Söluauglýsing: 1071523

Furugerði 37

108 Reykjavík

Verð

109.500.000

Stærð

134.7

Fermetraverð

812.918 kr. / m²

Tegund

Rað/Par

Fasteignamat

-

Fasteignasala

Fasteignasalan TORG

Símanúmer

hero

Þessi auglýsing hefur verið fjarlægð, hún var inni í 16 daga.

Staðsetning

Auglýsing

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

Hrönn lgf. s. 692-3344 og Fasteignasalan TORG kynna með stolti;
Ný, vönduð og glæsileg 5 herbergja raðhús með tveimur baðherbergjum og þvottahúsi við Furugerði í Reykjavík. Spennandi nýbyggingar úr vistvænum byggingarefnum á mjög eftirsóknarverðu svæði sem henta öllum aldurshópum. Íbúðir eru bjartar og nútímalegar með hagnýtu skipulagi. 
Furugerði 37 er fjórða hús vestanmegin, skráð stærð 134,7 m², þar af er stærð íbúðar 125,7 m² og geymsla í bílakjallara er 9 m².  Bílastæði í bílakjallara fylgir.
Bókið skoðun -
Hrönn lgf. s. 692-3344 [email protected]

Nánari lýsing; 
Gengið er inn um aðalinngang í anddyri þar sem er baðherbergi með sturtu og þvottahús með góðri innréttingu.
Úr anddyri er komið inn í alrými þar sem stigi bindur saman hæðir. 
Eldhús, stofa og borðstofa eru í sameiginlegu opnu rými. Stórir gólfsíðir gluggar veita birtu inn í stofu og borðstofu. Úr stofu er gengið út á sérafnotareit til suðurs.
Á annarri hæð eru fjögur svefnherbergi ásamt baðherbergi með baðkari.
Útgengi er útá rúmgóðar svalir til suðurs úr hjónaherbergi.

Íbúðum er skilað fullbúnum með innréttingum en án gólfefna að undanskildu anddyri og votrýmum (baðherbergi og þvottahús) sem eru flísalögð.
Allar innréttingar eru í ljósum furulit frá Voke3. Í eldhúsi eru borðplötur úr kvartzsteini í ljósum lit frá Technistone. Í eldhúsi eru vönduð innbyggð eldhústæki og spanhelluborð.  Gólfhiti er á neðri hæð en á efri hæð er hefðbundið ofnakerfi. Útveggir og hluti innveggja innan íbúða eru úr krosslímdum timbureiningum og verður yfirborð þeirra annarsvegar sýnilegt CLT og hins vegar gifsklætt, spartlað og málað.
 
Íbúðir eru loftæstar með sjálfstæðu loftskiptakerfi frá norska framleiðandanum Flexit. Kerfið blæs inn fersku lofti í íverurými og dregur út loft frá baðherbergjum, þvottahúsi og eldhúsi. Varmi úr útsoginu er fluttur yfir í ferska loftið með
varmaendurvinnslu án þess að blanda loftinu saman. 
Gluggar eru ál-timbur gluggar frá danska framleiðandanum Ideal-Combi, Gler er tvöfalt k-einangrunargler og sérstaklega hljóðeinangraðir þar sem við á.
 
Efnisval er með umhverfisáhrif í huga og uppbygging á húsunum miðast við að notuð séu efni sem þurfa lítið viðhald.  Krosslímdar timbureiningar í burðarvirki húsanna eru einangraðar að utan og klædd veðurþolinni, viðhalds lítilli klæðningu.
 
Lóðin Furugerði 23-49 skiptist í tvo reiti, Á reit A eru tvö fjölbýlishús á tveimur hæðum með samtals 20 íbúðum og á reit B eru 10 raðhús á tveimur hæðum. Undir húsunum er staðsteyptur kjallari með geymslum og bílastæðum.
Sér bílastæði í bílakjallaranum fylgir öllum raðhúsunum auk sameiginlegri hjóla/vagnageymslu.  Gott aðgengi er fyrir gangandi og hjólandi umferð að lóðinni frá austur- og vesturenda.
 
Nánari upplýsingar á heimasíðu verkefnisins www.furugerdi.is

Áætluð afhending er fyrir jól 2022.

Upplýsingar veitir  Hrönn í síma 692-3344 [email protected] eða Fasteignasalan TORG s. 520-9595
 

Ljósmyndir

Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing

Þinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

loading

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

PóstlistiÁbendingarHafa samband