28.12.2022 1085672

Söluskrá FastansVöluskarð 28

221 Hafnarfjörður

hero

52 myndir

199.000.000

477.104 kr. / m²

28.12.2022 - 9 dag á Fastanum - Fjarlægt þann 06.01.2023

6

Svefnherbergi

4

Baðherbergi

417.1

Fermetrar

Fasteignasala

Hraunhamar Fasteignasala

[email protected]
823-0339
Aukaíbúð
Bílskúr
Kjallari
Há lofthæð
Gólfhiti
Svalir
Verönd

Staðsetning

Auglýsing

Tenglar

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

Bókið skoðun - sýnum samdægurs Barbara s. 823-0339. Sjón er sögu ríkari.

***Frábært fjölskylduhús - möguleiki á tveimur útleigueiningum***

# Vönduð eign með glæsilegu útsýni

## Mikil lofthæð á efri hæð
### Gólfhiti, hljóðdúkur víða og sérsmíðaðar innréttingar
#### Miklir möguleikar á leigutekjum

Hraunhamar og Barbara Bergþórsdóttir s. 823-0339 kynna í einkasölu: Glæsilegt einbýlishús við Völuskarð 28 í Skarðshlíð í Hafnarfirði. Húsið er einstaklega vel staðsett, fyrir ofan götu, innarlega í botnlanga með sérlega glæsilegu útsýni. Um er að ræða 417,1 m² staðsteypt hús á tveimur hæðum að meðtöldum 59,8 m² bílskúr auk rúmlega 130 m² svala sem snúa til suðurs. Mögulegt er að vera með fleiri en eitt íbúðarrými og því tilvalið fyrir stórar fjölskyldur. Húsið er á einu fastanúmeri en miklir möguleikar eru á leigutekjum þar sem stór þriggja herbergja íbúð er á jarðhæð og þar að auki rými sem hægt væri að nýta sem stúdíó íbúð. 

Mikil lofthæð er á efri hæð, gólfhiti á báðum hæðum, sérsmíðaðar innréttingar frá KJK, sólstopp í gleri, sér rafmagnstafla fyrir auka íbúðarrými, hljóðdúkur víða og lagnaleiðir klárar á svölum fyrir heitan pott. Eignin afhendist með grófjafnaðri lóð og nánast fullkláruð að innan en þó án borðplatna, gólfefna á efri hæð, innihurða, hreinlætis- og eldhústækja. Járnstigi og handrið komið upp, ómálað og eftir að setja það efni sem verður í þrepunum. Þá á eftir að fara lokaumferð með málningu á allt húsið að innan.

Bókið einkaskoðun hjá Barböru Rut Bergþórsdóttur í síma s. 823-0339 eða með tölvupósti á [email protected] - Skilalýsingu má nálgast hjá fasteignasala.


Nánari lýsing:
Neðri hæð:  Bjart og rúmgott anddyri. Inn af anddyri er gestasalerni með sturtu og rúmgott herbergi með góðum fataskápum. Einnig er tæplega 60 m² hjónasvíta þar sem er fataherbergi með rúmgóðum fataskápum og baðherbergi með baðkari og salerni. Einnig er sér rými með rúmgóðri innréttingu fyrir snyrtiaðstöðu. Mögulegt að nýta sem stúdíó íbúð þar sem sérinngangur er í rýmið. Neðri hæð skilast flísalögð með 80*80 flísum frá Álfaborg.

Auka íbúðarrými: Bjart og rúmgott með sérinngangi. Komið er inn í anddyri með fataskápum. Stofa og borðstofa er í björtu rými með stórum gluggum og eldhús með rúmgóðri innréttingu. Virkilega rúmgott hjónaherbergi með góðum fataskápum. Barnaherbergi einnig rúmgott með skápum. Baðherbergi með sturtu, innréttingu og tengi fyrir þvottavél og þurrkara.

Efri hæð: Rúmgott og glæsilegt alrými með stórum gluggum, mikilli lofthæð og útgengi á rúmlega 130 m² flísalagðar svalir með glæsilegu útsýni. Eitt tæplega 20 m² herbergi sem býður upp á mikla möguleika. Tvö rúmgóð herbergi til viðbótar, bæði með fataskápum og annað þeirra með útgengi á viðarverönd bakvið hús . Mjög rúmgott baðherbergi með innréttingu, sturtu og útgengi á svalirnar. Gott þvottahús með rúmgóðri innréttingu.  Efri hæð skilast flotuð og tilbúin undir gólfefni að undanskildu baðherbergi og þvottahúsi sem hafa verið flísalögð.

Bílskúr: Rúmgóður 59,8 m² bílskúr með flísum á gólfi.

Afhending húsnæðis getur verið við kaupsamning.

Seljandi sem er verktaki er reiðubúinn að vera á húsinu þar til lokaúttekt á sér stað og aðstoða kaupendur við að klára það sem upp á vantar.

Um er að ræða spennandi tækifæri til að eignast glæsilegt einbýlishús á einstökum stað. Frábær staðsetning í nálægð við náttúruna auk þess sem skóli og leikskóli eru í göngufæri. Þá er búið að opna Ásvallabraut sem greiðir fyrir umferð til og frá hverfinu og tengir hverfið enn betur við önnur hverfi bæjarins.

Kaupendur greiða skipulagsgjald 0,3% af brunabótamati þegar það verður sett á. 

Allar nánari upplýsingar veita:
Barbara Bergþórsdóttir löggiltur fasteignasali, s. 823-0339, [email protected]

Hlynur Halldórsson, löggiltur fasteignasali, s. 698-2603, [email protected]

Ljósmyndir

Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing

Verðmat FastansVerðmat Fastans

Söguleg þróun á verðmati eignarinnar frá 2006

Þinglýstir kaupsamningarÞinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

Pnr.HeimilisfangKaupverðStærðFermetraverðTegundFastan.Dags.Noth.
215.000.000 kr.417.10 515.464 kr./m²250473505.07.2023

Fastinn geymir kaupsamninga aftur til 2007

Sótt frá Þjóðskrá

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingarEigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

FasteignaskráFasteignaskrá

Eignir í sömu byggingu og upplýsingar þeirra

010101

Einbýli á 1. hæð
417

Fasteignamat 2025

208.150.000 kr.

Fasteignamat 2024

209.700.000 kr.

Samskiptasaga byggingar

Atriði af fundum Byggingarfulltrúa Reykjavíkur er varðar eignina

Engin samskiptasaga fannst á þessari eign.


    Byggir aðeins á útgefnum fundum Byggingarfulltrúa Reykjavíkur á milli 1997 - 2024 ( júlí ).

    PóstlistiÁbendingarHafa samband