Söluauglýsing: 1088293

Bauganes 26

102 Reykjavík

Verð

Tilboð

Stærð

316.3

Fermetraverð

-

Tegund

Einbýli

Fasteignamat

173.550.000

Fasteignasala

Trausti

Símanúmer

hero

Þessi auglýsing hefur verið fjarlægð, hún var inni í 21 daga.

Staðsetning

Auglýsing

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

Mjög fallegt og vel skipulagt 316,3 fm einbýlishús á tveimur hæðum með 2ja herb. aukaíbúð með sérinngangi á eftirsóttum og rólegum stað í Skerjafirði. Rúmgóður innangengur bílskúr með
geymslurými. Húsið stendur á 639 fm eignarlóð. Mjög mikil lofthæð er í hluta hússins. Arinn er í húsinu. Gróin lóð. Upprunaleg hönnun í húsinu teiknuð af Finni Fróðasyni, búið að endurnýja húsið mikið á síðustu
mánuðum. Ný eldhúsinnrétting, ný eldhústæki, öll gólf flotuð, nýtt parket, nýjar innihurðir, stærstur hluti raflagna endurnýjaður og veggir sprautusparslaðir. 


Húsið skiptist m.a. í forstofu, hol, stofu, borðstofu, eldhús, 6 svefnherbergi, 3 baðherbergi og þvottahús.
Auk þess er 2ja herb. íbúð með sér inngangi á aðalhæð hússins sem getur gefið miklar tekjumöguleika.
Íbúðin er öll endurnýjuð, nýtt parket, hurðir, loftaklæðning og allt ný málað. Búið er að teikna nýtt
eldhús í íbúðina og leggja nýtt rafmagn samkvæmt þeirri teikningu. Í kjallara hússins er mjög stórt óskráð
rými sem er nýtt sem geymslurými. Hiti er í bílaplani og stétt fyrir framan húsið.

Nánari upplýsingar og bókun á skoðun er hjá Guðbjörgu G. Sveinbjörnsdóttur lgfs. fasteignasali s. 899-5949 eða á netfanginu
[email protected]


Eignin er skráð skv. Þjóðskrá Íslands alls 316,3fm. og þar af er bílskúr skráður 36,3fm. 
Fasteignamat fyrir árið 2023 verður 173.550.000 kr. 

Nánari lýsing:

Forstofa rúmgóð með fatahengi og flísar á gólfi.
Gestasnyrting er inn af forstofu, flísar á gólfi.
Hol með parketi á gólfi. Úr holi liggur stigi niður á neðri hæð hússins.
Arinstofa/fjölskylduherbergi (svefnherbergi 1) er með parketi á gólfi. Áður var rýmið opið við holið og því
auðvelt að opna það aftur. Útgengt er út í garð úr herberginu.
Svefnherbergi 2 (húsbóndarými skv. teikningum) mjög rúmgott og parket á gólfi.
Frá holi er gengið upp nokkur þrep í stofur og eldhús.
Stofa/borðstofa eru samliggjandi, rúmgóðar og bjartar með mikilli lofthæð og parketi á gólfi. Stórir
gluggar til suðvesturs.
Eldhús hefur nýlega verið endurnýjað með fallegri innréttingu. Öll tæki eru ný, innbyggð uppþvottavél,
ísskápur og vínkælir. Parket á gólfi. Eldhús er opið við borðstofu. Búr er inn af eldhúsi.
Stigi liggur niður úr holi niður á neðri hæð hússins. Einnig er sérinngangur er á neðri hæðina.

Neðri hæð:
Á hæðinni er forstofa, fjögur rúmgóð svefnherbergi, tvö baðherbergi (annað með sturtu en hitt með
baðkari), sjónvarpshol, skrifstofurými og þvottahús.
Forstofa
með fatahengi og flísum á gólfi.
Rúmgott hol, er nýtt í dag sem gott sjónvarpsrými.
Hjónaherbergi (svefnherbergi 3) er rúmgott með góðu skápaplássi og parketi á gólfi. Baðherbergi er inn
af hjónaherbergi. Útgengt út í garð úr herberginu.
Baðherbergi inn af hjónaherbergi er með sturtuklefa, glugga, handklæðaofni og flísalagt í hólf og gólf.
Svefnherbergi 4 rúmgott með parketi á gólfi.
Svefnherbergi 5 rúmgott með parketi á gólfi.
Svefnherbergi 6 rúmgott með parketi á gólfi. Útgengt er út í garð úr herberginu.
Baðherbergi með baðkari, nýju blöndunartæki og handklæðaofni. Upprunaleg innrétting, flísalagt.
Þvottahús er á jarðhæð.
Óskráð rými í kjallara er mjög stórt og býður upp á margvíslega notkunarmöguleika.

Auka 2ja herbergja íbúð á aðalhæð hússins (góðir tekjumöguleikar):
Inngangur í íbúðina er við hlið aðalinngangs í húsið.
Íbúðin er öll endurnýjuð; nýtt parket, ný loftaklæðning, nýjar innihurðir og allt ný málað.
Forstofa
er parketlögð.
Stofa er rúmgóð og björt með parketi á gólfi og stórum gluggum sem snúa í vestur.
Eldhús er opið við stofuna, tengi fyrir uppþvottavél og parket á gólfi (tilbúnar teikningar af nýju eldhúsi).
Hjónaherbergi er rúmgott.
Baðherbergi er rúmgott með innangengri sturtu, tengi fyrir þvottavél, flísalagt í hólf og gólf.

Bílskúr:
Bílskúr er rúmgóður skráður 36,3fm., innangengt er í bílskúrinn úr húsinu og hurð liggur út í garð.
Bílaplan og stétt fyrir framan húsið er með hitalögn.

Húsið er steypt og með epoxy klæðningu á steypu.
Járn á þaki var endurnýjað fyrir u.þ.b. 16 árum síðan.

Frábær staðsetning á rólegum stað í Skerjafirði. Stutt í fallegt útivistarsvæði og göngufæri í miðbæ
Reykjavíkur.

Allar nánari upplýsingar veitir Guðjörg G. Sveinbjörnsdóttir löggiltur fasteignasali í síma 899-5949 eða á netfanginu [email protected]

Forsendur söluyfirlits: 
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. 

Skoðunarskylda: 
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Trausti fasteignasala því benda væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef þurfa þykir.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar er skv. verðskrá viðkomandi lánastofnunar. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.

Ljósmyndir

Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing

Þinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

loading

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

PóstlistiÁbendingarHafa samband