Söluauglýsing: 1141338

Skrúðás 10

210 Garðabær

Verð

179.900.000

Stærð

238.3

Fermetraverð

754.931 kr. / m²

Tegund

Einbýli

Fasteignamat

145.100.000

Fasteignasala

Valhöll

Símanúmer

hero

Þessi auglýsing hefur verið fjarlægð, hún var inni í 62 daga.

Staðsetning

Auglýsing

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

Valhöll kynnir: Fallegt 238,3 fm einbýlishús á tveimur hæðum með 3-4 svefnherbergjum, tveimur baðherbergjum og innbyggðum bílskúr á frábærum stað við Skrúðás í Garðabæ. Bjart og rúmgott alrými með miklum gluggum og fallegu útsýni. Svalir til norðurs og vesturs en einnig er útgengt á skjólgóða og stóra verönd til suðurs með heitum potti þar sem gengið er út í gróinn og fallegan garðinn. Falleg aðkoma. Stórt steypt og stimplað bílaplan með hitalögnum er fyrir framan húsið. Rafhleðslustöð fylgir.

Nánari upplýsingar veitir Óskar í gegnum netfangið [email protected] eða í síma 691-1931. 


Lýsing eignar: 
Samkvæmt fasteignaryfirliti Þjóðskrár Íslands er húsið skráð 238,3 fm. Þar af er bílskúr skráður 36,5 fm.

Neðri hæðForstofa: er flísalögð með skápum. Hol: er flísalagt og er þaðan gengið inn í svefnhergin, baðherbergi ásamt geymslu og bílskúr. Svefnherbergin eru í dag tvö á neðri hæð, bæði parketlögð, mjög rúmgóð og með fataskápum. Annað herbergið er teiknað sem tvö svefnherbergi og er mjög auðvelt að breyta því til baka, sjá nánar teikningu. Baðherbergið er snyrtilegt með hvítri innréttingu, sturtuklefa, handklæðaofni og upphengdu klósetti. Gengið er gegnum geymslu inn í bílskúrinn sem er mjög snyrtilegur með gluggum, epoxi á gólfum, rafdrifinni bílskúrshurð, innréttingu og aukinni lofthæð. 
Efri hæð: Á efri hæð er bjart og rúmgott alrými sem samanstendur af stofu og borðstofu sem opnar eru inn eldhús. Fallegt niðurlímt, gegnheilt parket er á gólfum. Eldhús er L-laga með viðarinnréttingu, eyju og ofni í vinnuhæð. Úr eldhúsi er gengið út á rúmgóðar svalir til norðurs og vesturs sem tengast suðurpalli með húsinu. Inn af eldhúsi er stórt þvottahús með góðri Fríform innréttingu, vinnuborði, vaski og þvottavél og þurrkara í vinnuhæð. Tengt alrýminu er sjónvarpshol þaðan sem gengið er inn á stórt og fallegt baðherbergi sem var endurnýjað c.a. 2012. Inn af sjónvarpsholi er einnig stórt svefnherbergi með parketi. Þá er útgengt út á rúmgóða og skjólgóða suðurverönd með heitum potti. Af verönd er gengið út í garð en lóðin er gróinn og falleg.

Nánari upplýsingar veitir Óskar H. Bjarnasen, lögmaður og löggiltur fasteignasali í síma 691-1931- oskar@valhöll.is

Ljósmyndir

Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing

Þinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

loading

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

PóstlistiÁbendingarHafa samband