31.10.2022 1065814

Söluskrá FastansHallgerðargata 7

105 Reykjavík

hero

27 myndir

142.500.000

869.433 kr. / m²

31.10.2022 - 39 dag á Fastanum - Fjarlægt þann 09.12.2022

4

Svefnherbergi

2

Baðherbergi

163.9

Fermetrar

Fasteignasala

LIND Fasteignasala

[email protected]
849-0672
Lyfta
Gólfhiti
Svalir
Geymsla

Staðsetning

Auglýsing

Tenglar

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

Bókið skoðun hjá Heimi Hallgrímssyni lögg. fasteignasala / Heimir@fastlind / 849-0672

Lind fasteignasala / Heimir Hallgrímsson lögg. fasteignasali kynna til sölu glæsilega útsýnisíbúð við Hallgerðargötu 7 í Reykjavík (Stuðlaborg við Kirkjusand í Laugardal). Um er að ræða 163,9 fermetra íbúð í lyftuhúsi á 2. hæð með 4 svefnherbergjum (hjónasvíta með fataherbergi og baðherbergi inn af), 2 baðherbergjum, fataherbergi, 2 svölum og glæsilegu eldhúsi. Rúmgott anddyri og þvottarými inn af öðru baðherberginu. Rúmgóð sérgeymsla í kjallara sem er 12,5 fermetrar og sérmerkt stæði í bílakjallara. Afar glæsilegt útsýni er úr íbúðinni úr á sjó, að Esjunni, Akrafjalli, að Hörpunni og víðar. Gólfhiti er í allri íbúðinni og sjarmerandi gólfsíðir gluggar. Vönduð loftræsting er í húsinu sem tryggir betri loftgæði og meiri vörn gegn raka og ryki. Í dag eru 4 svefnherbergi í íbúðinni en auðvelt er að fækka þeim og stækka stofuna þar sem léttir veggir eru ofan á parketi íbúðarinnar.

Arkitektastofan Schmidt/Hammer/Larssen sá um alla hönnun hússins. Eignin er byggð úr vönduðum byggingarefnum og eru m.a. allir gluggar úr áli og klæðning hússins úr lituðu áli og sementstrefjaplötum. Innréttingar og tæki eru afar vönduð í íbúðinni, m.a. hvíttuð hnota í innréttingum, gegnheilar postulínsflísar í ljósum lit og vandað parket, ljós kvartzsteinn á borðum og Siemens eldhústæki. Innfelld lýsing í loftum víða í íbúðinni.

Stuðlaborg er nýlegt hús á einstökum stað við strandlengjuna í jaðri Laugardalsins, samtengt viðskiptahverfinu í Borgartúni og sjónrænni tenginu við miðbæinn og höfnina. Sannkallað miðborgarhverfi þar sem stutt er í alla verslun og þjónustu, sem og útivist við Laugardalinn og strandlengjuna.

