Söluauglýsing: 1126090

Eyravegur 34B - íb. 409

800 Selfoss

Verð

49.900.000

Stærð

66.1

Fermetraverð

754.917 kr. / m²

Tegund

Fjölbýli

Fasteignamat

32.950.000

Fasteignasala

Stakfell

Símanúmer

hero

Þessi auglýsing hefur verið fjarlægð, hún var inni í 7 daga.

Staðsetning

Auglýsing

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

NÝBYGGING - ENDAÍBÚÐ - ENGIN ÍBÚÐ FYRIR OFAN

STAKFELL 535-1000 KYNNIR Í EINKASÖLU: Falleg 3ja herbergja, 66,1 fm íbúð á fjórðu hæð í lyftuhúsi, með sér inngangi af svölum. Íbúðin skiptist í anddyri, eldhús, stofu, tvö svefnherbergi og baðherbergi. Aðstaða fyrir þvottavél og þurrkara á baði. Rúmgóðar svalir til suðausturs. Íbúðin afhendist við kaupsamning.

Nánari lýsing: Eignin er endaíbúð á fjórðu hæð í lyftuhúsi og er fullbúin, 3ja herbergja og 66,1 fm. Inngangur af svölum og svalir til suðausturs. Komið er inn í anddyri með góðu skápaplássi. Þaðan er gengið inn á gang sem tengir rými íbúðar, bjarta stofu með aðgengi á rúmgóðar svalir til suðausturs og borðstofu.
Tvö rúmgóð svefnherbergi með hvítum fataskápum.
Eldhús er með hvítri innréttingu og dökkgrárri borðplötu. Öll tæki eru frá Ormsson, bakaraofn í vinnuhæð og innbyggð uppþvottavél.
Baðherbergi er hvitri innréttingu og flísalagt að hluta til í hólf og gólf með gráum flísum. Sturta með skilrúmi úr gleri. Salerni er vegghengt og innfelld handlaug í borði. Þvottaaðstaða er á baðherbergi.
Parket er á allri íbúð fyrir utan baðherbergi, þar eru flísar.
Íbúðin er tilbúin til afhendingar við kaupsamning.
Góð staðsetning þar sem stutt er í alla þjónustu, verslanir og skóla. Hafið samband til að bóka skoðun.

Nánari upplýsingar veita starfsmenn Stakfell fasteignasölu í síma 535-1000 eða [email protected]


** Áætlað fasteignamat mv byggingastig 7 er 40.550.000.-

*Eigandi er starfsmaður á fasteignasölunni Stakfell

Eignin skilast fullbúin skv. skilalýsingu byggingaraðila:
Íbúðin skilast fullbúin með gólfefnum, vínilparket á stofu, eldhúsi og herbergjum og flísar á baðherbergi. 
Innréttingar í eldhúsi frá HTH.
Tæki í eldhúsi, helluborð, ofn, háfur og uppþvottavél frá Ormsson. 
Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf. Innrétting innfelldum vaski.
Húsið er byggt úr forsteyptum einingum. Klætt að hluta með litaðri álklæðningu við svalir á völdum stöðum. 
Þak er með báru-aluzink klæðningu. 
Gluggar eru ál/trégluggar. 
Veggir að innan eru sparslaðir, grunnaðir og málaðir í ljósum lit. 
Fyrir nánari lýsingu, sjá skilalýsingu.

Kaupandi greiðir skipulagsgjald af eigninni sem nemur 0,3% af brunabótamati og leggst á eftir að endanlegt brunabótamat hefur fengist á eignina. 

Kostnaður kaupanda af kaupum:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi er fyrir einstaklinga 0,8% af heildarfasteignamati eignar. Sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4% af heildarfasteignamati.
2. Stimpilgjald af kaupsamningi fyrir lögaðila er 1,6% af heildarfasteignamati eignar.
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, afsali, veðskuldabréfi, veðleyfi og mögulega fleiri skjölum. - kr. 2.700 af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - samanber gjaldskrá viðkomandi lánastofnunar.
5. Umsýslugjald til fasteignasölu samkvæmt kaupendasamningi.


Stakfell fasteignasala bendir fasteignakaupendum á ríka skoðunarskyldu kaupenda sem kveðið er á í lögum um fasteignakaup nr.40/2002. Skorað er á kaupendur að kynna sér vandlega ástand fasteigna og nýta til þess aðstoð sérfræðinga.  Sömuleiðis er bent á upplýsingaskyldu seljanda samanber 26.gr. Laga nr.40/2002 um fasteignakaup og 25.gr. laga nr.26/1994 um fjöleignarhús. Seljanda er bent á að kynna sér tilvitnaðar lagagreinar.
eignarhús. aga nr.26/1994 um fjöleignarhús. 





 


 

Ljósmyndir

Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing

Þinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

loading

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

PóstlistiÁbendingarHafa samband