23.06.2023 1138817

Söluskrá FastansÁstu-Sólliljugata 5

270 Mosfellsbær

hero

39 myndir

127.900.000

609.628 kr. / m²

23.06.2023 - 70 dag á Fastanum - Fjarlægt þann 01.09.2023

4

Svefnherbergi

2

Baðherbergi

209.8

Fermetrar

Fasteignasala

Landmark

[email protected]
Bílskúr
Kjallari
Svalir
Verönd
Geymsla

Staðsetning

Auglýsing

Tenglar

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

LANDMARK FASTEIGNAMIÐLUN 512.4900 KYNNIR:
Glæsilegt raðhús á tveimur hæðum við Ástu-Sólliljugötu 5 í Mosfellsbæ með frábæru útsýni.
Eignin er einstaklega skemmtileg og skiptist í fjögur svefnherbergi, stofu, borðstofu, tvö baðherbergi, fallegt opið eldhús, þvottahús, pall, svalir á efri hæð og bílskúr.
Frábær eign á skemmtilegum stað í Mosfellsbæ en mikil uppbygging hefur átt sér stað í þessu fallega hverfi.
Stutt er í skóla, falleg útivistarsvæði, fjallgöngu og skemmtilega menningu í Álafosskvosinni.

Nánari upplýsingar um eign og bókun á skoðunartíma:
Sveinn Eyland lögg.fasteignasali s. 6900.820 eða [email protected]
FÁÐU SENT SÖLUYFIRLIT STRAX HÉR.

Eignin skiptist í:
Aðalinngangur er á neðri hæð og er þar komið inní forstofu, herbergjagangur, tvö rúmgóð herbergi, baðherbergi, þvottaherbergi, sjónvarpshol og innbyggður bílskúr, útgengt á ca 40 fm verönd af herbergjagangi á jarðhæð.
Á efri hæð er hol, stofa, borðstofa, eldhús, tvö svefnherbergi og baðherbergi.

Nánari lýsing:
Neðri hæð:

Komið er inní flísalagða forstofu með góðum fataskápum.
Gangur er á neðri hæð þaðan sem gengið er í önnur rými hæðar og í enda gangs er útgengt á afgirta verönd.
Tvö svefnherbergi á neðri hæð eru bæði rúmgóð með fataskápum. mögulegt er að stækka annað herbergið á einfaldan hátt.
Sjónvarpshol á jarðhæð innaf gangi.
Baðherbergi á neðri hæð er óklárað (tilbúið til innréttingar, lagnir komnar) og nýtist nú sem geymsla, til er óuppsettur handklæðaofn sem fylgir.
Þvottaherbergi með glugga er með flotuðu gólfi en til eru flísar á gólf sem fylgja með.
Undir stiga á jarðhæð er gott rými sem hægt er að nýta sem geymslupláss.
Innbyggður bílskúr.

Efri hæð:
Stigi með viðarhandriðum er upp á aðra hæð. Aukin lofthæð er á efri hæð eignarinnar.
Mjög rúmgóð og falleg stofa og borðstofa með stórum og góðum gluggum. Úr stofu er frábært útsýni og útgengt á suð-austur svalir.
Opið og rúmgott eldhús með fallegri viðarinnréttingu, eldhúseyju og háf yfir helluborði og eldhúseyju.
Tvö rúmgóð svefnherbergi með góðum fataskápum.
Baðherbergi með upphengdu salerni, snyrtilegri innréttingu og stór Walk-in sturta.
Gólfefni: Harðparket og flísar á gólfum eignar.
Hurðirnar í húsinu eru allar sérpantaðar frá Birgisson með innfelldum þröskuldum.

-Vegna mikillar sölu undanfarið þá vantar allar tegundir eigna á skrá.
-Hafðu samband og ég kem og met eignina þína þér að kostnaðarlausu.
-Sveinn Eyland lögg.fasteignasali s: 6900.820 eða [email protected]

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. LANDMARK fasteignamiðlun bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1.Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýslugjald kaupanda kr. 74.900. 
5. Þegar um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af endanlegu brunabótamáti, þegar það er lagt á.

Heimasíða LANDMARK fasteignamiðlunar
Fáðu frítt sölumat á eignina þína HÉRNA

Ljósmyndir

Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing

Verðmat FastansVerðmat Fastans

Söguleg þróun á verðmati eignarinnar frá 2006

Þinglýstir kaupsamningarÞinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

Pnr.HeimilisfangKaupverðStærðFermetraverðTegundFastan.Dags.Noth.
33.000.000 kr.209.80 157.293 kr./m²231513330.01.2013

Fastinn geymir kaupsamninga aftur til 2007

Sótt frá Þjóðskrá

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingarEigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

FasteignaskráFasteignaskrá

Eignir í sömu byggingu og upplýsingar þeirra

030101

Íbúð á 1. hæð
209

Fasteignamat 2025

111.800.000 kr.

Fasteignamat 2024

110.000.000 kr.

Samskiptasaga byggingar

Atriði af fundum Byggingarfulltrúa Reykjavíkur er varðar eignina

Engin samskiptasaga fannst á þessari eign.


    Byggir aðeins á útgefnum fundum Byggingarfulltrúa Reykjavíkur á milli 1997 - 2024 ( júlí ).

    PóstlistiÁbendingarHafa samband