Söluauglýsing: 1101863

Langeyrarvegur 16

220 Hafnarfjörður

Verð

83.700.000

Stærð

107.7

Fermetraverð

777.159 kr. / m²

Tegund

Einbýli

Fasteignamat

69.400.000

Fasteignasala

Höfn Fasteignasala

Símanúmer

hero

Þessi auglýsing hefur verið fjarlægð, hún var inni í 6 daga.

Staðsetning

Auglýsing

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

Einstaklega fallegt einbýli með stórum garði og glæsilegri viðarverönd. Húsið hefur mikið verði endurnýjað og byggt við það  á undanförnum árum og áratugum. Húsið skiptist í fallega stofu, eldhús, anddyrir og gestasalerni á 1. hæð, tvö svefnherbergi, hol, baðherbergi og þvottahús á jarðhæð og svo hjónaherbergi og fataherbergi ( gæti verið tvö herbergi í risi). Húsið fór í gegnum miklar endurbætur hjá fyrri eigenda í kringum árið 2000. Stór og fallegur garður, hellulagður með hita í stéttum að hluta, stórkostlegri verönd með hlöðnu eldstæði og stóru garðhúsi. Einstaklega falleg eign í þessum gamla stíl og gömlu og grónu hverfi í Hafnarfirði. Útsýni úr stofu út í höfnina og út á sjó.

Nánari lýsing eignarinnar:
Gengið er upp viðarstiga inn á 1. hæðina. 
Anddyri með flísum á gólfi og góðum fataskáp.
Komið inn í miðjuhol í húsinu sem er flísalagt.
Gestasalerni er á hæðinni, flísalagt. Góður gluggi.
Stofan og eldhúsið eru í suðurenda hússins.
Eldhúsið með fallegri innréttingu og góðum tækjum, viðargólf
Stofan er falleg með góðri borðstofu, viðargólf. Fallegir gluggar á þrjá vegu
Allir gluggar á hæðinni hafa verið endurnýjaðir.
Gengið úr holi upp á efri hæð (ris) hússins um góðan stiga.
Ris:
Risið er með mörgum kvistum og góðum gluggum. mikið undir súð og því eru mælist gólfflötur ris ekki mikill. Í risi er í dag stórt hjónaherbergi, stórt fataherbergi sem gæti einnig verið sér herbergi, góðar geymslur undir súð, viðargólf.
Jarðhæð/kjallari:
Gengið er niður stiga úr holi 1. hæðar niður í anddyri jarðhæðar. Hurð er þar út í garð og einnig hægt að nota sem inngang.
Flísar á gólfi, fatahengi.
Hol sem í dag er notað sem lítið skrifstofuhol.
Baðherbergi með eldri flísum, sturtuklefi, innréttingu með vaski og salerni. Góður gluggi.
Svefnherbergi, harðparketi á gólfi.
Minna svefnherbergi inn af þvottahúsi með harðparketi á gólfi.
Þvottahús er í tengirými hússins.
Útgengt út i fallegan garð með stórri viðarverönd. Hlaðið eldstæði og heitur pottur. 
Garðhús er byggt inn í pallinn og er einangrað að hluta.
Rými undir stiga.

Húsið var, að sögn seljanda,  mikið endurnýjað árið 2000 af fyrri eigendum. Allt ytra byrði hússins og bárujárnsklæðning, allar vatnslagnir, allt rafmagn, gluggar og gler. Ekki tæmandi upptalning.

Allar nánari upplýsingar veitir Ólafur G. Sveinbjörnsson, löggiltur fasteignasali á Höfn fasteignasölu í síma 8228283 - [email protected]

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1.    Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2.    Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. – kr. 2.700 kr. af hverju skjali.
3.    Lántökugjald lánastofnunar er skv. verðskrá viðkomandi lánastofnunar.
4.    Umsýslugjald til fasteignasölu skv. þjónustusamningi

Skoðunarskylda:  Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Höfn fasteignasala vill benda væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga fyrir nánari ástandsskoðun.

Ýmsar upplýsingar:
Saga hússins:
Langeyrarvegur 16 er upprunalega byggt árið 1902. Húsið var upprunalega efasta húsið á Reykjarvíkurvegi, og var númer 15. Nefndist það fyrir vikið „Efsta kot“  
Getið er til hússins og ábúenda þess í söguheimildinni „Bær í byrjun aldar“
Árið 1947 var húsið flutt á núverandi staðsetningu við Langeyrarveg 16. Það var árið 1954 sem fyrri viðbygging var byggð við húsið og síðar í kringum aldamótin 1999 og 2000 taka fyrri eigendur húsið algjörlega í gegn og stækka það enn frekar til norðurs og er það í þeirri mynd sem þar er í dag. 

Húsið hefur verið í eigu núverandi eiganda síðan  2020. Á seinastu tveimur árum hefur eftirfarandi verið gert. 
Lóð  
Sótt var um og samþykkt lóðastækkun til Norðurs, möguleiki gæti því verið til sækkunar húsins
Reistur var pallur, eldunaraðstæða og eldstæði ásamt smáhýsi og heitum potti. 
Hitastýring frá Danfoss og hitaþráður í lögnum tryggja aðgengi að pottinum allt árið. 
Jarðvegsskipti varð að hluta til á lóð. 
Hellulögn endurnýjuð að hluta 
Hús 
Endurnýjaðir voru gluggar á efstu hæð í framhúsi, þar sem bætt var við möguleika á neyðarútgangi.  
Endurnýjaðir gluggar á suðurhlið ásamt endurglerjun. Öll gler sem skipt hefur verið um voru sólvarnargler og orkusparandi. 
Öll bára á húsi yfirfarin, ryðvarin og máluð.  
Þak allt yfirfarið, ryðvarið og málað. 
Endurnýjuð gerefti  
Endurnýjaður þakkantur á austur hlið. 
Múr lagaður og unninn með teygjanlegum fylligrunn og málaður.

Kaupendum er bent á ríka skoðunarskyldu kaupenda sbr. 
29. gr. Skoðun og önnur rannsókn á fasteign.
 Kaupandi getur ekki borið fyrir sig galla á fasteign sem hann þekkti til eða átti að þekkja til þegar kaupsamningurinn var gerður.
 Hafi kaupandi skoðað fasteign, áður en kaup gerðust, eða án nægjanlegrar ástæðu látið undir höfuð leggjast að skoða hana, þótt seljandi skoraði á hann um það, getur hann ekki borið fyrir sig galla sem hann hefði mátt sjá við slíka skoðun. Þetta á þó ekki við ef seljandi sýndi af sér stórkostlegt gáleysi eða framferði hans stríðir með öðrum hætti gegn heiðarleika og góðri trú.

Ljósmyndir

Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing

Þinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

loading

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

PóstlistiÁbendingarHafa samband