14.05.2023 1126968

Söluskrá FastansHafravellir 5

221 Hafnarfjörður

hero

40 myndir

149.900.000

785.228 kr. / m²

14.05.2023 - 5 dag á Fastanum - Fjarlægt þann 19.05.2023

3

Svefnherbergi

2

Baðherbergi

190.9

Fermetrar

Fasteignasala

Stakfell

[email protected]
535-1000
Bílskúr

Staðsetning

Auglýsing

Tenglar

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu


STAKFELL 535-1000 KYNNIR Í EINKASÖLU: Bjart og vel skipulagt, 190,9 fm einbýlishús á Völlunum í Hafnarfirði. Eignin skiptist í anddyri, opið alrými með stofu, borðstofu og eldhúsi, tvö baðherbergi, þrjú svefnherbergi með fataskápum og þar af eitt með baðherbergi inn af, 32,8 fm bílskúr og þvottahús. Aukin lofthæð og gólfsíðir gluggar í alrými. Húsið er timburhús með múrsteins klæðningu og stendur á fallegri lóð með stórum garði og palli sem gengið er út á frá alrými. Stæði fyrir framan hús. Góð staðsetning þar sem stutt er í verslanir og skóla. Húsið getur verið laust fljótlega.

Nánari upplýsingar veitir Matthildur Sunna Dan Þorláksdóttir lögfræðingur og löggiltur fasteignasali í síma 690 4966 eða [email protected]

Það sem hefur verið gert að sögn seljanda er eftirfarandi:
Eldhús og bæði baðherbergi endurnýjuð.

Nánari lýsing:
Gengið er inn í rúmgott, flísalagt anddyri með fataskáp. Innangengt er í bílskúr frá anddyri. Eldhús er hluti af alrými með stofu og borðstofu. Núvernadi eigendur breyttu innréttingu í eldhúsi, innréttingin er frá Kvikk en frontum var skipt út. Þeir eru úr Bog eik* og eru sérsmíðaðir í Belgíu. Innréttingin er rúmgóð upp í loft, með viðarlitaðri borðplötu og Quartz, innbyggðri uppþvottavél, háf, helluborði og bakaraofn, innbyggðum örbylgjuofni og innbyggðri kaffivél í vinnuhæð. Stór, innbyggður vínkælir er einnig í innréttingu.
Stofa/borðstofa er björt og rúmgóð, með útgengt á pall. Þrjú rúmgóð svefnherbergi, þar af eitt en-suite. Baðherbergin hafa bæði verið endurnýjuð. Baðherbergið inn af herbergi er flísalagt í hólf og gólf, með sturtu og vegghengdu klósetti. Stóra baðherbergið er með sambærilegri innréttingu og er í eldhúsi og gráu Quartz á borði.  Frístandandi baðkar með innbyggðum blöndunartækjum og vegghengt klósett. Flísar eru á gólfi. Þvottahús er með hvítri innréttingu og flísum á gólfi. Eik er á gólfum hússins, nema í anddyri, eldhúsi og votrýmum.
Bílskúr er með geymslu inn af og rafmagnshurð.

*Upplýsingar frá seljanda: Bog eik sem er í eldhúsi og baðherbergi hefur vaxið í feni í meira en 5000 ár þar sem súrefni komst ekki að, og fær hún náttúrulegan lit frá steinefnum í jarðveginum.


Stakfell fasteignasala bendir fasteignakaupendum á ríka skoðunarskyldu kaupenda sem kveðið er á í lögum um fasteignakaup nr.40/2002. Skorað er á kaupendur að kynna sér vandlega ástand fasteigna og nýta til þess aðstoð sérfræðinga.  Sömuleiðis er bent á upplýsingaskyldu seljanda samanber 26.gr. Laga nr.40/2002 um fasteignakaup og 25.gr. laga nr.26/1994 um fjöleignarhús. Seljanda er bent á að kynna sér tilvitnaðar lagagreinar.
eignarhús. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. 

Forsendur söluyfirlits: 
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila. Þinglýsingargjald hvers skjals er kr. 2.700,- .Lántökugjald lánastofnunar skv. gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati, þegar það er lagt á. 

 

Ljósmyndir

Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing

Verðmat FastansVerðmat Fastans

Söguleg þróun á verðmati eignarinnar frá 2006

Þinglýstir kaupsamningarÞinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

Pnr.HeimilisfangKaupverðStærðFermetraverðTegundFastan.Dags.Noth.
66.500.000 kr.190.90 348.350 kr./m²229590521.12.2016

Fastinn geymir kaupsamninga aftur til 2007

Sótt frá Þjóðskrá

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

VerðsagaVerðsaga

Byggt á þinglýstum kaupsamningum

Byggir á kaupsamningum sem deila heimilsfangi og stærð

Sótt frá Þjóðskrá

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

AuglýsingasagaAuglýsingasaga

Endurskráningar sömu eignar á mismunandi verð- og tímabilum

Fjöldi skráningaÁsett verðFermetraverðTímabil.
3 skráningar
134.900.000 kr.706.653 kr./m²31.05.2023 - 01.09.2023
20 skráningar
149.900.000 kr.785.228 kr./m²29.03.2023 - 30.03.2023
1 skráningar
66.500.000 kr.348.350 kr./m²21.09.2016 - 14.10.2016

Eignin hefur verið auglýst / endurskráð 24 sinnum síðan 2014.

Eigindi auglýsingarEigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

FasteignaskráFasteignaskrá

Eignir í sömu byggingu og upplýsingar þeirra

010101

Einbýli á 1. hæð
190

Fasteignamat 2025

114.550.000 kr.

Fasteignamat 2024

117.100.000 kr.

Samskiptasaga byggingar

Atriði af fundum Byggingarfulltrúa Reykjavíkur er varðar eignina

Engin samskiptasaga fannst á þessari eign.


    Byggir aðeins á útgefnum fundum Byggingarfulltrúa Reykjavíkur á milli 1997 - 2024 ( júlí ).

    PóstlistiÁbendingarHafa samband