29.09.2022 1055589

Söluskrá FastansFUNAFOLD 52

112 Reykjavík

hero

53 myndir

Tilboð

0 kr. / m²

29.09.2022 - 8 dag á Fastanum - Fjarlægt þann 07.10.2022

4

Svefnherbergi

2

Baðherbergi

227

Fermetrar

Fasteignasala

Valborg

[email protected]
8954000
Bílskúr
Heitur pottur
Svalir
Arinn
Geymsla

Staðsetning

Auglýsing

Tenglar

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

Valborg - fasteignasala kynnir sérlega glæsilegt einbýli á tveimur hæðum við sjóinn  í Grafarvogi, samtals 317 fm. Húsið er steypt og er með rúmgóðum innbyggðum tvöföldum bílskúr og er staðsett fyrir neðan götu í rólegum botnlanga þar sem lítil umferð er. Fallegur gróinn garður með heitum potti og skjólgóðum stórum palli.  Falleg sjávarsýn bæði úr húsi og garði.  Hitalögn í innkeyrslu og gangstétt.  Nýtt járn á þaki og þakkanti..   Eignin er skráð 227. fm. hjá fasteignamati,  en þar að auki eru 25 fm. samþykktir og útteknir ferm vegna stækkunar stofu og aðrir 25 fm vegna stækkunar herbergja á neðri hæð. Þá er 40 fm. óskráð rými undir bílskúr, en þar er þvottahús, geymsla og gott vinnuherbergi.  Húsið er að hluta til á pöllum sem brýtur það upp.  Falleg eign fyrir náttúruunnendur með barnvænum garði og nágrenni. Hægt er að fara beint út úr garðinum inn á göngu- og hjólastíga borgarinnar og eru mörg falleg útivistarsvæði í næsta nágrenni við húsið.  Einn eigandi frá upphafi.
Eignin er tilbúin til afhendingar við kaupsamning. Húsinu hefur verið vel við haldið og talsverðar endurbætur hafa verið gerðar á eigninni nýverið, sjá upplistun hér að neðan.
Stutt er bæði í grunnskóla og sundlaug, leikskóli er við enda botnlangans.

Nánari upplýsingar veitir Elvar Guðjónsson, viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali í síma 8954000, tölvupóstur [email protected].

Nánari lýsing
Efri hæð/aðalhæð
Steyptir bitar skipta loftinu þannig að ýmist er mjög hátt til lofts og halli á lofti eða lægra. Hljóðvist er því góð.  Loftklæðning er úr hvíttuðu greni. 
Forstofa góðir skápar með speglum á hurðum. Höganäs flísar á gólfum.
Rými með geymslu fyrir skó og yfirhafnir á milli forstofu og bílskúrs 
Falleg aðalstofa með arni og útsýni yfir sjóinn. Parket á gólfum.
Borð- og setustofa mjög rúmgóð og hátt til lofts, einnig með góðu útsýni til sjávar. Parket á gólfum.
Eldhús hvít afar vönduð og tímalaus hönnun frá 2009. Dökkar steinborðplötur, innfelldur vaskur, tvöfaldur ísskápur með klakavél, uppþvottavél, ofn, örbylgjuofn og eyja með span helluborði. Gengið er út á hálfyfirbyggðar svalir sem snúa í suð-austur.
Tvö rúmgóð herbergi með horngluggum eru á hæðinni, hátt til lofts og útsýni til sjávar, annað herbergið með litlum svölum.
Baðherbergi með sturtu, nýleg hvít innrétting og vaskur, upphengt salerni, opnanlegt fag á glugga, flísar á veggjum 
Bílskúr tvöfaldur, mjög góð vinnuaðstaða/langborð með vaski, geymsluloft, lakkað gólf. Innangengt frá bílskúr og beint um gryfjuop og stiga í geymslurými á neðri hæð. 

