21.11.2022 1073778

Söluskrá FastansVeghús 5

112 Reykjavík

hero

24 myndir

62.900.000

604.808 kr. / m²

21.11.2022 - 46 dag á Fastanum - Fjarlægt þann 06.01.2023

2

Svefnherbergi

1

Baðherbergi

104

Fermetrar

Fasteignasala

Domusnova

[email protected]
8565858
Bílskúr
Kjallari
Svalir
Geymsla

Staðsetning

Auglýsing

Tenglar

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

Domusnova fasteignasala og Aðalsteinn Bjarna lgf. kynna í sölu afar bjarta, rúmgóða og nokkuð endurnýjaða 3ja herbergja íbúð á efstu hæð með aukinni lofthæð og suður svölum ásamt bílskúr í fallegu fjölbýli við Veghús 5 í Grafarvogi. Birt stærð samkvæmt Fasteignaskrá HMS er 104,0 fm, og þar af er 24,2 fm bílskúr. Íbúðin hefur verið nokkuð endurnýjuð á undanförnum árum og meðal annars var lagt gegnheilt viðarparket, eldhúsinnrétting endurnýjuð, panill í lofti sprautaður hvítur og innihurðar lakkaðar. Húsið sjálft hefur einnig fengið gott viðhald og var síðast sprunguviðgert og málað 2018 - 2019. Fasteignamat 2023 verður 51.750.000 kr. Lóðin er öll snyrtileg með sameiginlegt leiksvæði og leiktækjum. Staðsetning er afar góð og stutt í stofnbrautir ásamt því að öll helsta þjónusta er í nágrenni, og má nefna leikskóla, skóla, íþróttamiðstöð, sundlaug og matvörubúðir, líkamsrækt og margt fleira. Góðir göngu- og hjólastígar í allar áttir um hverfið og náttúruna í kring. Eign sem vert er að skoða með eigin augum.

*** BÓKIÐ SKOÐUN MEÐ AÐ SMELLA HÉR ***

Nánari upplýsingar veita:
Margrét Rós Einarsdóttir aðstoðarmaður fasteignasala / s.8565858 / [email protected]
Aðalsteinn Bjarnason, löggiltur fasteignasali í Félagi fasteignasala / s.773-3532 / [email protected]

Nánari lýsing og skipting eignar:
Anddyri er opið tengist alrými á neðri hæð með eldhúsi, stofu og borðstofu. Fatahengi er til vinstri undir stiga.
Eldhús er opið með fallegri dökkri innréttingu og viðarlitaðri borðplötu með innbyggðum ísskáp og uppþvottavél. Gott skápa- og vinnupláss.
Borðstofa er björt með góðum gluggum og samliggjandi við eldhús og stofu.
Stofa er mjög björt og rúmgóð með aukinni lofthæð og gluggum og þakgluggum sem gera hana einstaklega bjarta. Þaðan er útgengt á suðursvalir.
Hjónaherbergi er bjart og rúmgott á efri hæð með rúmgóðum fataskápum og fallegu útsýni yfir Esjuna. 
Barnaherbergi er bjart og rúmgott á efri hæð með fataskáp. 
Baðherbergi er á efri hæð með upphengdu salerni, innréttingu, baðkari og sturtuaðstöðu. Tengi fyrir þvottavél. Flísar á gólfi og veggjum. Þakgluggi er á baðherbergi.
Gangur á efri hæð er rúmgóður og möguleiki að hafa skrifborðsaðstöðu, setustofu eða lítið sjónvarpshol þar.
Gólfefni á íbúð er nýlegt gegnheilt viðarparket á öllum rýmum nema á baðherbergi, en þar eru flísa.
Bílskúr er innbyggður í húsið, með heitu/köldu vatni og rafmagni.
Hjóla- og vagnageymsla er snyrtileg í sameign á jarðhæð.

Framkvæmdir af fyrri eiganda síðstu ára:
  • Skipt var um gler í fjórum þakgluggum af fimm. Til er gler í fimmta og síðasta gluggan sem er inn á baðherbergi.
  • Eldhúsinnrétting og gólfefni á allri íbúðinni nema baðherbergi voru endurnýjuð (2020)
  • Íbúðin hefur verið nokkuð endurnýjuð á undanförnum árum og meðal annars var lagt gegnheilt parket, eldhúsinnrétting endurnýjuð,
  • Panill í lofti var sprautaður hvítur og innihurðar lakkaðar.
Fasteignamat árið 2023 verður 51.750.000 kr.

