24.02.2023 1101631

Söluskrá FastansKópavogsbraut 3

200 Kópavogur

hero

18 myndir

61.900.000

962.675 kr. / m²

24.02.2023 - 7 dag á Fastanum - Fjarlægt þann 03.03.2023

0

Svefnherbergi

1

Baðherbergi

64.3

Fermetrar

Fasteignasala

Kjoreign fasteignamiðlun

[email protected]
533-4040
Svalir
Hjólageymsla
Geymsla

Staðsetning

Auglýsing

Tenglar

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

Kjöreign fasteignasala, Ármúla 21, Reykjavík, sími 533-4040 kynnir

Kjöreign fasteignasala kynnir: Kópavogsbraut 3A,  bjarta og rúmgóða tveggja herbergja íbúð á fyrstu hæð í fallegu endurbyggðu fjölbýli í Kópavogi. Birt stærð eignar er s 64,3 fm. Íbúðin er 58,8 fm og sérgeymsla í sameign 5,5 fm.
Íbúðin skiptist í forstofu, svefnherbergi, rúmgott baðherbergi, aðalrými með stofu, borðstofu, og eldhúsi.  Húsið er byggt árið 1960 en í lok árs 2011 var ráðist í  endurbætur á húsinu að utan sem innan. Parket er á gólfum nema baðherbergið er með flísum.

Nánari lýsing:
Forstofa: Komið er inn í forstofu með góðum skáp.
Stofa:  Stofa, borðstofa, og eldhús  mynda  eitt stórt og bjart alrými með góðum gluggum. Útgengi út á svalir.
Eldhús: Með fallegri hvítri innréttingu með stálofni í neðri innréttingu, stálháfi og keramik helluborði. Efri skápar með gleri.
Svefnherbergi: Rúmgott með góðum skápum.
Baðherbergi: Baðherbergi með góðri hvítri innréttingu þar sem gert er ráð fyrir þvottavél, flísalögð sturta með glerskilrúmi, handklæðaofn og upphengt salerni. 
Sérgeymsla: í sameign ásamt sameiginlegu þvottahúsi. Á lóð er stór geymsluskúr með sameiginlegri hjóla-og vagnageymslu.  
Um húsið : Kópavogsbraut 3 er staðsteypt og einangrað að innan, klætt að utan með hvítri álklæðningu. Árið 1993 var húsið klætt að utan og skipt um alla glugga. Í lok árs 2011 var ráðist í gagngerar endurbætur á húsinu að innan sem utan. Öll lagnakerfi hafa verið endurnýjuð þ.m.t ofnalagnir, fráveitulagnir og vatnslagnir. Einnig hefur loftræsikerfi verið endurnýjað ásamt raflögnum og fjarskiptalögnum þ.m.t ljósleiðari. Sér rafmagnstafla fyrir hvorn stigagang. Lóðin hefur verið endurnýjuð með malbikuðum bílastæðum og hellulögðum göngustígum með snjóbræðslu. Sorp- og hjólageymsla er í sérstakri byggingu á lóðinni. Fráveitulagnir hafa verið endurnýjaðar ásamt drenlögnum meðfram húsinu. 

Hér er um að ræða frábæra fyrstu eign á besta  stað í Kópavogi. Stutt er í alla helstu þjónustu, svo sem verslanir, skóla og sundlaug.

Upplýsingar gefa sölumenn Kjöreignar ehf. í síma 533-4040 eða [email protected]. Vinsamlegast pantið skoðunartíma.


Ásta María Benónýsdóttir lögg. fasteignasali gsm. 897-8061 [email protected]
Davíð Karl Wiium lögfræðingur og lögg. fasteignasali gsm. 847-3147 [email protected] 
Dan Wiium hdl., og lögg. fasteignasali gsm. 896-4013 [email protected]



Má bjóða þér frítt verðmat á þína fasteign án skuldbindingar?

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign:
1. Stimpilgjald af fasteignamati fasteignar er 0.8%, en 0,4% fyrir fyrstu kaup og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald: kaupsamningi, skuldabréfi, veðleyfi, afsali o.s.frv. er kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökukostnaður samkvæmt verðskrá viðkomandi lánastofnunar.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. gjaldskrá.

Skoðunarskylda kaupanda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma
í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags.
Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002.
Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir
og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

 

Ljósmyndir

Auglýsing
Auglýsing

Verðmat FastansVerðmat Fastans

Söguleg þróun á verðmati eignarinnar frá 2006

Þinglýstir kaupsamningarÞinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

loading

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingarEigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

FasteignaskráFasteignaskrá

Eignir í sömu byggingu og upplýsingar þeirra

Ekki tókst að sækja eignir.

Samskiptasaga byggingar

Atriði af fundum Byggingarfulltrúa Reykjavíkur er varðar eignina

PóstlistiÁbendingarHafa samband