16.03.2023 1108933

Söluskrá FastansArnarhraun 15

220 Hafnarfjörður

hero

37 myndir

98.900.000

589.744 kr. / m²

16.03.2023 - 43 dag á Fastanum - Fjarlægt þann 28.04.2023

4

Svefnherbergi

2

Baðherbergi

167.7

Fermetrar

Ekki tókst að greina fasteignasölu.

Aukaíbúð
Sólpallur
Svalir
Geymsla

Staðsetning

Auglýsing

Tenglar

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

Arnarhraun 15, 220 Hafnarfjörður er björt og mikið endurnýjuð 4ra herbergja íbúð á efri hæð í góðu tvíbýlishúsi sem byggt var árið 1962. Eigninni fylgir 2ja herbergja aukaíbúð sem einnig er mikið endurnýjuð og er að hluta til niðurgrafin. Um að ræða 111,3 fermetra efri sérhæð sem skiptist í forstofu, eldhús, rúmgóða stofu/borðstofu, baðherbergi, þrjú svefnherbergi og þvottahús. Úr stofunni er gengið út á svalir sem snúa til suðurs. Aukaíbúðin er 56,4 fermetra sem skiptist í anddyri, eldhús, stofu, baðherbergi og svefnherbergi.

Eignin er skráð skv. Þjóðskrá Íslands alls 167,7 fm, þar af er aukaíbúð 56,4 fm 

Nánari lýsing
Forstofa: Gengið er inn í rúmgóða og bjarta forstofu með fataskáp og 60/60 flísum á gólfi.
Eldhús: Rúmgott og fallegt, granítborðplata, hvít háglans innrétting, spanhellur með háf sem blæs út og ofn í vinnuhæð. Mikið og gott skápapláss. Tangi með pláss fyrir tvo. Parket á gólfi.
Stofa / borðstofa: Rúmgóð og björt með stórum gluggum á tvo vegu. Innfelld halogen lýsing og útgengi á suðursvalir. Veggskápar undir sjónvarpi og glerskápar. Parket á gólfi.
Miðrými: Rúmgott miðrými tengir saman íbúðina með óslitnu ljósu parketi og innfelldri halogen lýsingu.
Svefnherbergi I: Rúmgott með góðum fataskáp og parket á gólfi. 
Svefnherbergi II: Rúmgott með fataskáp og parket á gólfi.
Svefnherbergi III: Rúmgott með fataskáp og parket á gólfi.
Baðherbergi: Smekklegt með ljósum 60/60 flísum á gólfi og í kringum sturtu. Stór sturta með innbyggðum blöndunartækjum, upphengt salerni og hvít háglans innrétting með granítborðplötu. Stór speglaskápur fyrir ofan vask. 
Þvottahús: Rúmgott með hvítum innréttingum og skápum sem hækkar vinnuhæð þvottavéla/þurrkara. Þrifagrind í skáp og óhreinataus skúffur. Flísar á gólfi.
Svalir: Snyrtilegar svalir sem snúa til suðurs.
Lóðin: Snyrtileg og vel hirt lóð með sólpalli og bakgarði sem er sameiginlegur með húsinu.
Geymsla: Ca. 12 fm geymsla sem er sameiginleg með miðhæð.

Eftirfarandi endurbætur á húsinu hafa verið gerðar síðustu ár - raflagnir, ofnar, ofnalagnir, gólfefni og lýsing ásamt því að hún var máluð að innan 2019.

Nánari lýsing - aukaíbúð
Forstofa: 
Gengið er inn um sérinngang í rúmgóða forstofu með fataskáp og flísum á gólfi.
Eldhús: Hvít innrétting og dökkar borðplötur. Parket á gólfi.
Stofa: Samliggjandi með eldhúsi í opnu rými. Parket á gólfi.
Baðherbergi: Með sturtu, upphengdu salerni, rakastýrðri viftu og tengi fyrir þvottavél og þurrkara. Flísar á gólfi og hluta veggja.
Svefnherbergi: Stórt og rúmgott með góðum fataskáp. Parket á gólfi.
Ekki er full lofthæð í íbúðinni.

Frábært tækifæri til að eignast góða eign með aukaíbúð á einstaklega góðum og fjölskylduvænum stað í hjarta Hafnarfjarðar. Göngufæri í miðbæ Hafnarfjarðar og stutt í alla helstu þjónustu og verslanir.

- - -
Allar nánari upplýsingar veita Ásgeir Þór löggiltur fasteignasali á netfangið [email protected] og Oddný María aðstoðarmaður fasteignasala á netfangið [email protected] eða í síma 497-7700
- - -
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum og hvetjum við væntanlega kaupendur til að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.
Kostnaður kaupanda vegna kaupa á þessari eign er stimpilgjald kaupsamnings, 0,4% af fasteignamati fyrir fyrstu kaupendur, 0,8% fyrir aðra einstaklinga og 1,6% fyrir lögaðila. Þinglýsingargjöld eru 2.700 kr. fyrir hvert skjal.
Kynntu þér fasteignaþjónustu Procura og nýja þjónustu okkar við leit að fasteign fyrir þig.
Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Ljósmyndir

Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing

Verðmat FastansVerðmat Fastans

Söguleg þróun á verðmati eignarinnar frá 2006

Þinglýstir kaupsamningarÞinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

Pnr.HeimilisfangKaupverðStærðFermetraverðTegundFastan.Dags.Noth.
49.500.000 kr.167.70 295.170 kr./m²207336306.10.2015

62.000.000 kr.167.70 369.708 kr./m²207336318.08.2017

104.000.000 kr.167.70 620.155 kr./m²207336310.03.2024

Fastinn geymir kaupsamninga aftur til 2007

Sótt frá Þjóðskrá

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingarEigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

FasteignaskráFasteignaskrá

Eignir í sömu byggingu og upplýsingar þeirra

010101

Íbúð á 1. hæð
163

Fasteignamat 2025

90.200.000 kr.

Fasteignamat 2024

89.850.000 kr.

010201

Íbúð á 2. hæð
167

Fasteignamat 2025

96.400.000 kr.

Fasteignamat 2024

96.000.000 kr.

Samskiptasaga byggingar

Atriði af fundum Byggingarfulltrúa Reykjavíkur er varðar eignina

PóstlistiÁbendingarHafa samband