19.05.2023 1128465

Söluskrá FastansFáfnisnes 7

102 Reykjavík

hero

31 myndir

94.900.000

892.756 kr. / m²

19.05.2023 - 28 dag á Fastanum - Fjarlægt þann 16.06.2023

4

Svefnherbergi

2

Baðherbergi

106.3

Fermetrar

Fasteignasala

LIND Fasteignasala

[email protected]
6478052
Bílskúr
Svalir
Geymsla

Staðsetning

Auglýsing

Tenglar

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

Lind Fasteignasala og Diðrik Stefánsson löggiltur fasteignasali kynna Fáfnisnes 7: Um er að ræða vel staðsett 4-5 herbergja sérbýli á rólegum og vinsælum stað í Skerjafirðinum. Eignin er skráð samkvæmt FMR 106.3 fm.
Mjög stutt er í útivistarsvæði, gönguleiðir og er skólabíll sem gengur úr hverfinu.

Eignin skiptist í:
Forstofu/hol, stofu, borðstofu, eldhús, þrjú svefnherbergi (búið að breyta bílskúr í herbergi), heimaskrifstofu sem hægt er að nýta sem fjórða svefnherbergið, baðherbergi og litla geymslu undir stiga.
Góðar suð-austur svalir og sér garður með eign.

Nánari lýsing á eign:
Neðri hæð:

Forstofa/hol: Parket á gólfi. Lítil geymsla er undir stiga þar sem er aðstaða fyrir þvottavél og þurrkara.
Hjónasvíta: Er 18,8 fm. Góður fataskápur og innangengt í baðherbergi sem er flísalagt í hólf og gólf. Á baðherberginu er flísalagður sturtuklefi, hvít innrétting með speglaskáp og upphengt salerni. Tengi fyrir þvottavél og þurrkara. Þetta rými var upprunalega bílskúr.
Svefnherbergi I: Parket á gólfi og góður fataskápur.
Svefnherbergi II: Parket á gólfi
Baðherbergi: Hvít innrétting. Flísalagt í hólf og gólf. Baðkar með sturtu.

Efri hæð:
Steyptur stigi er uppá efri hæð, aukin lofthæð er á efri hæð. Stofa, borðstofa og eldhús er eitt opið rými, snyrtileg innrétting með efri og neðri skápum. Búið er að útbúa sjónvarpshol/heimaskrifstofu sem hægt er að breyta í fjórða svefnherbergið eða opna rýmið aftur. Útgengt er af efri hæð á suð-austur svalir.

Eldhús:
Er í alrými með stofu. Hvít innrétting með lausri eyju. Parket á gólfi.
Stofa: Opin og björt með stórum gluggum. Parket á gólfi.
Sjónvarpshol: Parket á gólfi og útgengt út á suð-austur svalir. Stigi af svölum er niður í garð.

Viðhald
1. 2019 - Gluggar endurnýjaðir að hluta og nýtt gler sett í svalahurð.
2. 2019 - Þak og svalir málað.
3. 2020 - Nýtt parket lagt á eignina.
4. 2020 - Bílskúr breytt í hjónasvítu og baðherbergi útbúið. Nýtt gler sett í tvo glugga.
5. 2020 - Eldhús fært. Vatnslagnir endurnýjaðar. Sett ný AEG eldavél og vifta.
6. 2020 - Raflagnir endurnýjaðar ásamt töflu og gengið frá nýjum rafmagnsteikningum.

Nánari upplýsingar veitir Diðrik Stefánsson löggiltur fasteignasali, í síma 6478052, tölvupóstur [email protected].

Allir kaupendur okkar fá Vildarkort Lindar. Með því að framvísa kortinu færð þú 30% afslátt hjá 9 samstarfsaðilum: Húsgagnahöllin, S. Helgason, Flugger litir, Húsasmiðjan,
Z brautir og gluggatjöld, Vídd, Parki, Betra bak og Dorma. 

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Lind fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali metur eignina með sjónskoðun.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

-----------------------------------------------------------------------

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila 
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.
 

Ljósmyndir

Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing

Verðmat FastansVerðmat Fastans

Söguleg þróun á verðmati eignarinnar frá 2006

Þinglýstir kaupsamningarÞinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

loading

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingarEigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

FasteignaskráFasteignaskrá

Eignir í sömu byggingu og upplýsingar þeirra

010202

Íbúð á 2. hæð
189

Fasteignamat 2025

124.150.000 kr.

Fasteignamat 2024

115.750.000 kr.

010201

Íbúð á 2. hæð
106

Fasteignamat 2025

88.950.000 kr.

Fasteignamat 2024

83.150.000 kr.

Samskiptasaga byggingar

Atriði af fundum Byggingarfulltrúa Reykjavíkur er varðar eignina

PóstlistiÁbendingarHafa samband