02.03.2023 1103953

Söluskrá FastansVíkurhóp 8

240 Grindavík

hero

34 myndir

77.700.000

485.019 kr. / m²

02.03.2023 - 8 dag á Fastanum - Fjarlægt þann 10.03.2023

3

Svefnherbergi

0

Baðherbergi

160.2

Fermetrar

Fasteignasala

Hraunhamar Fasteignasala

[email protected]
896-6076
Bílskúr
Gólfhiti
Snjóbræðsla
Sólpallur
Geymsla
Hleðslustöð

Staðsetning

Auglýsing

Tenglar

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

Hraunhamar fasteignasala og Ársæll lögg.fasteignasali S:896-6076 kynna í einkasölu nýlegt og glæsilegt 4-5 herbergja 160,2 fm parhús á einni hæð innst í lokuðum botnlanga að Víkurhópi 8 í Grindavík. Samkvæmt birtum fm er íbúðarhlutinn 137,6 fm og innbyggður bílskúr 22,6 fm samtals 160,2 fm. Innangengt er úr íbúð í bílskúr. Bílskúrhurð er með rafopnun. Góð lofthæð er í öllu húsinu.

Stórt ca 100 fm bílastæði fyrir framan húsið er steypt og er snjóbræðsla í ca 70fm af planinu. Búið er að leggja rör fyrir hleðslustöð. Úr stofu er útgengt á 45 fm sólpall með tengingu fyrir heitan pott. Sérgarður er með möl sem er ekki kominn í fulla hæð útfrá sólpalli gafli.

Húsið er einstlaklega viðhaldslétt timburhús úr timbureiningum klætt að utan með lituðu aluzink bárustáli og síberíulerki. Gluggar eru álklæddir timburgluggar með tvöföldu einangrunargleri. Þakið er timburþak með hefðbundnu dökkgráu þakjárni frá Stjörnublikk. Gólfhiti er í húsinu og eru rafstýrðir hitastillar í hverju rými. Forhitari er fyrir gólfhita og neysluvatn.

Mjög góð staðsetning í bænum þ.s grunnskóli, leikskóli, sundlaug og íþróttasvæðið er í þægilegu göngufæri ásamt verslun, veitingastöðum og ýmiskonar þjónustu.


Nánari lýsing:
Forstofa er rúmgóð með flísum á gólfi og skápum.
Herbergi/geymsla með glugga er 6 fm. Harðparket á gólfi. Getur nýst sem herbergi, geymsla og þvottahús.
Stofa er björt og rúmgóð í alrými með góðri lofthæð og harðparketi á gólfi. Gólfsíðir gluggar á suðurhlið gera stofuna mjög bjarta. Rennihurð er út á 45 sólpall með tengingu fyrir heitan pott.
Eldhús er með góðri lofthæð og fallegri ljósri innréttingu og eyju með barborði. Gert er ráð fyrir helluborði og háf á eyju. Núverandi eigandi færði helluborð og háf á veggeiningu. Mögulegt er að færa það til baka.
Hjónaherbergi er mjög rúmgott með harðparketi á gólfi og stórum og góðum skápum.
2xSvefnherbergi eru bæði rúmgóð með harðparketi á gólfi og skápum.
Baðherbergi er rúmgott með flísum á gólfi og veggjum. Ljós innrétting með handlaug, walkin sturta, upph.wc. Þvottavél á upphækkun með skúffum undir er á baðherbergi.
Bílskúr er með epoxy máluðu gólfi og rafopnun. góð lofthæð og möguleiki er á gera milliloft. 

Grindavík er öflugur og fjölskylduvænn bær þ.s sjávarútvegur og fiskvinnsla er í mjög stór þáttur í bæjarlífinu. Bæjarfélagið er mjög vel rekið og hugað er vel að fólki á öllum aldri. Góðir grunn og  leikskólar, öflugt íþróttafélag með góðri aðstöðu fyrir sínar greinar. Allskonar tómstundir, listir er í boði í bæjarfélaginu ásamt falelgum 18 holu golfvelli. Hér er tengill með frekari upplýsingum. https://grindavik.is/


Allar nánari upplýsingar veitir Ársæll Ó. Steinmóðsson löggiltur fasteignasali í síma 896-6076 eða sendið tölvupóst á netfangið [email protected] 

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Hraunhamar fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8%(einstaklingar) 1.6% (lögaðilar) af heildarfasteignamati. 
2. Stimpilgjald af veðskuldabréfi - 0% af höfuðstól skuldabréfs. 
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 0,5 - 1,0% af höfuðstól skuldabréfs. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana. 
5. Umsýslugjald til fasteignasölu kr.68.200.-m.vsk.

Ljósmyndir

Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing

Verðmat FastansVerðmat Fastans

Söguleg þróun á verðmati eignarinnar frá 2006

Þinglýstir kaupsamningarÞinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

Pnr.HeimilisfangKaupverðStærðFermetraverðTegundFastan.Dags.Noth.
56.800.000 kr.160.20 354.557 kr./m²250421121.11.2019

59.138.000 kr.160.20 369.151 kr./m²250421120.06.2024

Fastinn geymir kaupsamninga aftur til 2007

Sótt frá Þjóðskrá

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

VerðsagaVerðsaga

Byggt á þinglýstum kaupsamningum

Byggir á kaupsamningum sem deila heimilsfangi og stærð

Sótt frá Þjóðskrá

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingarEigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

FasteignaskráFasteignaskrá

Eignir í sömu byggingu og upplýsingar þeirra

010101

Parhús á 1. hæð
160

Fasteignamat 2025

77.800.000 kr.

Fasteignamat 2024

78.150.000 kr.

Samskiptasaga byggingar

Atriði af fundum Byggingarfulltrúa Reykjavíkur er varðar eignina

Engin samskiptasaga fannst á þessari eign.


    Byggir aðeins á útgefnum fundum Byggingarfulltrúa Reykjavíkur á milli 1997 - 2024 ( júlí ).

    PóstlistiÁbendingarHafa samband