Söluauglýsing: 1094059

Þurárhraun 5

815 Þorlákshöfn

Verð

85.900.000

Stærð

138.3

Fermetraverð

621.114 kr. / m²

Tegund

Rað/Par

Fasteignamat

4.720.000

Fasteignasala

Fasteignasala Suðurlands

Símanúmer

hero

Þessi auglýsing hefur verið fjarlægð, hún var inni í 9 daga.

Staðsetning

Auglýsing

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

Fasteignasala Suðurlands kynnir:  Stórglæsilegt, nýtt, 4ra herbergja endaraðhús ásamt bílskúr að Þurárhrauni 5, Þorlákshöfn. HÚSIÐ ER LAUST TIL AFHENDINGAR !
Húsið afhendist fullbúið að innan og utan, er á frábærum stað í nýju hverfi í Þorlákshöfn í einungis 30 mín frá Reykjavík.  Húsið er glæsilega hannað, klætt með fallegri bronsaðri álbáru og gegnheilum bambus.   

**Bóka má skoðun og fá allar nánari upplýsingar í síma 483 3424 og á [email protected] **

Húsið telur:  3 rúmgóð svefnherbergi, 2 baðherbergi, þvottahús, innangengt í bílskúr, stofa eldhús og borðstofa í opnu rými með góðri lofthæð. 
Húsið er með einhalla þaki og allt að 3,7m lofthæð í stofu.
** Á einfaldan hátt er hægt að taka niður vegg í herbergi sem snýr að stofu og stækka þar með stofuna !


Húsið er í 3ja raðhúsalengju og verður skilað fullfrágengnu að innan sem utan. Lóð er fullfrágengin, steypt bílaplan, pallur flísalagður
með flísahellum bakvið hús og þökulagt.

Lóðin:
Lóðin snýr í suðvestur og er morgunsól fyrir framan hús þar sem aðkoman er. Frá hádegi og fram á kvöld skín sól á bakhlið hússins þar sem pallurinn er staðsettur. Innkeyrsla og aðkoma fyrir framan hús er steypt plata með snjóbræðslurörum undir.  Sorptunnuskýli fyrir þrjár tunnur er komið.

Á baklóð er  pallur, flísalagður með Brave Coke 60x60 flísum frá Vídd, undir skyggni þar sem hægt er að ganga beint út í garð á tveim stöðum, frá hjónaherbergi og gegnum stóra rennihurð úr stofu.
Garðkrani er á vegg og ídráttarrör fyrir vatn og rafmagn klár sem og frárennsli fyrir heitan pott.
Lóðin er þökulögð og snyrtilega frágengin. Lýsing í  þakskyggni beggja megin. Rafmagnstenglar eru í þakskyggni beggja megin við hús, fyrir jólaseríurnar.

Útveggir:
Staðsteyptir með 10 sm steinull utan á og þar utan á er klætt með álbáru eða bambus. Að innan eru veggirnir sparslaðir, grunnaðir og málaðir 2 umferðir í ljósum lit.
Innveggir:
Eru að hluta til staðsteyptir fyrir burð í þaki. Aðrir veggir eru hlaðnir úr milliveggjastein úr kalki frá Bauroc. Milliveggirnir eru síðan sandspartlaðir og fullmálaðir.
Þak:
Þak er byggt upp með trésperrum sem eru festar í járnstóla. Þar ofan á er 1x6 timburklæðning og ofan á það tvöfaldur bræddur tjörupappi.
Þakkantur og rennur:
Þakkantur er úr timbri og klæddur með svörtu áli, RAL 9005. Svartar álrennur eru utan á þakkanti. Þakkantur er klæddur að neðan og er lýsing bæði að framanverðu og aftanverðu.
Bílskúr:
Bílskúr er 24 m2, með epoxy-kvarts á gólfi og fjarstýringum á bílskúrshurð.
Gluggar og hurðir:
Ál-tré-plast gluggar frá Idealcombi, RAL 9005 að utan (svart) og RAL 9010 að innan (hvítt). Tré að innan, ál að utan og plast í botnstykki. Rennihurð í stofu frá sama fyrirtæki. Útihurð frá Idealcombi og hvítar innihurðir. Bílskúrshurð er frá Front-X.
Gólf:
Gólf eru flotuð og síðan eru lagðar ljósar 60x60 flísar á votrými. Gólf í bílskúr er með epoxy kvarts og parket er á öðrum rýmum.
Loft:
Loftið er upptekið, klætt með ljósum loftapanel. Þakið er einhalla og hátt er til lofts garðmegin í húsinu, allt að 3,6 m
Lagnir:
Gólfhiti er í húsinu.
Raflagnir:
Lýsing er komin. Allir rofar og tenglar eru hvítir. Gert er ráð fyrir dyrabjöllu og hússtjórnunarkerfi í anddyri þar sem mögulegt er að setja upp stýringu fyrir ljós, hita, öryggiskerfi oflr.  Tenglar eru í þakskyggni bæði að framan og aftan, hugsaðir til að stinga jólaseríum í samband.
Gert er ráð fyrir rafbílahleðslu.
Eldhús:
L-laga innrétting, vaskur og blöndunartæki, 80 sm spanhelluborð, ofn og uppþvottavél fylgja með.
Baðherbergi:
Gólf eru flísalögð með 60x60 ljósum flísum. Veggir eru klæddir með Fibo baðplötum frá Þ. Þorgrímsson  og co. Hefðbundin baðinnrétting, speglaskápur, handklæðaofn og upphengt salerni. Sturtur eru flísalagðar í botninn með baðplötum á veggjum og niðurfallsrist.
Þvottahús:
Ljós plastlögð borðplata með skolvaski í. Einn vaskaskápur með hurð og er gert ráð fyrir þvottavél og þurrkara undir borðplötu. Gólf í þvottahúsi er flísalagt.
Fataskápar:
Eru í svefnherbergjum, einfaldir í minni herbergjum og tvöfaldur í hjónaherbergi. Stór fataskápur í anddyri með rennihurðum.
Inntaksgjöld og gatnagerðargjald:
Inntaksgjöld fyrir hita og rafmagn eru greidd, sem og gatnagerðargjald.


