Söluauglýsing: 1086905

Hverfisgata 33

101 Reykjavík

Verð

Tilboð

Stærð

465.6

Fermetraverð

-

Tegund

Atvinnuhúsnæði

Fasteignamat

167.600.000

Fasteignasala

Heimili Fasteignasala

Símanúmer

hero

Þessi auglýsing hefur verið fjarlægð, hún var inni í 113 daga.

Staðsetning

Auglýsing

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

Heimili fasteignasala kynnir 465,6 fm Skrifstofu og þjónustuhúsnæði að Hverfisgötu 33.  Einstakt tækifæri á svæði sem farið hefur í gegnum mikla endurnýjun.  Auðvelt aðgengi er að eigninni og bílastæðahús handan götunnar. Um er að ræða 3ja hæða lyftuhús auk rýmis í kjallara. 

Sérinngangur er að eigninni og 18 fm skrifstofurými á jarðhæð, auk salernisaðstöðu með aðgengi fyrir fatlaða.  

Á 2. hæð eru tvær góðar skrifstofur, rúmt og bjart opið vinnurými og stórt fundarherbergi með glerhurðum og stórum gluggum.  Einnig ljósritunaraðstaða, geymsla og eldtraust skjalageymsla.  Þá er á hæðinni salerni og eldhús með nýlegri innréttingu.  Steinteppi og parket á gólfum.  Tölvulagnir í stokkum og kerfisloft á hæðinni.

Á 3. hæð hússins er rúmgóður og einknar hlýlegur salur, undir súð, með skemmtilega kvistgluggum og paraketi á gólfi.  Snyrtingar og lítið eldhús eru á hæðinni.  Lagnir og tengibox í gólfi. Suður svalir fyrir enda rýmisins.  Hæðin hentar m.a. vel sem opið vinnurými, til námskeiðahalds, fyrir smærri eða stærri mótttökur o.fl. Auðveldlega má breyta skipulagi á öllum hæðum, þar sem aðeins eru léttir veggir.
Í kjallara eru tvær geymslur auk sameiginlegs rýmis.

Hverfisgatan hefur tekið á sig nýja mynd eftir mikla endurnýjun og uppbyggingu á seinustu misserum og árum.
Fágætt tækifæri fyrir fjölbreytta starfssemi í hjarta borgarinnar.


Allar nánari upplýsingar veitir Ragnar Þorgeirsson, löggiltur fasteignasali, í síma 774 7373 [email protected]


Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Heimili fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1.Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar í samræmi við gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýslugjald kaupanda er kr. 79.900. 
5. Þegar um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af endanlegu brunabótamáti, þegar það er lagt á af viðkomandi sveitarfélagi.
 
Heimili fasteignasala – á traustum grunni í 20 ár.
Grensásvegi 3, 108 Reykjavík - Opið frá kl. 9-17 mánudaga til fimmtudaga og 9-16 á föstudögum.
Upplýsingar um starfsfólk má finna á heimasíðu Heimili og á Facebook.

Ljósmyndir

Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing

Þinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

loading

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

PóstlistiÁbendingarHafa samband