Söluauglýsing: 1082062

Stórholt 8

603 Akureyri

Verð

102.500.000

Stærð

413.8

Fermetraverð

247.704 kr. / m²

Tegund

Einbýli

Fasteignamat

90.700.000
hero

Þessi auglýsing hefur verið fjarlægð, hún var inni í 13 daga.

Staðsetning

Auglýsing

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

Stór einbýlishús á þremur hæðum með bílskúr auk 3ja herbergja íbúðar með sér inngangi - stærð 326,8 m².  Á baklóðinni er gamalt hús, byggt árið 1915 og er það skráð 87,0 m² að stærð.  Heildarstærð eignar er því 413,8 m²

Eignin skiptist með eftirtöldum hætti, 
Neðri hæð,
forstofa, þrjár geymslur, þvottahús, bílskúr og sér 3ja herbergja íbúð.
Efri hæð, gangur, eldhús, stofa, sjónvarpshol, fjögur svefnherbergi og baðherbergi.
Ris er eitt opið rými. 

Forstofa er með flísum á gólfi og þreföldum skáp. Innangengt er úr forstofu í bílskúr. Teppi er á stiga milli hæða.  
Eldhús er með ljósri sprautulakkaðri innréttingu með flísum á milli skápa. Rúmgóð borðstofa með flísum á gólfi og hurð til suðurs út á steyptar svalir. 
Stofa og sjónvarpshol eru með parketi á gólfi. Loft í stofu er tekið upp og með innfelldri lýsingu. Timbur stigi er úr stofu og upp á risloft. 
Risið er eitt opið rými, með parketi á gólfi og gluggum til fjögurra átta og uppteknum loftum.  Mikið og gott útsýni.
Svefnherbergin eru fjögur, öll með parketi á gólfi og fataskápum. 
Baðherbergi er flísalagt bæði gólf og veggir, með ljósri innréttingu, wc, baðkari og opnanlegum glugga. 
Þvottahús er á neðri hæðinni inn af forstofu. Þar eru flísar á gólfi, ljós innrétting og hurð út á baklóð þar sem eru þvottasnúrur.
Bílskúr er skráður 40,0 m² að stærð, með flísum á gólfi, innkeyrsluhurð og sér gönguhurð. Inn af bílskúr eru tvær geymslur, önnur með teppi á gólfi og hurð út til norðurs og önnur minni án gólfefna.

3ja herbergja íbúð með sér inngangi er á jarðhæðinni.
Forstofa er með flísum á gólfi og opnu hengi. 
Eldhús er með parketi á gólfi og ljósri innréttingu með flísum á milli skápa.
Stofa er með parketi á gólfi og hurð til suðurs út á lóð.
Svefnherbergin eru tvö, bæði með parketi á gólfi og fataskápum. 
Baðherbergi er með flísum á gólfi og veggjum, ljósri innréttingu og sturtu. 

Á baklóðinni er 87 m² gamalt hús, hæð og kjallari sem þarfnast mikilla endurbóta.  Húsið er gamalt býli sem hét áður Jaðar og reist var árið 1915.  Húsið er í dag skráð sem geymsla og að á því hvílir kvöð um auknar brunavarnir vegna áframhaldandi notkunar og jafnframt friðunarkvaðir vegna aldurs þess og varðveislugildis.

Lóðin í kringum eignina er rúmgóð.  Hellulagt bílaplan er framan við bílskúrinn og stéttar að aðalinngangi beggja íbúða og meðfram norðurhlið hússins.  Stórt opið svæði er svo austan við húsið.

Eignin er laus til afhendingar við undirritun kaupsamnings.

Ljósmyndir

Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing

Þinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

loading

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

PóstlistiÁbendingarHafa samband