Helstu vegalengdir:
Þurárhraun - leikskóli/grunnskóli/sundlaug 10 mín gangandi
Þurárhraun - heilsugæsla/verslun/ráðhús/ÁTVR/bakarí oflr 8 mín gangandi
Þurárhraun - Gryfjan bike park 8 mín hjólandi
Þorlákshöfn - Hveragerði 14 mín akandi
Þorlákshöfn - Selfoss 20 mín akandi
Þorlákshöfn - Rauðavatn 30 mín akandi 
----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Byggingaraðili: Ölfusborg ehf
Hönnunarstjóri: ProArk ehf, Eiríkur Vignir Pálsson
Verkfræðihönnun: Þór Stefánsson
Raflagnahönnun: Þór Stefánsson
Lagnahönnun: Kjartan Garðarsson
Byggingarstjóri: Ölfusborg ehf, Sindri Grétarsson húsasmíðameistari
Húsasmíðameistari: Grétar Bjarnason
Rafvirkjameistari: Helgi S Sigurðsson
Pípulagningameistari: Vilhjálmur S Bjarnason
Múrarameistari: Jóhannes Unnar Barkarson
Málarameistari: Hjálmar Þór Arnarson



** SJÓN ER SÖGU RÍKARI **

Í Þorlákshöfn er þjónustustig mjög gott - hagnýtar upplýsingar: 
Verslun og þjónusta: Hér má m.a. finna: 
Apótekarann.
Bakaríið Kaffi Skjóðan
Hárgreiðslustofuna Kompuna (facebook: kompan klippistofa)
Rakarstofu Kjartans (facebook: kjartan rakari)
Vínbúðina.
Kr.-verslun með yfir 2.000 helstu vöruliði á Krónuverði 

Veitingastaðina: Thai Sakhon Restaurant (facebook: thai sakhon restaurant)
Svarta Sauðinn (facebook: svarti sauðurinn)
Skálann, sem jafnframt er sölustaður Orkunnar. Einnig er hér ÓB-stöð.
Caffe Bristól.

Hér er mjög góð heilsugæsla.
Hér er tannlæknir.

Í Ráðhúsi bæjarins eru, auk skrifstofu sveitarfélagsins:
Mjög gott bókasafn (facebook: Bæjarbókasafn Ölfuss) Landsbankinn

Tómstundir og afþreying:
Íþróttaiðkun í Þorlákshöfn er gríðarlega öflug og þá helst meðal barna og unglinga og er aðstaða til íþróttaiðkunar öll til mikillar fyrirmyndar.
Frá fjögurra ára aldri er í boði að iðka fótbolta (aegirfc.is), fimleika (facebook: fimleikadeild Þórs), körfubolta (facebook: Þór Þorlákshöfn) og frjálsar, ásamt því að iðkaður er badminton. Hér er svo einnig Litli íþróttaskólinn á vegum fimleikadeildarinnar fyrir börn frá eins árs aldri.
Motorcrossá braut rétt utan við bæinn.
Hestamennska (facebook: hestamannafélagið háfeti) með fallegum reiðleiðum allt um kring
Golf (facebook: golfklúbbur Þorlákshafnar) á rómuðum golfvelli sem staðsettur er í jaðri byggðarinnar, rétt við sjávarsíðuna.

Í íþróttamiðstöðinni er mjög góð líkamsræktar-aðstaða þar sem hægt er að komast í einka- þjálfun, spinning, hóptíma, líkamsrækt fyrir eldri borgara o.m.fl. Þar er að finna góða sundaðstöðumeð útilaug, heitum pottum, vaðlaug og skemmtilegri innilaug fyrir fjölskyldufólk. Jógastúdíó (Jógahornið). Öflug sjúkraþjálfun.

Afþreying er hér af ýmsum toga:

hér má meðal annars finna: Fallegt útivistarsvæði við vitann með útsýnispalli og göngustíg meðfram bjarginu í einstakri náttúrufegurð. Heilsustíg má finna í bænum þar sem líkamsræktartæki eru við göngu/hlaupastíga. 
Hér er æðisleg strönd sem mikið er mikið notuð til útivistar og þar má oft sjá menn á brimbrettum, en slíkt er gott að stunda hér. Í sjónum við útsýnispallinn er einn vinsælasta staður til brimbrettaiðkunar á Íslandi. 
Blackbeach tours (www.blackbeachtours.is) er afþreyingar fyrirtæki sem býður upp á fjórhjólaferðir bæði í fjöruna og um hraunið, RIB bátaferðir meðfram bjarginu og adrenalínferðir, snekkjuleigu og sjóstöng og jógaferðir úti í náttúrunni. 
Einnig er hér: Öflugt leikfélag (facebook: leikfélag ölfuss). 
Hinir ýmsu kórar (facebook: Tónar og Trix, Kyrjukórinn, ofl.) Einn stærsti Kiwanisklúbbur landsins (facebook: Kiwanisklúbburinn Ölver) O.sfr. o.s.frv.  
** Allar helstu fréttir úr sveitarfélaginu má finna á: www.hafnarfrettir.is

Ljósmyndir

Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing

Þinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

loading

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

PóstlistiÁbendingarHafa samband