11.05.2023 1126130

Söluskrá FastansBergstaðastræti 33

101 Reykjavík

hero

15 myndir

30.900.000

1.103.571 kr. / m²

11.05.2023 - 8 dag á Fastanum - Fjarlægt þann 19.05.2023

1

Svefnherbergi

1

Baðherbergi

28

Fermetrar

Fasteignasala

Heimili Fasteignasala

[email protected]
530-6500
Geymsla

Staðsetning

Auglýsing

Tenglar

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

*** OPIÐ HÚS MÁNUDAGINN 15.05.NK KL. 17:15 - 17:45. SKRÁNING HÉR ***

Heimili fasteignasala, s: 530-6500 kynnir til sölu fallega og vel skipulagða tveggja herbergja íbúð að Bergstaðastræti 33 í 101 Reykjavík. Eignin samanstendur af sameiginlegri forstofu, eldhúsi, stofu, svefnherbergi og baðherbergi. Gott skipulag og frábært staðsetning í Þingholtum Reykjavíkur! 

*** Nánari upplýsingar veitir Brynjólfur Snorrason, lgfs., [email protected]. ***


Nánari lýsing:
Sameign: ágæt forstofa þar sem er fataskápur/geymsla sem er sameiginleg með íbúð á hæð. 
Eldhús: nýleg innrétting, gott skápapláss, tengi fyrir uppþvottavél/þvottavél. Á gólfi er parket. 
Stofa: er með fallegum gluggum sem vísa út á Bergstaðarstrætið, á gólfi er parket.
Baðherbergi: handlaug, nýlegur sturtuklefi og speglaskápur. 
Svefnherbergi: ágætlega rúmgott, parket á gólfi og gluggi með opnanlegu fagi.
Skv. teikningum er stofa eignar þar sem nú er svefnherbergið og mögulegt að opna frá eldhúsi og gera eitt gott alrými.

Skv. upplýsingum frá seljanda voru gluggar endurnýjaðir árið 2016, ný bárujárnsklæðning sett á húsið, og krossviður þar sem þörf var á, auk þess sem þak var endurnýjað að hluta árið 2016. Sama ár var loftræstikerfi á baði lagfært. Árið 2017 voru tröppur steypuviðgerðar og handrið endurnýjað og rennur árið 2018. Árið 2019 var sturtuklefi endurnýjaður og rafmagnstafla fyrir húsið árið 2020 þar sem sett var þriggja fasa rafmagn, rafmagnsinntak í íbúð endurnýjað og steypti hluti húseignar málaður. 

Falleg íbúð í miðbæ Reykjavíkur þar sem stutt er í alla þjónustu og iðandi mannlíf miðbæjarins. 

Nánari upplýsingar veitir Brynjólfur Snorrason, lgfs., [email protected].


Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Heimili fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1.Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar í samræmi við gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýslugjald kaupanda er kr. 79.900. 
5. Þegar um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af endanlegu brunabótamáti, þegar það er lagt á af viðkomandi sveitarfélagi.
 
Heimili fasteignasala – á traustum grunni í 20 ár.
Grensásvegi 3, 108 Reykjavík - Opið frá kl. 9-17 mánudaga til fimmtudaga og 9-16 á föstudögum.
Upplýsingar um starfsfólk má finna á heimasíðu Heimili og á Facebook.

Ljósmyndir

Auglýsing

Verðmat FastansVerðmat Fastans

Söguleg þróun á verðmati eignarinnar frá 2006

Ath. að Verðmat Fastans er enn í þróun og byggir í dag á mjög grunnum upplýsingum.

Þinglýstir kaupsamningarÞinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

Pnr.HeimilisfangKaupverðStærðFermetraverðTegundFastan.Dags.Noth.
9.400.000 kr.28.00 335.714 kr./m²200704302.05.2007

10.000.000 kr.28.00 357.143 kr./m²226493321.08.2007

12.500.000 kr.28.00 446.429 kr./m²200704315.12.2014

24.000.000 kr.28.00 857.143 kr./m²226493301.03.2021

33.000.000 kr.28.00 1.178.571 kr./m²226493327.06.2023

Fastinn geymir kaupsamninga aftur til 2007

Sótt frá Þjóðskrá

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingarEigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

FasteignaskráFasteignaskrá

Eignir í sömu byggingu og upplýsingar þeirra

010001

Íbúð á jarðhæð
65

Fasteignamat 2025

52.150.000 kr.