Parketlagður steyptur stigi er á milli hæða
 
Neðri hæð
Rúmgott fjölskyldurými/sjónvarpsherbergi, útgangur út í garð, möguleiki á að útbúa herbergi úr hluta rýmisins. Parket á gólfi.
Hjónaherbergi rúmgott með fataherbergi, parket á gólfi.
Baðherbergi inn af herbergi með sturtu, hornbaðkari, upphengdu salerni, góðri innréttingu, flísar á veggjum, gluggi með opnanlegu fagi.
Herbergi  25 fm. sem nú er að hluta skipt upp með léttum vegg í unglingastúdíó með tveimur rýmum, auðveldlega hægt að skipta í tvö rúmgóð herbergi með stórum horngluggum, eða opna alveg í eitt stórt rými. Höganäsflísar á gólfum.
Þvottahús mjög rúmgott, gluggi með opnanlegu fagi, lakkað gólf. Möguleiki á að setja upp stóra línskápa auk vinnuborða. Gæti einnig verið handverkstæði ásamt vinnuherbergi inn af þvottahúsinu.  Ýmsir möguleikar.
Vinnuherbergi og geymsla inn af þvottahúsi, geymsla tengist beint bílskúr, stigi og gryfjuop í bílskúrsgólfi, gluggi á fremra herbergi, lakkað gólf
Gestasnyrting vaskur, upphengt salerni
Geymsla hillur og fatahengi, parket á gólfi  
Hol gengið þaðan út á pall 

Nýjustu framkvæmdir á þessu ári:

Húsið málað að utan og innan
Þak og þakkantur yfirfarið og endurnýjað, m.a. skipt um allt járn og pappa á þaki. 
Ný rafmagnstafla
Parket slípað og lakkað
Gólf í bílskúr lakkað, skipt um blöndunartæki í bílskúr.
Ný blöndunartæki í eldhúsi
Ný innrétting í baðherbergi á efri hæð.


Eignin Funafold 52 er skráð sem hér segir hjá FMR: Eign 204-2406, birt stærð 227.0 fm (en er í raun 317 fm)..

Arkitekt: Ormar Þór Guðmundsson
Rafmagns og ljósahönnun: Helgi Kr. Eiríksson í Lúmex 
Innanhússarkitekt: Finnur Fróðason og Þóra Birna Björnsdóttir
Arin: Jón Eldon Logason, arinsmiður
 

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til
seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002.
Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta
fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Valborg ehf. fasteignasala bendir væntanlegum
kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.
 

Ljósmyndir

Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing

Verðmat FastansVerðmat Fastans

Söguleg þróun á verðmati eignarinnar frá 2006

Ath. að Verðmat Fastans er enn í þróun og byggir í dag á mjög grunnum upplýsingum.

Þinglýstir kaupsamningarÞinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

Pnr.HeimilisfangKaupverðStærðFermetraverðTegundFastan.Dags.Noth.
160.000.000 kr.227.00 704.846 kr./m²204240615.03.2023

Fastinn geymir kaupsamninga aftur til 2007

Sótt frá Þjóðskrá

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

VerðsagaVerðsaga

Byggt á þinglýstum kaupsamningum

Byggir á kaupsamningum sem deila heimilsfangi og stærð

Sótt frá Þjóðskrá

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

AuglýsingasagaAuglýsingasaga

Endurskráningar sömu eignar á mismunandi verð- og tímabilum

Fjöldi skráningaÁsett verðFermetraverðTímabil.
1 skráningar
Tilboð-29.09.2022 - 07.10.2022

Eignin hefur verið auglýst / endurskráð 1 sinnum síðan 2014.

Eigindi auglýsingarEigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

FasteignaskráFasteignaskrá

Eignir í sömu byggingu og upplýsingar þeirra

010101

Íbúð á 1. hæð
227

Fasteignamat 2025

146.750.000 kr.

Fasteignamat 2024

140.250.000 kr.

Samskiptasaga byggingar

Atriði af fundum Byggingarfulltrúa Reykjavíkur er varðar eignina

Engin samskiptasaga fannst á þessari eign.


    Byggir aðeins á útgefnum fundum Byggingarfulltrúa Reykjavíkur á milli 1997 - 2024 ( júlí ).

    PóstlistiÁbendingarHafa samband