Söluauglýsing: 1054037

Dragavegur 5

104 Reykjavík

Verð

68.900.000

Stærð

97.5

Fermetraverð

706.667 kr. / m²

Tegund

Hæðir

Fasteignamat

51.400.000

Símanúmer

hero

Þessi auglýsing hefur verið fjarlægð, hún var inni í 39 daga.

Staðsetning

Auglýsing

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

*** Eignin er seld með fyrirvara ***

Alda fasteignasala kynnir í einkasölu fallega 3ja herbergja hæð með sérinngangi við Dragaveg í 105 Reykjavík.

Falleg eign á frábærum stað.

Nánari upplýsingar veitir Hafþór Örn, Löggiltur fasteignasali, í síma 699-4040, [email protected]

Nánari lýsing:  Eignin er 97,5 m2 skv. Þjóðskrá Íslands og skiptist í forstofu, stofu og eldhúsi í opnu rými, tvö svefnherbergi, baðherbergi, svalir og geymslu.
Íbúðin er í tvíbýli og er byggingarár hússins skráð 1983.

Fasteignamat næsta árs verður 63.800.000

Forstofa: Gengið er inn á fyrstu hæð í flísalagða forstofu þar sem er fatahengi.Gengið er upp flísalagðan stiga með palli á aðra hæð.
Stofa- og borðstofa: Eru í rúmgóðu, björtu og opnu rými þar sem er harðparket á gólfi, gluggar á þrjá vegu og útgengi á rúmgóðar svalir sem liggja meðfram endilöngu húsinu.  
Eldhús: Er ásamt stofu í opnu rými. með fallegri hvítri innréttingu, góðri vinnuaðstöðu, spanhelluborði, tengi fyrir uppþvottavél og glugga með opnanlegu fagi. harðparket á gólfi.
Hjónaherbergi: Rúmgott og bjart með góðum, fataskáp. Harðparket á gólfi.
Svefnherbergi: Rúmgott og bjart.
Baðherbergi: Er allt nýlega uppgert (2022), upphengt salerni, baðkar með sturtu,falleg innrétting og með rúmgóðum skáp, spegill með baklýsingu Flísalagt í hólf og gólf.
Geymsla/þvottahús: Er inn af forstofu. Rúmgóð, niðurgrafin geymsla með pláss og tengi fyrir þvottavél og þurrkara.
Svalir: Breiðar svalir sem gengið er á úr stofu.
Útisvæði: Sameiginlegur garður með íbúðunum tveimur. Garði hefur verið skipt með girðingu svo hvor íbúð hefur afnot af um helmingi garðs. Íbúðin hefur afnot af stæði fyrir aftan húsið, þar sem búið er að draga fyrir rafhleðslustöð.

Eignin hefur verið uppgerð að mestu leyti á undanförnum misserum. Að sögn seljenda var baðherbergi endurnýjað 2022
og samkvæmt fyrri sölulýsingum var eldhús og gólfefni endurnýjað 2014, og nýtt tvöfalt gler sett í allar rúður 2014. Skipt var um neysluvatnslagnir 2013.
Möguleiki væri að skipta upp stofu og búa til aukalegt herbergi.


Falleg eign á vinsælum stað þar sem stutt er í verslun, skóla og alla þjónustu auk fallegra göngu- og hjólaleiða í Laugardalnum 
Nánari upplýsingar veitir Hafþór Örn, Löggiltur fasteignasali, í síma 699-4040, [email protected]


Kostnaður kaupanda vegna kaupa:
  Stimpilgjald kaupsamnings einstaklinga  er  0,8%  og lögaðila  1,6% af fasteignamati eignar. Lántökugjald getur verið breytilegt eftir lánastofnunum,  oftast 1%. Þinglýsingargjald er 2.000 fyrir hvert skjal. Þjónustu- og umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. ALDA fasteignasala bendir öllum sem hugsa sér að kaupa, að kynna sér vel ástand fasteignarinnar við skoðun fyrir tilboðsgerð og leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun ef þörf þykir.

Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Ljósmyndir

Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing

Þinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

loading

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

PóstlistiÁbendingarHafa samband