Fasteignamat næsta árs (2023) er kr. 125.250.000,-


Nánari lýsing:
Forstofa: Með parketi á gólfi og skápum. Innfelld lýsing í loftum.
Baðherbergi I: Flísalagt í gólf og veggi, falleg innrétting við vask, með steini á borðum og speglaskáp fyrir ofan. Flísalögð sturta með glerþili og handklæðaofn. Góðir skápar þar sem eru tengi fyrir þvottavél og þurrkara. Góð útloftun.
Borðstofa: Með parketi á gólfi og stórum gólfsíðum gluggum til suðausturs. Útgengi á svalir.
Svalir I: Snúa til suðausturs með viðarfjölum á svalagólfi.
Eldhús: Með parketi á gólfi og vandaðri eldhúsinnréttingu úr hvíttaðri hnotu. Steinn á borðum og undirfelldur vaskur. Bakaraofn, spansuðu helluborð, vifta, innbyggð uppþvottavél og tengi fyrir tvöfaldan kæliskáp. Eldhús er opið og er staðsett á milli stofu og borðstofu. Innfelld lýsing að hluta. Gott pláss fyrir stóla við samtengda eldhúseyju.
Stofa: Með parketi á gólfi og gólfsíðum gluggum til norðvesturs. Innfelld lýsing í loftum. Útgengi á svalir og glæsilegt útsýni úr á sundin og til fjalla.
Svalir II: Liggja meðfram íbúðinni til norðvesturs. Þægilegt aðgengi að öllum gluggum á norðvesturhlið (sjávarhlið). Möguleiki er að fækka svefnherbergju og stækka þar með stofu mikið þar sem léttir veggir liggja ofan á parketi íbúðar.
Hjónasvíta: Með parketi á gólfi og gólfsíðum gluggum til suðausturs. Gengið inn í fataherbergi og baðherbergi II frá hjónasvítu.
Fataherbergi: Með parketi á gólfi og vönduðum innréttingu úr hvíttaðri hnotu. Fataherbergi er opið við svefnherbergi og skilið frá baðherbergi II með glæsilegum glervegg.
Baðherbergi II: Með fallegum flísum á gólfi og veggjum. Vönduð innrétting úr hvíttaðri hnotu og stein á borðum. Uppengt salerni, tveir vaskar, handklæðaofn og baðkar með sturtutækjum. Innfelld lýsing og góð loftræsting.
Svefnherbergi II: Með parketi á gólfum og skápum úr hvíttaðri hnotu. Gólfsíðir gluggar til suðausturs.
Svefnherbergi III: Með parketi á gólfi og gólfsíðum gluggum til norðvesturs.
Svefnherbergi IV: Með parketi á gólfi og gólfsíðum gluggum til norðvesturs.

Sérmerkt bílastæði í bílakjallara gegn vægu gjaldi.
Sérgeymsla í kjallara er 12,5 fermetrar að stærð.


Nánari upplýsingar:
Bókið skoðun hjá Heimi Hallgrímssyni lögg. fasteignasala og lögmanni í síma 849-0672 eða á netfanginu [email protected]

Ljósmyndir

Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing

Verðmat FastansVerðmat Fastans

Söguleg þróun á verðmati eignarinnar frá 2006

Þinglýstir kaupsamningarÞinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

Pnr.HeimilisfangKaupverðStærðFermetraverðTegundFastan.Dags.Noth.
99.900.000 kr.163.90 609.518 kr./m²250617708.03.2021

136.000.000 kr.163.90 829.774 kr./m²250617710.01.2023

Fastinn geymir kaupsamninga aftur til 2007

Sótt frá Þjóðskrá

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingarEigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

FasteignaskráFasteignaskrá

Eignir í sömu byggingu og upplýsingar þeirra

010110

Íbúð á 1. hæð
108

Fasteignamat 2025

99.950.000 kr.

Fasteignamat 2024

98.050.000 kr.

010108

Íbúð á 1. hæð
82

Fasteignamat 2025

85.700.000 kr.

Fasteignamat 2024

84.050.000 kr.

010109

Íbúð á 1. hæð
86

Fasteignamat 2025

89.850.000 kr.

Fasteignamat 2024

87.750.000 kr.

010208

Íbúð á 2. hæð
163

Fasteignamat 2025

136.300.000 kr.

Fasteignamat 2024

133.750.000 kr.

010209

Íbúð á 2. hæð
140

Fasteignamat 2025

120.300.000 kr.

Fasteignamat 2024

117.800.000 kr.

010308

Íbúð á 3. hæð
165

Fasteignamat 2025

136.900.000 kr.

Fasteignamat 2024

134.350.000 kr.

010309

Íbúð á 3. hæð
140

Fasteignamat 2025

120.550.000 kr.

Fasteignamat 2024

118.000.000 kr.

010408

Íbúð á 4. hæð
165

Fasteignamat 2025

137.450.000 kr.

Fasteignamat 2024

134.900.000 kr.

010409

Íbúð á 4. hæð
137

Fasteignamat 2025

119.750.000 kr.

Fasteignamat 2024

117.250.000 kr.

010506

Íbúð á 5. hæð
170

Fasteignamat 2025

139.300.000 kr.

Fasteignamat 2024

136.700.000 kr.

