30.09.2022 1055835

Söluskrá FastansFunafold 52

112 Reykjavík

hero

46 myndir

Tilboð

0 kr. / m²

30.09.2022 - 7 dag á Fastanum - Fjarlægt þann 07.10.2022

4

Svefnherbergi

3

Baðherbergi

317

Fermetrar

Fasteignasala

Landmark

[email protected]
848-3113
Bílskúr
Heitur pottur
Svalir
Geymsla

Staðsetning

Auglýsing

Tenglar

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

- BÓKIÐ SKOÐUN HJÁ BRYNDÍSI Í SÍMA 848-3113 EÐA Á [email protected] -
LANDMARK FASTEIGNAMIÐLUN KYNNIR:
Einstaklega fallegt einbýlishús á sjávarlóð við Grafarvoginn.
Húsið er steypt á tveimur hæðum ásamt innbyggðum bílskúr, í rólegum botnlanga.
Stutt í sundlaug og Foldaskóla, sem er margverðlaunaður grunnskóli upp í 10 bekk, leikskóli er við enda botnlangans.
EIGNIN ER LAUS TIL AFHENDINGAR VIÐ KAUPSAMNING.

 
Allar nánari upplýsingar um eignina veitir:
Bryndís Bára lögg. fasteignasali á [email protected] eða í síma 848-3113
Sveinn Eyland lögg. fasteignasali á [email protected] eða í síma 690-0820


Birt stærð eignarinnar samkvæmt fasteignamati er 227 fm., en þar að auki eru ca. 50 fm þar sem um er að ræða af 25 fm stækkun á stofu á efri hæð og 25 fm herbergi á neðri hæð sem auðvelt væri að breyta í tvö herbergi. Viðbyggingin er frá 1992 og var teiknuð af arkitekt hússins, samþykkt og tekin út, en birtist ekki í fasteignamati.  Einnig eru ca 40 fm óskráðir undir bílskúrnum,  án drenlagnar undir bílskúrnum, en þar er þvottahúsið, geymsla og vinnuherbergi. Húsið er því samtals 317 fm. 
 
Eignin skiptist í; forstofu, eldhús, arinstofu, borð- og setustofu, 4 svefnherbergi, sjónvarpsherbergi/fjölskyldurými, 2 baðherbergi, gestasnyrtingu, þvottahús, innangengt í tvöfaldan bílskúr. Möguleiki er á að bæta við tveimur herbergjum. Tvennar svalir eru á húsinu, í austur og vestur.

Nánari lýsing
Efri hæð/aðalhæð

Forstofa rúmgóðir skápar með speglum á hurðum. Höganäs flísar á gólfum.
Geymsla fyrir skó og yfirhafnir á milli forstofu og bílskúrs 
Arinstofa með panóramaútsýni yfir sjóinn. Parket á gólfum.
Borð- og setustofa mjög rúmgóð og hátt til lofts, einnig með góðu útsýni til sjávar. Parket á gólfum.
Eldhús hvít afar vönduð og tímalaus hönnun frá 2009. Dökkar steinborðplötur, innfelldur vaskur, tvöfaldur ísskápur með klakavél, uppþvottavél, ofn, örbylgjuofn og eyja með span helluborði. Gengið er út á hálfyfirbyggðar svalir
Tvö rúmgóð herbergi með horngluggum, hátt til lofts og útsýni til sjávar, annað herbergið með svölum
Baðherbergi sturta, ný hvít innrétting og vaskur, upphengt salerni, opnanlegt fag á glugga, flísar á veggjum 
Bílskúr tvöfaldur, mjög góð vinnuaðstaða/langborð með vaski, geymsluloft, lakkað gólf. Innangengt frá efri hæð og beint um gryfjuop og stiga í geymslurými á neðri hæð. 
Steyptir bitar skipta loftinu þannig að ýmist er mjög hátt til lofts og halli á lofti eða lægra. Hljóðvist er því góð og loftstrúktúrinn fallegur. Loftklæðning er úr hvíttuðu greni. 
Steyptur parketlagður stigi milli hæða
 

Neðri hæð
Fjölskyldurými/sjónvarpsherbergi rúmgott, útgangur út í garð, möguleiki á að útbúa herbergi úr hluta rýmisins. Parket á gólfi.
Hjónaherbergi rúmgott með fataherbergi, baðherbergi inn af herbergi með sturtu, hornbaðkari, upphengdu salerni, rúmgóðri innréttingu, flísar á veggjum, parket á gólfi.
Þvottahús mjög rúmgott, gluggi með opnanlegu fagi, lakkað gólf. Möguleiki á að setja upp stóra línskápa auk vinnuborða. Gæti einnig verið handverkstæði ásamt vinnuherbergi inn af þvottahúsinu. 
Vinnuherbergi og geymsla inn af þvottahúsi, geymsla tengist beint bílskúr, stigi og gryfjuop í bílskúrsgólfi, gluggi á fremra herbergi, lakkað gólf
Geymsla hillur og fatahengi, parket á gólfi  
Gestasnyrting vaskur, upphengt salerni
Hol gengið þaðan út á pall 
Herbergi  25 fm sem nú er að hluta skipt upp með léttum vegg í unglingastúdíó með tveimur rýmum, auðveldlega hægt að skipta í tvö rúmgóð herbergi með stórum horngluggum, eða opna alveg í eitt stórt rými. Höganäsflísar á gólfum.