Ertu í söluhugleiðingum? *** SMELLIÐ HÉR TIL AÐ BÓKA FRÍTT VERÐMAT Á FASTEIGNINA YKKAR *** Viltu vita hvað viðskiptavinir okkar hafa að segja? *** SMELLTU HÉR TIL AÐ LESA UMSAGNIR VIÐSKIPTAVINA ***

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun. Almennt getur kaupandi ekki borið fyrir sig að ástand eignar sé annað en það sem hann hefði mátt sjá við slíka skoðun.

Um ástand einstakra eignarhluta:
Efst í söluyfirlitli þessu er að finna dálka um ástand einstakra hluta eignarinnar. Eftirfarandi lykil er til skýringar á þeirri skráningu:

  Nýtt - Eignin er nýbygging.
  Upprunalegt - Seljandi veit ekki til þess að byggingarhluti hafi verið endurnýjaður.
  Endurnýjað - Byggingarhlutinn hefur verið endurnýjaður í heild sinni á einhverjum tímapunkti.
  Endurnýjað að hluta - Hluti byggingarhlutans hefur verið endurnýjaður á einhverjum tímapunkti.
  Ekki vitað - Seljandi þekkir ekki til ástands og ekki er hægt að leggja mat á það með sjónskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002, og ábyrgist að þær séu réttar. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Það sama á við um staðhæfingar seljanda eignar um viðhald og einstaka framkvæmdir.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
  1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
  2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
  3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
  4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
  5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.

Ljósmyndir

Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing

Verðmat FastansVerðmat Fastans

Söguleg þróun á verðmati eignarinnar frá 2006

Við erum að vinna að uppfærslu á Verðmati Fastans. Það kemur aftur von bráðar.

Þinglýstir kaupsamningarÞinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

Pnr.HeimilisfangKaupverðStærðFermetraverðTegundFastan.Dags.Noth.
23.800.000 kr.104.00 228.846 kr./m²204104007.08.2007

25.200.000 kr.104.00 242.308 kr./m²204104004.10.2013

29.300.000 kr.104.00 281.731 kr./m²204104021.09.2015

40.000.000 kr.104.00 384.615 kr./m²204104012.04.2019

51.900.000 kr.104.00 499.038 kr./m²204104026.04.2021

60.900.000 kr.104.00 585.577 kr./m²204104013.02.2023

Fastinn geymir kaupsamninga aftur til 2007

Sótt frá Þjóðskrá

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingarEigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

FasteignaskráFasteignaskrá

Eignir í sömu byggingu og upplýsingar þeirra

030101

Íbúð á 1. hæð
60

Fasteignamat 2025

44.550.000 kr.

Fasteignamat 2024

43.750.000 kr.

030102

Íbúð á 1. hæð
82

Fasteignamat 2025

54.500.000 kr.

Fasteignamat 2024

53.450.000 kr.

030201

Íbúð á 2. hæð
153

Fasteignamat 2025

81.100.000 kr.

Fasteignamat 2024

79.200.000 kr.

030202

Íbúð á 2. hæð
52

Fasteignamat 2025

40.800.000 kr.

Fasteignamat 2024

40.100.000 kr.

030203

Íbúð á 2. hæð
125

Fasteignamat 2025

72.450.000 kr.

Fasteignamat 2024

70.800.000 kr.

030302

Íbúð á 3. hæð
104

Fasteignamat 2025

60.750.000 kr.

Fasteignamat 2024

59.500.000 kr.

030301

Íbúð á 3. hæð
210

Fasteignamat 2025

101.200.000 kr.

Fasteignamat 2024

98.550.000 kr.

030303

Íbúð á 3. hæð
191

Fasteignamat 2025

94.600.000 kr.

Fasteignamat 2024

92.100.000 kr.

Samskiptasaga byggingar

Atriði af fundum Byggingarfulltrúa Reykjavíkur er varðar eignina

Engin samskiptasaga fannst á þessari eign.


    Byggir aðeins á útgefnum fundum Byggingarfulltrúa Reykjavíkur á milli 1997 - 2024 ( júlí ).

    PóstlistiÁbendingarHafa samband