.

Lýsing eignar fullbúin:
Innréttingar eru sérlega vandaðar frá Voke3 innréttingum eða sambærilegt. 
Eldhúsinnrétting er með slitsterku plast í hvítum lit og viðarlíki. Eldhúsinnréttingin er með innbyggðum ísskáp og gert er ráð fyrir innbyggðri uppþvottavél.
Uppþvottavél og örbylgjuofn fylgja öllum íbúðum. 
á böðum er hvítar harðplast borðplötur. 
Vandaðir fataskápar eru í öllum herbergjum með hvítu harðplasti og eru fataskápar í anddyri með viðarlíki.
Innrétting í þvottahúsi er með hvítu harðplasti.
Á baðherbergi er innbyggt vegghengt salerni, sturta er með blöndunartækjum og niðurfallsrist. Baðinnrétting er rúmgóð með viðarlíki.
Afmörkun sturtusvæðis er með gleri. Baðherbergi er flísalagt að hluta með fallegum ljósum flísum.
Hurðar: innihurðar eru hvítar 
Gólfefni: Fallegar flísar á öllu votrými og fljótandi parket á öðrum rýmum.
Húsið er hitað upp með ísteyptum gólfhitalögnum.
Baklóðin snýr í hásuður og þar er ídráttarrör fyrir heitan pott.
Lóðin er grófjöfnuð, búið er að jarðvegskipta, með steyptu plani og steyptum fjórum ruslaskýlum
Milliveggir úti milli íbúða að sunnanverðu fullbúnir.
Ef kaupendur koma inn í ferlið áður en innréttingar eru pantaðar er hægt að hafa áhrif á litaval. 
Kaupendur greiða skipulagsgjald þegar það verður innheimt.
Það er einfalt gips í loftum. 
Rakahelt gips í bílskúr,þvottarhúsi og baðherbergjum. 

Fáðu frítt söluverðmat fyrir eignina þína hér og í s.692-3344.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af heildarfasteignamati hjá einstaklingum. (Sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4%)
2. Stimpilgjald af kaupsamningi - 1,6% af heildarfasteignamati hjá lögaðilum.
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl. 2.500 kr. af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - sjá heimasíður lánastofnanna.
5. Umsýslugjald til fasteignasölu 69.900. kr. m.vsk.
 
Skoðunarskylda kaupanda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma
í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags.
Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002.
Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir
og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Ljósmyndir

Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing

Verðmat FastansVerðmat Fastans

Söguleg þróun á verðmati eignarinnar frá 2006

Næg gögn eru ekki tiltæk til að gera verðmat á þessari eign.

Þinglýstir kaupsamningarÞinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

Pnr.HeimilisfangKaupverðStærðFermetraverðTegundFastan.Dags.Noth.
92.000.000 kr.177.20 519.187 kr./m²252472911.07.2024

Fastinn geymir kaupsamninga aftur til 2007

Sótt frá Þjóðskrá

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

VerðsagaVerðsaga

Byggt á þinglýstum kaupsamningum

Byggir á kaupsamningum sem deila heimilsfangi og stærð

Sótt frá Þjóðskrá

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

AuglýsingasagaAuglýsingasaga

Endurskráningar sömu eignar á mismunandi verð- og tímabilum

Fjöldi skráningaÁsett verðFermetraverðTímabil.
4 skráningar
92.500.000 kr.522.009 kr./m²21.03.2024 - 29.03.2024
5 skráningar
93.500.000 kr.527.652 kr./m²23.01.2024 - 16.02.2024
9 skráningar
82.700.000 kr.466.704 kr./m²04.11.2022 - 30.06.2023
1 skráningar
69.500.000 kr.392.212 kr./m²10.02.2023 - 01.07.2023
6 skráningar
79.500.000 kr.448.646 kr./m²04.11.2022 - 18.11.2022

Eignin hefur verið auglýst / endurskráð 25 sinnum síðan 2014.

Eigindi auglýsingarEigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

FasteignaskráFasteignaskrá

Eignir í sömu byggingu og upplýsingar þeirra

010103

Raðhús á 1. hæð
177

Fasteignamat 2025

76.600.000 kr.

Fasteignamat 2024

75.500.000 kr.

Samskiptasaga byggingar

Atriði af fundum Byggingarfulltrúa Reykjavíkur er varðar eignina

Engin samskiptasaga fannst á þessari eign.


    Byggir aðeins á útgefnum fundum Byggingarfulltrúa Reykjavíkur á milli 1997 - 2024 ( júlí ).

    PóstlistiÁbendingarHafa samband