010507

Íbúð á 5. hæð
134

Fasteignamat 2025

122.450.000 kr.

Fasteignamat 2024

120.200.000 kr.

010602

Íbúð á 6. hæð
136

Fasteignamat 2025

116.900.000 kr.

Fasteignamat 2024

115.050.000 kr.

Samskiptasaga byggingar

Atriði af fundum Byggingarfulltrúa Reykjavíkur er varðar eignina

  1. FjölbýlishúsSamþykkt

    Byggingarfulltrúi | Reykjavík

    Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN054424 þannig að lóðamörk eru uppfærð ásamt lóðarhönnun, staðsetningu og fjölda bílastæða er breytt, steypt plata fyrstu hæðar er lækkuð, steypumálum hurðargata er breytt, gatmál glugga lagfærð og þök yfir efstu svölum fjarlægð, auk þess sem innra skipulag breytist lítillega í fjölbýlishúsi, á lóð nr. 7 við Hallgerðargötu. Erindi fylgir bréf frá hönnuði dags. 20. desember 2019 og A3 afrit af innlögðum teikningum.

  2. FjölbýlishúsFrestað

    Byggingarfulltrúi | Reykjavík

    Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN054424 þannig að lóðamörk eru uppfærð ásamt lóðarhönnun, staðsetningu og fjölda bílastæða er breytt, steypt plata fyrstu hæðar er lækkuð, steypumálum hurðargata er breytt, gatmál glugga lagfærð og þök yfir efstu svölum fjarlægð, auk þess sem innra skipulag breytist lítillega í fjölbýlishúsi, á lóð nr. 7 við Hallgerðargötu. Erindi fylgir bréf frá hönnuði dags. 20. desember 2019 og A3 afrit af innlögðum teikningum.

  3. FjölbýlishúsFrestað

    Byggingarfulltrúi | Reykjavík

    Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN054424 þannig að lóðamörk eru uppfærð ásamt lóðarhönnun, staðsetningu og fjölda bílastæða er breytt, steypt plata fyrstu hæðar er lækkuð, steypumálum hurðargata er breytt, gatmál glugga lagfærð og þök yfir efstu svölum fjarlægð, auk þess sem innra skipulag breytist lítillega í fjölbýlishúsi, á lóð nr. 7 við Hallgerðargötu. Erindi fylgir bréf frá hönnuði dags. 20. desember 2019 og A3 afrit af innlögðum teikningum.

  4. FjölbýlishúsFrestað

    Byggingarfulltrúi | Reykjavík

    Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN054424 þannig að lóðamörk eru uppfærð ásamt lóðarhönnun, staðsetningu og fjölda bílastæða, steypt plata fyrstu hæðar er lækkuð, steypumálum hurðargata er breytt og gatmál glugga lagfærð og þök yfir efstu svölum fjarlægð auk þess sem innra skipulag breytist lítillega í fjölbýlishúsi, á lóð nr. 7 við Hallgerðargötu. Erindi fylgir bréf frá hönnuði dags. 20. desember 2019 og A3 afrit af innlögðum teikningum.

    Vísað til athugasemda

  5. Breytingar á lóðarmörkumSamþykkt

    Byggingarfulltrúi | Reykjavík

    Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN054424 þannig að lóðamörkum og bílastæðabókhaldi fjölbýlishúss er breytt á lóð D, lóð nr. 7 við Hallgerðargötu.

  6. Breytingar á lóðarmörkumFrestað

    Byggingarfulltrúi | Reykjavík

    Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN054424 þannig að lóðamörkum og bílastæðabókhaldi fjölbýlishúss er breytt á lóð D, lóð nr. 7 við Hallgerðargötu.