Fasteignamat 2024

52.900.000 kr.

010102

Íbúð á 1. hæð
28

Fasteignamat 2025

32.950.000 kr.

Fasteignamat 2024

33.450.000 kr.

010101

Íbúð á 1. hæð
28

Fasteignamat 2025

32.900.000 kr.

Fasteignamat 2024

33.250.000 kr.

010201

Íbúð á 2. hæð
50

Fasteignamat 2025

48.750.000 kr.

Fasteignamat 2024

49.550.000 kr.

Samskiptasaga byggingar

Atriði af fundum Byggingarfulltrúa Reykjavíkur er varðar eignina

  1. Breytt í tvær íbúðir (fyrra horf)Frestað

    Byggingarfulltrúi | Reykjavík

    Sótt er um leyfi til að breyta í fyrra horf, koma fyrir tveim íbúðum, einni á hæð, fá samþykktan þegar byggðan skúr á einni hæð með tveim geymslum og þvottahúsi við suð-austur gafl, byggja utan á liggjandi stiga, breyta glugga- og hurðasetningu og breyta innréttingum í íbúðum í húsi á lóð nr. 33A við Bergstaðastræti.

  2. Áður gerð íb. í kj.Samþykkt

    Byggingarfulltrúi | Reykjavík

    Sótt er um samþykki fyrir áður gerðri íbúð í kjallara og fyrir teikningu af núverandi innra skipulagi hinna þriggja íbúða nyrðra íbúðarhússins á lóð nr. 33 við Bergstaðastræti. Bréf hönnuðar dags. 14. janúar 2003, virðingagjörð dags.1. mars 1942 og íbúðarskoðun byggingarfulltrúa dags. 24. september 2002 og 25. febrúar 2003 fylgja erindinu.

  3. Áður gerð íb. í kj.Frestað

    Byggingarfulltrúi | Reykjavík

    Sótt er um samþykki fyrir áður gerðri íbúð í kjallara og fyrir teikningu af núverandi innra skipulagi hinna þriggja íbúða nyrðra íbúðarhússins á lóð nr. 33 við Bergstaðastræti. Bréf hönnuðar dags. 14. janúar 2003, virðingagjörð dags.1. mars 1942 og íbúðarskoðun byggingarfulltrúa dags. 24. september 2002 og 25. febrúar 2003 fylgja erindinu.

  4. Áður gerð íb. í kj.Frestað

    Byggingarfulltrúi | Reykjavík

    Sótt er um samþykki fyrir áður gerðri íbúð í kjallara og fyrir teikningu af núverandi innra skipulagi hinna þriggja íbúða nyrðra íbúðarhússins á lóð nr. 33 við Bergstaðastræti. Bréf hönnuðar dags. 14. janúar 2003, virðingagjörð dags.1. mars 1942 og íbúðarskoðun byggingarfulltrúa dags. 24. september 2002 fylgja erindinu.

  5. Áður gerð íb. í kj.Frestað

    Byggingarfulltrúi | Reykjavík

    Sótt er um samþykki fyrir áður gerðri íbúð í kjallara og fyrir teikningu af núverandi innra skipulagi hinna þriggja íbúða nyrðra íbúðarhússins á lóð nr. 33 við Bergstaðastræti. Bréf hönnuðar dags. 14. janúar 2003 og íbúðarskoðun byggingarfulltrúa dags. 24. september 2002 fylgja erindinu.

  6. (fsp) kjallaraíbúðFrestað

    Byggingarfulltrúi | Reykjavík

    Spurt er hvort samþykki fengist fyrir íbúð í kjallara hússins nr. 33 við Bergstaðastræti. Skoðunarskýrsla byggingarfulltrúa dags. 24. september 2002 fylgir erindinu.

    Vísað til athugasemda á umsóknarblaði


Byggir aðeins á útgefnum fundum Byggingarfulltrúa Reykjavíkur á milli 1997 - 2024 ( júlí ).

PóstlistiÁbendingarHafa samband