20.06.2023 1137692

Söluskrá FastansJöfursbás 11

112 Reykjavík

hero

20 myndir

47.986.957

746.298 kr. / m²

20.06.2023 - 10 dag á Fastanum - Fjarlægt þann 30.06.2023

3

Svefnherbergi

1

Baðherbergi

64.3

Fermetrar

Fasteignasala

Domusnova

[email protected]
861 8466
Kjallari
Geymsla

Staðsetning

Auglýsing

Tenglar

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

Oscar Clausen lgf og Domusnova kynna:
FJÖGRA HERBERGJA ÍBÚÐ Á JARÐHÆÐ MEÐ SÉR INNGANGI.
ÍBÚÐIN ER Í HÚSI MERKTU C.
ÍBÚÐIN ER BJÖRT OG FALLEG.
Um er að ræða íbúð byggða af Þorpinu Vistfélagi á sjávarlóð í Gufunesi í Reykjavík. 
Sérafnotareitur til vesturs.
Mjög stutt til sjávar.
Lýsing eignar:

Forstofa með flísum á gólfi og fatahengi.
Stofa/borðstofa með harðparketi á gólfi.  Útgengi á sérafnotareit til vesturs..
Eldhús með eyju og góðu skápaplássi. Einstakt útsýni til sjávar.
Svefnherbergi I er með góðum fataskápum.  Rennihurðir aðskilja svefnherbergi frá alrými (stofu/borðstofu/eldhúsi).
Svefnherbergi II er með harðparketi og glugga sem snýr til vesturs og fataskáp.
Svefnherbergi III er með harðparketi og glugga sem snýr til austurs og fataskáp.
Baðherbergi með upphengdu salerni og sturtu, vaskaskáp og speglaskáp yfir vaski.  Tengi fyrir þvottavél og þurrkara á baði. Dúkur á gólfi.
Í sameign er vinnuaðstaða/veislusalur og þvottahús með inðaðarvélum. 

Nánari upplýsingar veitir:
Oscar Clausen löggiltur fasteignasali / s.861 8466 / [email protected]
Skrifstofa / s.527-1717 / [email protected]


Nánar um Þorpið:
Íbúðir Þorpsins vistfélags eru á sjávarlóð í nýju hverfi í Gufunesi. Frá lóðinni er glæsileg sjávarsýn og útsýni yfir Geldinganes og Viðey.  Í hverfinu og meðfram lóðinni verða göngu- og hjólastígar meðfram ströndinni sem tengjast grónum íbúðasvæðum í Grafarvogi.
 
Verkefnið er afurð úr samkeppni Reykjavíkurborgar um hagkvæmar íbúðir fyrir ungt fólk og  fyrstu kaupendur sem ganga fyrir öðrum kaupendum.  
 
Íbúðirnar eru af fjórum stærðum og mikil áhersla lögð á góða hönnun þannig að hver fermetri nýtist. Sérstakir geymsluskápar eru í hverri íbúð. Íbúðirnar eru staðlaðar, allar eins í grunninn, úr steyptum einingum frá Steypustöðinni. Byggðin hefur létt yfirbragð og er með fjölbreyttu lita- og efnisvali. Um er að ræða 5 íbúðarhús; 3ja hæða í suðurhluta og 4ra hæða í vestur- og miðhluta og 5 hæða í austurhluta lóðarinnar þar sem fyrsta byggingin er nú að rísa. Staðsetning húsa innan hverfisins er ákvörðuð eftir veðurfræðilegri ráðgjöf til að mynda skjól um sólríka garða og torg. Hverri íbúð fylgir góð sameign (vinnuaðstaða/veislusalur, pósthús og þvottahús)   Verkið er unnið af einu traustasta verktakafyrirtæki landsins, Eykt hf., og eru hannaðar af Yrki.
 
Við innganginn er sólríkt miðlægt torg fyrir framan sameigileg rými þar sem er veislusalur/kaffihús/vinnurými, sameiginlegt þvottahús og pósthús/búr fyrir aðsendan póst og vörur. Við torgið er leiksvæði fyrir yngri börn, einnig hjóla- og vagnageymsla.  
                       