  7. LóðaruppdrátturSamþykkt

    Byggingarfulltrúi | Reykjavík

    Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans um að breyta lóðamörkum lóðanna Borgartúni 41, Hallgerðargötu 7, Hallgerðargötu 13, Hallgerðargötu 19 og Kirkjusandi 2, í samræmi við meðfylgjandi uppdrætti sem eru dagsettir 25.11.2019. Lóðin Borgartún 41 (staðgr. 1.349.101, L104109) er 9370 m². Teknir 395 m² af lóðinni og lagt við Hallgerðargötu 7 (staðgr. 1.349.301, L225427). Lagðir 48 m² við lóðina úr óútvísuðu landi (L218177). Leiðrétt 1 m² vegna fermetrabrota. Lóðin Borgartún 41 (staðgr. 1.349.101, L104109) verður 9024 m². Lóðin Hallgerðargata 7 (staðgr. 1.349.301, L225427) er 3622 m². Lagðir 395 m² við lóðina frá Borgartúni 41 (staðgr. 1.349.101, L104109). Lagðir 6 m² við lóðina frá Hallgerðargötu 13 (staðgr. 1.349.501, L225433). Lóðin Hallgerðargata 7 (staðgr. 1.349.301, L225427) verður 4023 m². Lóðin Hallgerðargata 13 (staðgr. 1.349.501, L225433) er 4523 m². Teknir 6 m² af lóðinni og lagt við Hallgerðargötu 7 (staðgr. 1.349.301, L225427). Teknir 4 m² af lóðinni og lagt við Kirkjusand 2 (staðgr. 1.345.101, L104043). Teknir 108 m² af lóðinni og lagt við Hallgerðargötu 19 (staðgr. 1.349.502, L225434). Lagðir 48 m² við lóðina úr óútvísuðu landi (L218177). Lóðin Hallgerðargata 13 (staðgr. 1.349.501, L225433) verður 4453 m². Lóðin Hallgerðargata 19 (staðgr. 1.349.502, L225434) er 3161 m². Lagðir 108 m² við lóðina frá Hallgerðargötu 13 (staðgr. 1.349.501, L225433). Lagðir 4 m² við lóðina úr óútvísuðu landi (L218177). Lóðin Hallgerðargata 19 (staðgr. 1.349.502, L225434) verður 3273 m². Lóðin Kirkjusandur 2 (staðgr. 1.345.101, L104043) er 12702 m². Lagðir 4 m² við lóðina frá Hallgerðargötu 13 (staðgr. 1.349.501, L225433). Leiðrétt 1 m² vegna fermetrabrota. Lóðin Kirkjusandur 2 (staðgr. 1.345.101, L104043) verður 12707 m². Sjá deiliskipulagsbreytingu sem samþykkt var í skipulags- og samgönguráði þann 21.08.2019 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 10.09.2019.

    Samræmist ákvæðum laga nr 160 / 2010 Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst

  8. FjölbýlishúsSamþykkt

    Byggingarfulltrúi | Reykjavík

    Sótt er um leyfi til að byggja 4-7 hæða fjölbýlishús með 77 íbúðum ásamt hluta sameiginlegs bílakjallara með lóðum A, B, C, D og E á göturýmum í kjallara og á lóð nr. 7 við Hallgerðargötu. (Erindi fylgir hljóðvistargreinargerð dags. í mars 2018 og útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 18. maí 2018. Einnig samkomulag um fyrirkomulag á uppbyggingu og rekstri bílakjallara dags. í júní 2017 og 2. maí 2018 og samþykktir Rekstrafélags bílakjallara Kirkjusands, drög að forhönnun og gæðakröfum frá EFLU dags. 27. júní 2017. Stærðir: A-rými: 11.445,6 ferm., 43.437,8 rúmm. B-rými 671,0 ferm., 1.976,4 rúmm.

  9. FjölbýlishúsFrestað

    Byggingarfulltrúi | Reykjavík

    Sótt er um leyfi til að byggja 4-7 hæða fjölbýlishús með 77 íbúðum ásamt hluta sameiginlegs bílakjallara með lóðum A, B, C, D og E á göturýmum í kjallara og á lóð nr. 7 við Hallgerðargötu. (Erindi fylgir hljóðvistargreinargerð dags. í mars 2018 og útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 18. maí 2018. Einnig samkomulag um fyrirkomulag á uppbyggingu og rekstri bílakjallara dags. í júní 2017 og 2. maí 2018 og samþykktir Rekstrafélags bílakjallara Kirkjusands, drög að forhönnun og gæðakröfum frá EFLU dags. 27. júní 2017. Stærðir: A-rými: 11.445,6 ferm., 43.437,8 rúmm. B-rými 671,0 ferm., 1.975,9 rúmm.

