01.07.2023 1141433

Söluskrá FastansFálkagata 3

107 Reykjavík

hero

34 myndir

72.900.000

803.749 kr. / m²

01.07.2023 - 2 dag á Fastanum - Fjarlægt þann 03.07.2023

3

Svefnherbergi

1

Baðherbergi

90.7

Fermetrar

Fasteignasala

RE/MAX

[email protected]
861-9300
Kjallari
Svalir
Geymsla
Hleðslustöð

Staðsetning

Auglýsing

Tenglar

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

RE/MAX kynnir: Rúmgóða og bjarta 4ra herbergja útsýnisíbúð á þriðju hæð við Fálkagötu 3, 107 Reykjavík. Eignin hefur verið mikið endurnýjuð á síðustu árum og er öll hin glæsilegasta.

Nánari lýsing: Komið er inn í forstofu með parketi á gólfi. Rúmgott endurnýjað eldhús með innréttingu frá HTH og Siemens-tækjum. Eldhúsið er með góðu skápaplássi, innbyggðri uppþvottavél og ofni í vinnuhæð. Eyja með morgunverðarborði og span-helluborði. Gufugleypir er yfir eyju. Opið er inn í rúmgóða og bjarta stofu með parketi á gólfi. Yfirbyggðar svalir. Rúmgott barnaherbergi með parketi á gólfi. Annað minna barnaherbergi með parketi á gólfi. Rúmgott og bjart hjónaherbergi með parketi á gólfi og góðu skápaplássi. Baðherbergið er endurnýjað með flísum í hólf og gólf, stór sturta og upphengt salerni sem og baðinnrétting með vaski. Tengi fyrir þvottavél í skáp á baðinu. Undir súð er sér geymsla sem er ekki inni í fermetratölu eignar (gólfflötur samkvæmt teikningu 4,7 fermetrar). Sameiginlegt þurrkherbergi í risi og sameiginleg hjóla- og vagnageymsla á jarðhæð.

Tvöföld hleðslustöð fyrir rafbíla á lóðinni. Stutt í alla þjónustu, verslanir, leikskóla, grunnskóla og aðeins um 400 metra gangur að Háskólatorgi Háskóla Íslands.

Eftirfarandi framkvæmdir hafa átt sér stað að sögn eiganda: 2012:Eldhús flutt úr ílöngu herbergi á norðurhlið og inn í stofu. Breyting á eldhúsi er samþykkt af byggingarfulltrúanum í Reykjavík. Eldhúsinnrétting (og borðplata): HTH innréttingar. Eldunartæki, innbyggð uppþvottavél og háfur: Siemens. Parket endurnýjað (Kährs frá Birgisson). Rafmagn endurnýjað (Raflagnir dregnar í að nýju innan íbúðar, allar innstungur og rofar endurnýjaðir, rafmagnstafla í íbúð endurnýjuð. Þá var minni rafmagnstöflu komið fyrir undir ofni í nýju eldhúsi og dregið í hana.) Fataskápur í hjónaherbergi endurnýjaður (Skápur frá Axis). 2013: Allt gler (fyrir utan gler á svölum og yfirbyggingu svala) var endurnýjað. 2016: Skipt um járn og rennur á þaki á suðurhlið. 2017: Baðherbergi endurnýjað. Efni: Ragno-flísar frá Agli Árnasyni (Grigio), innbyggð sturta, blöndunartæki, handlaug og salerni frá Tengi, innfelld lýsing í sturtu frá S.Guðjónsson, sérsmíðaður spegill með lýsingu frá Glerborg, sérsmíðaður þvottaskápur frá Birninum ehf. og skápur undir handlaug frá Ikea. Nýjar innihurðir frá Agli Árnasyni, felliþröskuldar settir á hurðir í svefnherbergi (hurð fram á gang var ekki endurnýjuð, óvíst er hversu gömul hún er.) 2019: Skipt var um teppi í stigagangi og hann málaður. 2021: Skipt var um járn og pappa á norðurhlið þaks og rennur þar endurnýjaðar. Við sama tækifæri var skipt um stofuglugga í íbúðinni (rammi og gler) og efra gler í yfirbyggingu svala.

Allar nánari upplýsingar um eignina veitir Páll Guðmundsson lögg. fasteignasali í síma 861-9300 eða [email protected]
- Vegna mikillar eftirspurnar vantar allar tegundir eigna á skrá
- Ertu í söluhugleyðingum viltu frítt söluverðmat ekki hika við að vera í sambandi sími 861-93300 Páll og eða pallbremax.is

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu kaupenda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill því RE/MAX skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.
Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8%(einstaklingar) 1.6% (lögaðilar) af heildarfasteignamati. 
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 45-75 þús.kr. Nánari upplýsingar á heimasíðu lánastofnana. 
4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 69.900 mvsk.

Ljósmyndir

Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing

Verðmat FastansVerðmat Fastans

Söguleg þróun á verðmati eignarinnar frá 2006

Þinglýstir kaupsamningarÞinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

loading

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingarEigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

FasteignaskráFasteignaskrá

Eignir í sömu byggingu og upplýsingar þeirra

010101

Íbúð á 1. hæð
68

Fasteignamat 2025

61.250.000 kr.

Fasteignamat 2024

57.050.000 kr.

010102

Íbúð á 1. hæð
81

Fasteignamat 2025

68.350.000 kr.

Fasteignamat 2024

63.650.000 kr.

010201

Íbúð á 2. hæð
90

Fasteignamat 2025

72.900.000 kr.

Fasteignamat 2024

67.800.000 kr.

010202

Íbúð á 2. hæð
90

Fasteignamat 2025

72.900.000 kr.

Fasteignamat 2024

67.800.000 kr.

010301

Íbúð á 3. hæð
90

Fasteignamat 2025

73.200.000 kr.

Fasteignamat 2024

68.200.000 kr.

010302

Íbúð á 3. hæð
125

Fasteignamat 2025

91.200.000 kr.

Fasteignamat 2024

84.500.000 kr.

Samskiptasaga byggingar

Atriði af fundum Byggingarfulltrúa Reykjavíkur er varðar eignina

Engin samskiptasaga fannst á þessari eign.


    Byggir aðeins á útgefnum fundum Byggingarfulltrúa Reykjavíkur á milli 1997 - 2024 ( júlí ).

    PóstlistiÁbendingarHafa samband