Söluauglýsing: 1085378

Andarhvarf 7A

203 Kópavogur

Verð

118.900.000

Stærð

187.9

Fermetraverð

632.783 kr. / m²

Tegund

Fjölbýli
hero

Þessi auglýsing hefur verið fjarlægð, hún var inni í 9 daga.

Staðsetning

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

Virkilega falleg og vönduð 4raherbergja útsýnisíbúð við Andarhvarf í Kópavogi með tvennum svölum auk 27,6 fm bílskúrs.
Skipting eignar er þannig að íbúðin sjálf er 160,3 fm og bílskúr 27,6 fm, alls 187,9 fm skv. Þjóðskrá Íslands.


Lýsing eignar:
Forstofa: Rúmgóð með flísum á gólfi og innfelldum fataskáp.
Gestasnyrting: er innaf forstofu með flísum á gólfi, upphengdu salerni, lítilli innréttingu undir handlaug og opnanlegum glugga.
Stofa og eldhús eru í L-laga alrými sem er bjart og með einstöku útsýni.
Stofa: Parket á gólfi og útgengt á svalir. Gott útsýni af svölum yfir Elliðavatn.
Eldhús: falleg viðarinnrétting með góðu skápaplássi, ofn í vinnuhæð, innbyggður ísskápur og uppþvottavél.
Innréttingin var nýlega stækkuð, skipt um borðplötu og nýtt span-helluborð sett. Flísar á gólfi og útgengt út á svalir.
Stæði er fyrir frystiskáp og vínkæli.
Hjónaherbergi: Parket á gólfi og stórir fataskápar.
Svefnherbergi 2 & 3: Parket á gólfi og fataskápur.
Baðherbergi: Flísalagt í hólf og gólf, viðarinnrétting og skápur,  handklæðaofn, sturtuklefi og baðkar. Góður opnanlegur gluggi.
Þvottahús: Flísar á gólfi og vaskur. Bekkur með tauskúffum undir þvottavél og þurrkara þannig að tækin eru í vinnuhæð.
Bílskúr: er snyrtilegur með flísum á gólfi, hurðaopnara, vask og rúmgóð geymsla er í enda bílskúrsins.

*Nýleg glerlokun í stigauppgangi sem minnkar veður og snjó.
*Ruslaskýli er smekklega frágengið þar sem byggt er yfir það og klætt að utan.
*Vatnsþolið harðparktet á stofu og herbergjum. 
*Plastþiljur úr Ikea á gólfum beggja svala.
*Ekki verður byggt á reitinum fyrir aftan húsið.

Eign sem er í sérflokki á þessum fallega stað með útsýni yfir Bláfjöll, Elliðavatn og nágrenni. Stutt er í upplýstar gönguleiðir og alla helstu þjónustu.
-Sjón er sögu ríkari !



Allar nánari upplýsingar veitir Svala Haraldsdóttir Löggiltur fasteignasali í s. 820-9699 & [email protected]  

Ás fasteignasala er rótgróið fyrirtæki sem hefur veitt alla almenna þjónustu í fasteignaviðskiptum frá árinu 1988.
www.facebook.com/asfasteignasala
www.instagram.com/as_fasteignasala
www.as.is

 

Ljósmyndir

Þinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

loading

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

ÁbendingarHafa samband