Söluauglýsing: 1060392

Arkarvogur 10 (402)

104 Reykjavík

Verð

61.900.000

Stærð

58.8

Fermetraverð

1.052.721 kr. / m²

Tegund

Fjölbýli

Fasteignamat

4.560.000

Fasteignasala

Eignamiðlun

Símanúmer

hero

Þessi auglýsing hefur verið fjarlægð, hún var inni í 1 daga.

Staðsetning

Auglýsing

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

Eignamiðlun kynnir:

ÞG Verk og Eignamiðlun kynna til sölu glæsilegar nýjar íbúðir að Arkarvogi 10 í Vogabyggð. 
* Stærð íbúða eru frá 58,8 til 102 fermetrar.
* Lyftuhús.
* Stæði í bílakjallara fylgja íbúðum auk sérgeymsla.
* Svalir eða sérafnotareitur fylgja íbúðum.
* Miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu.
* Steinsnar frá frábæru útivistarsvæði. 


Nánari upplýsingar veitir:
Ragnhildur Anna Gunnarsdóttir sími 861-1197, [email protected]

Íbúð 402: er rúmgóð 58.8 fm, tveggja herbergja íbúð á efstu hæð með sólríkum svölum, sérgeymslu og stæði í bílageymslu. 
Eignin er skráð sem hér segir hjá Þjóðskrá: Fastanr. 251-1085, nánar tiltekið eign merkt 04-02.  Ibúðin er skráð 51.2  fm og sérgeymsla í sameign er skráð 7.6 fm. Eigninni fylgir bílskúr/ stæði í bílageymslu merkt B0-71. Svalir eru til suðurs og eru skráðar 5.5 fm. Forstofu/hol, 1 svefnherbergi, stofu,  eldhús, 1 baðherb.,geymslu. 

Innréttingar í Drómundarvog 2: Innréttingar í eldhúsi og á baði eru frá þýska framleiðandanum Nobilia og fataskápar frá GKS smíðaverkstæði. Nobilia er með framleiðslu í einni fullkomnustu innréttingaverksmiðju í heiminum í dag og framleiðir innréttingar eftirströngum gæðakröfum. Innréttingarnar eru með ljúflokun á skúffum og skápum. Skápahurðir eldhúsa eru með dökkri viðaráferð (hnota frá GKS). Lýsing er undir efriskápum í eldhúsum. Borðplötur eru úr efni sem er slitsterkt og endingargott, með vönduðum kantlímingum sambræddum með laser tækni. Eldhús skilast með tækjum og búnaði frá Electrolux, span-helluborði, blástursofni, uppþvottavél og innbyggðum ísskáp. Viftur eru ýmist í efri skáp, nema þar sem eru vegg eða eyjuháfar en allar afhentar með kolasíu. Neðri skápar á baði eru með skúffu, efri skápar eru með spegli. Fataskápar eru eins og skápahurðir eldhúsa. Íbúðum verður skilað án megingólfefna.

* Kaupendur greiða skipulagsgjald þ.e 0,3% af endanlegu brunabótamati þegar það verður innheimt. 
* Ath. innimyndir eru tölvuteiknaðar og eru til glöggvunar en sýna ekki endanlegan frágang eignarinnar, nánar um skil sjá skilalýsingu.
* Seljandi hefur heimild til að breyta eignaskiptasamning sé þess þörf en þó án þess þó að rýra eignarrétt kaupanda. 
* Ef misræmi er milli arkitektateikninga og innréttingateikninga þá eru innréttingateikningar þær sem gilda og eru þær áritaðar og hluti samningsins.
* Eignin afhendist samkvæmt meðfylgjandi skilalýsingu og er áætluð afhending okt/nóv 2022 með þeim fyrirvara að öryggisúttekt sé komin á húsið. 

Verktakinn er ÞG-Verk sem hefur yfir 20 ára reynslu og hefur frá 1998 byggt þúsundir íbúða fyrir ánægðar fjölskyldur. Áreiðanleiki, gæði og notagildi eru einkunnarorð fyrirtækisins. Meginmarkmið ÞG-verk er að skila góðu verki og eiga traust og áreiðanleg samskipti við sína viðskiptavini. Allar nánari upplýsingar má finna á heimasíðu verkefnisins: www.tgverk.is/vogabyggd/
Vogabyggðin er á frábærum stað hvað samgöngur varðar. Má segja að þarna við Elliðaárósana séu krossgötur höfuðborgarsvæðisins umferðarlega séð þar sem Sæbraut, Miklabraut, Vesturlandsvegur og Reykjanesbraut mætast. Íbúar eru því fljótir að komast út á þessar helstu umferðaræðar. Almenningssamgöngur eru líka góðar, Strætó stoppar rétt hjá á Sæbrautinni og áætlað er að Borgarlínan komi til með að liggja rétt hjá Vogabyggðinni.

* Við sýnum samdægurs - nánari upplýsingar veita:
Ragnhildur Anna Gunnarsdóttir, lögg. fasteignasali sími 861-1197, [email protected]
Herdis Valb. Hölludóttir, lögg. fasteignasali sími 694-6166, [email protected]
Brynjar Þór Sumarliðason, lögg. fasteignasali sími 896-1168, [email protected]
Bjarni T. Jónsson, lögg. fasteignasali sími 895-9120, [email protected]

Ábyrg þjónusta í áratugi. Eignamiðlun var stofnuð 1957 og er elsta starfandi fasteignasala á Íslandi. Reynsla, heiðarleiki og þekking á fasteignamarkaðnum eru grunnur að farsælum viðskiptum. 

Eignamiðlun Grensásvegi 11, 108 Reykjavík - Opið frá kl. 9-17 mánudaga til fimmtudaga og 9-16 á föstudögum.

Heimasíða Eignamiðlunar

Eignamiðlun á Facebook


Ljósmyndir

Þinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

Engir þinglýstir kaupsamningar fundust á þessari eign

Verðsaga

Byggt á þinglýstum kaupsamningum

Ekki tókst að sækja verðsögu á þessari eign

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Auglýsingasaga

Endurskráningar sömu eignar á mismunandi verð- og tímabilum

Fjöldi skráningaÁsett verðFermetraverðTímabil.
95 skráningar
61.900.000 kr.1.052.721 kr./m²07.07.2022 - 08.07.2022

Eignin hefur verið auglýst / endurskráð 95 sinnum síðan 2014.

Eigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

PóstlistiÁbendingarHafa samband