  10. Fjölbýlishús ATH vantar fleiri iðnmeistara fyrir byggingarleyfiFrestað

    Byggingarfulltrúi | Reykjavík

    Sótt er um leyfi til að byggja 4-7 hæða fjölbýlishús með 77 íbúðum ásamt hluta sameiginlegs bílakjallara með lóðum A, B, C, D og E á göturýmum í kjallara og á lóð nr. 7 við Hallgerðargötu. (Erindi fylgir hljóðvistargreinargerð dags. í mars 2018 og útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 18. maí 2018. Einnig samkomulag um fyrirkomulag á uppbyggingu og rekstri bílakjallara dags. í júní 2017 og 2. maí 2018 og samþykktir Rekstrafélags bílakjallara Kirkjusands, drög að forhönnun og gæðakröfum frá EFLU dags. 27. júní 2017. Stærð, A-rými: 11.445,6 ferm. B-rými 671,0 ferm. Samtals: 12.116,6 ferm., og 43.437,8 rúmm.

  11. Takmarkað byggingarleyfi f. aðstöðusk. og jarðvinnuSamþykkt

    Byggingarfulltrúi | Reykjavík

    Sótt er um takmarkað byggingarleyfi fyrir aðstöðusköpun og jarðvinnu fjölbýlishúss sbr. BN054424.

    Samræmist ákvæðum laga nr 160 / 2010

  12. FjölbýlishúsFrestað

    Byggingarfulltrúi | Reykjavík

    Sótt er um leyfi til að byggja 4-7 hæða fjölbýlishús með 77 íbúðum ásamt hluta sameiginlegs bílakjallara með lóðum A, B, C, D og E á göturýmum í kjallara og á lóð nr. 7 við Hallgerðargötu. Stærðir: A-rými 11.444,2 ferm., 43.419,0 rúmm. B-rými 671,0 ferm., x rúmm. Hljóðvistargreinargerð dags. mars 2018 fylgir erindi.

  13. FjölbýlishúsFrestað

    Byggingarfulltrúi | Reykjavík

    Sótt er um leyfi til að byggja 4-7 hæða fjölbýlishús með 77 íbúðum ásamt hluta sameiginlegs bílakjallara með lóðum A, B, C, D og E á göturýmum í kjallara og á lóð nr. 7 við Hallgerðargötu. Stærðir: A-rými x ferm., x rúmm. B-rými x ferm., x rúmm. Hljóðvistargreinargerð dags. mars 2018 fylgir erindi.

  14. LóðauppdrátturSamþykkt

    Byggingarfulltrúi | Reykjavík

    Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að breyta lóðamörkum lóðanna Borgartún 41 og Kirkjusandur 2 og mynda nokkrar nýjar lóðir, eða eins og sýnt er á meðsendum uppdráttum Landupplýsingadeildar dagsettum 11. 05. 2017. Ný lóð, Hallgerðargata 7 (staðgr. 1.349.301, landnr¿¿..) Bætt við lóðina frá Borgartúni 41 3620 m² Bætt við lóðina úr óútvísuðu landi (landnr. 218177) 2 m² Lóðin verður 3622 m² Sjá deiliskipulag sem samþykkt var í umhverfis- og skipulagsráði þann 20. 04. 2016, samþykkt í borgarráði þann 28. 04. 2016 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 28. 06. 2016. Sjá deiliskipulagsbreytingu sem samþykkt var í umhverfis- og skipulagsráði þann 02. 11. 2016 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 16. 11. 2016.

    Samræmist ákvæðum laga nr 160 / 2010 Uppdrátturinn öðlast gildi þegar honum hefur verið þinglýst


Byggir aðeins á útgefnum fundum Byggingarfulltrúa Reykjavíkur á milli 1997 - 2024 ( júlí ).

PóstlistiÁbendingarHafa samband