Söluauglýsing: 1067933

Árskógar 8 f 60 ára+

109 Reykjavík

Verð

69.900.000

Stærð

93.6

Fermetraverð

746.795 kr. / m²

Tegund

Fjölbýli

Fasteignamat

47.750.000

Fasteignasala

LIND Fasteignasala

Símanúmer

hero

Þessi auglýsing hefur verið fjarlægð, hún var inni í 12 daga.

Staðsetning

Auglýsing

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

Opið hús - Árskógar 8 Reykjavík - fyrir 60 ára og eldri - þriðjudaginn 8. nóvember klukkan 17:00 - 17:30

Lind fasteignasala / Heimir Hallgrímsson lögg. fasteignasali kynna til sölu afar fallega og bjarta íbúð við Árskóga 8 í Reykjavík, húsi fyrir 60 ára og eldri. Um er að ræða 93,6 fermetra íbúð í lyftuhúsi á 5. hæð með 2 svefnherbergjum, rúmgóðri stofu með gluggum í tvær áttir, yfirbyggðum vestursvölum með fallegu útsýni, eldhúsi, baðherbergi. Rúmgott anddyri og þvottaherbergi. Sérgeymsla í kjallara sem er 4,2 fermetrar. 

Kvöð er á eigninni um að kaupendur skulu vera 60 ára eða eldri og félagar í Félagi eldri borgara í Reykjavík.

Húsið er nýlega málað, skipt var um allt upprunalegt gler, lyftur teknar í gegn, húsið viðgert að utan og dren endurnýjað. Innangengt er í félagsmiðstöðina Árskóga þar sem er skipulagt félagsstarf á vegum Reykjavíkurborgar og hægt er að fá keyptan mat og síðdegiskaffi virka daga. Ýmis þjónusta er í boði í húsinu og er þar m.a. hárgreiðslustofa og fótaaðgerðastofa. Húsvörður er í byggingunni. Eigninni fylgir hlutdeild í samkomusal á jarðhæð auk hlutdeildar í húsvarðaríbúð. Íbúar við Árskóga 6 og 8 standa fyrir fjölbreyttu félagslífi og eru oft viðburðir á þeirra vegum. Stutt er í helstu þjónustu í Mjóddinni, s.s. heilsugæslu, verslanir og fl. Góð eign á góðum  stað. 

Nánari lýsing:

Forstofa/hol: Með parketi á gólfi og skápum sem ná upp í loft.
Stofa: Er rúmgóð, björt og með parketi á gólfi. Stofa rúmar vel setustofu og borðstofu. Gluggar til vesturs og norðurs með fallegu útsýni. Útgengi á svalir.
Svalir: Snúa til vesturs og með opnanlegri svalalokun. Fallegt útsýni yfir Kópavoginn og að Bessastöðum.
Eldhús: Með parketi á gólfi og viðar/hvítri eldhúsinnréttingu. AEG bakaraofn, helluborð, háfur og flísar á milli skápa. Útloftun og lýsing undir efri skápum.
Svefnherbergi I: Með parketi á gólfi, góðum skápum sem ná upp í loft og glugga til vesturs.
Svefnherbergi II: Með parketi á gólfi, skápum sem ná upp í loft og gólfsíðum gluggum til norðurs með fallegu útsýni að Esjunni, út á sundin, Móskarðshnjúkum og víðar.
Baðherbergi: Með dúk á gólfi og flísum á hluta veggja. Sturta, falleg innrétting við vask og salerni. Inngengt í þvottaherbergi frá baðherbergi.
Þvottaherbergi: Með dúk á gólfi, vaski, hillum og tengi fyrir þvottavél/þurrkara.

Sérgeymsla í kjallara: Með máluðu gólfi.

Nánari upplýsingar:
Bókið skoðun hjá Heimi Hallgrímssyni lögg. fasteignasala og lögmanni í síma 849-0672 eða á netfanginu [email protected]

Ljósmyndir

Auglýsing
Auglýsing

Þinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

loading

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

PóstlistiÁbendingarHafa samband