Deiliskipulag fyrir Gufunes, nýjasta hverfi Reykjavíkur, byggir á verðlaunatillögu hollensku arkitektastofunnar jvantspijker + Felixx sem árið 2016 hreppti fyrstu verðlaun í hugmyndasamkeppni um Gufunessvæðið. Í vinningstillögunni segir að Gufunes eigi að verða eins konar ventill fyrir ungt fólk sem kýs grósku og borgarbrag í stað úthverfa. Tillagan nýtir óhefluð umhverfisgæði og staðaranda sem grunn að samfélagi þar sem tækifæri, hagkvæmni og upplifun verða í forgrunni. Leiðarljós og markmið uppbyggingar nýs hverfis í Gufunesi eru:

·         Þjóna starfsemi sem hentar illa innan borgarmarkanna eða í  miðbæ Reykjavíkur .
·         Losa um pressu sem m.a. ferðamannaiðnaðurinn setur á miðborgina og önnur nærliggjandi svæði.
·         Skapa jákvæðar forsendur fyrir skapandi iðnað, frumkvöðlastarfsemi, menningu og atburði á sviðum tónlistar, kvikmynda, lista, hönnunar og tísku, ásamt sprotafyrirtækjum og öðrum smágerðum og hreinlegum atvinnurekstri.
·         Þjóna ævintýralegum frumbyggjum og ungum fjölskyldum sem kunna að meta óhefluð séreinkenni svæðisisins og kjósa að búa í suðupotti borgarbragsins.

Í Gufunesi verður blönduð byggð fyrir íbúðir, smærri atvinnurekstur, skapandi iðnað, menningu, menntun, sýningar- og atburði, ferðamannaiðnað og sjálfbærar samgöngur. Gufunesið verður þannig einstakt hverfi í borginni þar sem iðnaðarmannvirki, manngert landslag, afþreying- og útivist og stórfengleg fjallasýn við sjávarsíðu mynda órjúfanlega heild.

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002, og ábyrgist að þær séu réttar. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Það sama á við um staðhæfingar seljanda eignar um viðhald og einstaka framkvæmdir.

Um ástand einstakra eignarhluta:
Efst í söluyfirlitli þessu er að finna dálka um ástand einstakra hluta eignarinnar. Eftirfarandi lykil er til skýringar á þeirri skráningu:

  Nýtt - Eignin er nýbygging.
  Upprunalegt - Seljandi veit ekki til þess að byggingarhluti hafi verið endurnýjaður.
  Endurnýjað - Byggingarhlutinn hefur verið endurnýjaður í heild sinni á einhverjum tímapunkti.
  Endurnýjað að hluta - Hluti byggingarhlutans hefur verið endurnýjaður á einhverjum tímapunkti.
  Ekki vitað - Seljandi þekkir ekki til ástands og ekki er hægt að leggja mat á það með sjónskoðun.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.
 

Ljósmyndir

Auglýsing
Auglýsing

Verðmat FastansVerðmat Fastans

Söguleg þróun á verðmati eignarinnar frá 2006

Þinglýstir kaupsamningarÞinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

Pnr.HeimilisfangKaupverðStærðFermetraverðTegundFastan.Dags.Noth.
36.494.000 kr.64.30 567.558 kr./m²250979516.04.2021

36.494.000 kr.64.30 567.558 kr./m²250980516.04.2021

36.494.000 kr.64.30 567.558 kr./m²250978616.04.2021

36.494.000 kr.64.30 567.558 kr./m²250977716.04.2021

36.494.000 kr.64.30 567.558 kr./m²250980416.04.2021

36.494.000 kr.64.30 567.558 kr./m²250981316.04.2021

36.494.000 kr.64.80 563.179 kr./m²250981516.04.2021

36.494.000 kr.64.30 567.558 kr./m²250977816.04.2021

36.494.000 kr.64.30 567.558 kr./m²250978716.04.2021

36.494.000 kr.64.30 567.558 kr./m²250981416.04.2021

36.494.000 kr.64.80 563.179 kr./m²250980616.04.2021

36.494.000 kr.64.80 563.179 kr./m²250978816.04.2021

36.494.000 kr.64.30 567.558 kr./m²250979605.05.2021

36.494.000 kr.64.80 563.179 kr./m²250979719.05.2021

Fastinn geymir kaupsamninga aftur til 2007

Sótt frá Þjóðskrá

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingarEigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

FasteignaskráFasteignaskrá

Eignir í sömu byggingu og upplýsingar þeirra

Ekki tókst að sækja eignir.

Samskiptasaga byggingar

Atriði af fundum Byggingarfulltrúa Reykjavíkur er varðar eignina

  1. Umsókn / FyrirspurnSamþykkt

    Byggingarfulltrúi | Reykjavík

    Sótt er um leyfi til að breyta matshlutanúmerum í erindi BN057456 þannig að mhl. 01 verður mhl. 01 og 02, mhl. 02 verður mhl. 03 og mhl. 03 verður mhl. 04 á lóð nr. 11 við Jöfursbás.

    Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010. Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verði þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt. Afgreiðist með sömu stimplum og stofnerindi. 11

  2. Íbúðarhús - mhl.01, mh.02, mhl.03, mhl.04Samþykkt

    Byggingarfulltrúi | Reykjavík

    Sótt er um leyfi til að byggja fimm steinsteypt íbúðarhús í þremur matshlutum, í mhl.01 eru 45 íbúðir, í mhl.02 eru 41 íbúð og sameiginleg aðstaða og í mhl.03 eru 51 íbúð, hjóla- og vagnageymsla er mhl.04 á lóð nr. 11 við Jöfursbás. Erindi fylgir greinagerð Eflu um brunahönnun dags. 17. mars 2020 og teikning B1000, útfærsla á algildri hönnun eftir íbúðum, dags. 17. mars 2020. Einnig fylgir bréf frá Þorpinu-vistfélag ehf dags. 20. apríl 2020 og bréf SBB með afriti af lóðaleigusamningi og kvaðayfirlýsingu dags. 21. apríl 2020. Stærðir: Mhl.01: A-rými 2.717,6 ferm., B-rými 623,5 ferm, 7.671,0 rúmm. Mhl.02: A-rými 2.367,6 ferm., B-rými 569,0 ferm, 6.593,7 rúmm. Mhl.03: A-rými 3.037,3 ferm., B-rými 544,2 ferm, 8.659,1 rúmm. Mhl.04: A-rými 86,6 ferm., B-rými 0,0 ferm, 253,3 rúmm. Samtals stærðir á lóð: A-rými 8.209,1 ferm., B-rými 1.736,7 ferm, 23.177,1 rúmm.

  3. Íbúðarhús - mhl.01, mh.02, mhl.03, mhl.04Frestað

    Byggingarfulltrúi | Reykjavík

    Sótt er um leyfi til að byggja fimm steinsteypt íbúðarhús í þremur matshlutum, í mhl.01 eru 45 íbúðir, í mhl.02 eru 41 íbúð og sameiginleg aðstaða og í mhl.03 eru 51 íbúð, hjóla- og vagnageymsla er mhl.04 á lóð nr. 11 við Jöfursbás. Erindi fylgir greinagerð Eflu um brunahönnun dags. 17. mars 2020 og teikning B1000, útfærsla á algildri hönnun eftir íbúðum, dags. 17. mars 2020. Stærðir: Mhl.01: A-rými 2.717,6 ferm., B-rými 623,5 ferm, 7.671,0 rúmm. Mhl.02: A-rými 2.367,6 ferm., B-rými 569,0 ferm, 6.593,7 rúmm. Mhl.03: A-rými 3.037,3 ferm., B-rými 544,2 ferm, 8.659,1 rúmm. Mhl.04: A-rými 86,6 ferm., B-rými 0,0 ferm, 253,3 rúmm. Samtals stærðir á lóð: A-rými 8.209,1 ferm., B-rými 1.736,7 ferm, 23.177,1 rúmm.

  4. Íbúðarhús - mhl.01, mh.02, mhl.03, mhl.04Frestað

    Byggingarfulltrúi | Reykjavík

    Sótt er um leyfi til að byggja fimm steinsteypt íbúðarhús í þremur matshlutum, í mhl.01 eru 45 íbúðir, í mhl.02 eru 41 íbúð og sameiginleg aðstaða og í mhl.03 eru 51 íbúð á lóð nr. 11 við Jöfursbás. Erindi fylgir greinagerð Eflu um brunahönnun dags. 17. mars 2020. Stærðir: Mhl.01: A-rými 2.717,6 ferm., B-rými 623,5 ferm, 7.669,2 rúmm. Mhl.02: A-rými 2.367,6 ferm., B-rými 569,0 ferm, 6.593,7 rúmm. Mhl.03: A-rými 3.037,3 ferm., B-rými 544,2 ferm, 8.655,5 rúmm. Mhl.04: A-rými 86,6 ferm., B-rými 0,0 ferm, 253,3 rúmm. Samtals stærðir á lóð: A-rými 8.209,1 ferm., B-rými 1.736,7 ferm, xxxxxx rúmm.


Byggir aðeins á útgefnum fundum Byggingarfulltrúa Reykjavíkur á milli 1997 - 2024 ( júlí ).

PóstlistiÁbendingarHafa samband