Um er að ræða mjög vandað og vel staðsett hús sem hefur fengið gott viðhald alla tíð. 

Nýjustu framkvæmdir, í maí 2022:

Húsið málað að innan og utan
Þak og þakkantur yfirfarið, málað og endurnýjað, m.a. skipt um allt járn og pappa 
Ný rafmagnstafla
Parket slípað og lakkað
Útihurðir og bílskúrshurðir málaðar
Gólf í bílskúr lakkað, skipt um blöndunartæki
Ný blöndunartæki í eldhúsi
Ný innrétting í baðherbergi á efri hæð.

 
Fasteignamat fyrir árið 2023 er 128.650.000 kr. 
Húsið stendur við útivistarsvæðið við Grafarvog, gott fjölsylduhús með möguleika á aðlögun eftir því sem börnin stækka, enda einn eigandi í 34 ár.

Arkitekt: Ormar Þór Guðmundsson

Rafmagns og ljósahönnun: Helgi Kr. Eiríksson í Lúmex 
Innanhússarkitekt: Þóra Birna Björnsdóttir
Arin: Jón Eldon Logason, arinsmiður

Í Grafarvoginum innan brúar og fyrir framan húsið eru ósnertar leirur sem rætt hefur verið að vernda enda fóstra þær fjölskrúðugan hóp vaðfugla og eru einn helsti viðkomustaður þúsunda farfugla, vor og haust, þá eiga selir það til að koma inn voginn og lax gengur oft og leikur listir sýnar fyrir framan húsið. Húsið er því hannað þannig að útsýni er til sjávar úr öllum herbergjum og ekki svalir sem skyggja á nærútsýnið.
Garðurinn er mjög skjólgóður og gróinn með heitum potti og palli að sunnanverðu. Þar er mikil veðursæld og góð gróðurskilyrði. Hægt er að fara beint út úr garðinum inn á göngu og hjólastíga borgarinnar. Stutt í allar áttir og nánast engin hækkun frá miðborginni. Framan við hús er hellulagt bílastæði með snjóbræðslu. 

-Vegna mikillar sölu undanfarið þá vantar allar tegundir eigna á skrá.
-Hafðu samband og ég kem og met eignina þína þér að kostnaðarlausu.
-Bryndís Bára Þórðardóttir gsm: 848-3113 eða [email protected]

 

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. LANDMARK fasteignamiðlun bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1.Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýslugjald kaupanda kr. 69.900. 
5. Þegar um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af endanlegu brunabótamáti, þegar það er lagt á.

Heimasíða LANDMARK fasteignamiðlunar
Fáðu frítt sölumat á eignina þína HÉRNA

Ljósmyndir

Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing

Verðmat FastansVerðmat Fastans

Söguleg þróun á verðmati eignarinnar frá 2006

Þinglýstir kaupsamningarÞinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

Engir þinglýstir kaupsamningar fundust á þessari eign

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

VerðsagaVerðsaga

Byggt á þinglýstum kaupsamningum

Ekki tókst að sækja verðsögu á þessari eign

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

AuglýsingasagaAuglýsingasaga

Endurskráningar sömu eignar á mismunandi verð- og tímabilum

Fjöldi skráningaÁsett verðFermetraverðTímabil.
6 skráningar
Tilboð-02.09.2022 - 23.09.2022
2 skráningar
175.000.000 kr.552.050 kr./m²03.08.2022 - 01.09.2022
1 skráningar
185.000.000 kr.583.596 kr./m²07.07.2022 - 05.08.2022
1 skráningar
200.000.000 kr.630.915 kr./m²10.06.2022 - 08.07.2022

Eignin hefur verið auglýst / endurskráð 10 sinnum síðan 2014.

Eigindi auglýsingarEigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

FasteignaskráFasteignaskrá

Eignir í sömu byggingu og upplýsingar þeirra

010101

Íbúð á 1. hæð
227

Fasteignamat 2025

146.750.000 kr.

Fasteignamat 2024

140.250.000 kr.

Samskiptasaga byggingar

Atriði af fundum Byggingarfulltrúa Reykjavíkur er varðar eignina

Engin samskiptasaga fannst á þessari eign.


    Byggir aðeins á útgefnum fundum Byggingarfulltrúa Reykjavíkur á milli 1997 - 2024 ( júlí ).

    PóstlistiÁbendingarHafa samband