22.09.2022 1053879

Söluskrá FastansNorðurhóp 38

240 Grindavík

hero

24 myndir

75.900.000

497.379 kr. / m²

22.09.2022 - 9 dag á Fastanum - Fjarlægt þann 30.09.2022

5

Svefnherbergi

1

Baðherbergi

152.6

Fermetrar

Bílskúr
Heitur pottur
Hleðslustöð

Staðsetning

Auglýsing

Tenglar

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

ALLT fasteignasala í Grindavík kynnir Norðurhóp 38, um er að ræða glæsilegt parhús byggt úr timbri árið 2014. Um er að ræða fimm svefnherbergja íbúð. Fjögur svefnherbergi eru innan íbúðar og fimmta svefnherbergið er innan bílskúrs.

Eignin er öll smekkleg, vel um gengin. Allt umhverfi eignarinnar er full klárað með hellulögðum stéttum og bílastæðum. Góðir pallar, geymsluskúr, barnahús og heitur pottur. Innréttingar frá RH, blöndunartæki, bað og wc og vaskar frá Tengi. Eldhústæki frá AEG. Vönduð gólfefni frá Þ. Þorgrímssyni.
Gluggatjöld frá Álnabæ, twinlight í stofu en myrkvunar í  herbergjum. 

Nánari lýsing

Forstofa: Góðir fataskápar og skúffur, lakkaðar korkflísar á gólfum. Innfeld LED lýsing

Eldhús: Elhúsinnrétting með tækjaskáp, innfeldum ísskáp, innfeldi uppþvottavél og hrærivélaskáp. Öll tæki frá AEG, Ísskápur og uppþvottavél fylgja.
Lakkaðar korkflísar á gólfinu og innfeld LED lýsing í lofti

Stofa: Vinylkorkparket á gólfum og innreið LED lýsing. Plast svalarennihurð. Skovby stofumubla getur fylgt með.

Gangur Vinylkorkparket, eikarinnrétting undir tv, innreið LED lýsing

4 svefnherbergi í íbúð: öll með vinylparketi og þrjú með fataskápum, hjónaherbergi með innfeldri Led lýsingu,  hin með ljósastæði.

Wc: Baðker með sturtu. Útgengt út í pott. Speglaskápur. Innfeld LED lýsing.

Þvottahús: Góð innréttingu fyrir þvottavél og þurrka í sömu hæð, hilla undir bala. Ljósastæði. Loftlúga upp á geymsluloft.

Bílskúr: Með vinnuferli og hillum. Gólf með plastparket að hluta og rest lökkuð. Tenging fyrir hraðhleðslustöð með viðurkenndum varnarbúnaði. 

Herbergi í bílskúr: Plastparket, ljósastæði, útgengt út í garð. Möguleiki er að vera með þvottahús eða baðherbergi.

Geymsluloft: Stórt geymsluloft með ljósa stæði, óeinangrað. Komin lögn fyrir loftræstingu og mótor upp á lofti. Búið að leggja rafmagn. Er eftir að einangra loftræstilögn.

Lokað veitukerfi með varmaskipti. Golfhiti.

Lóð: Hellulögð innkeyrsla með hita í plani og kerum með tré í. Lagnir fyrir útilýsingu, merktar á teikningu. Pallur um 115fm með góðri skjólgirðingu úr timbri og hertu öryggisgleri. 
Geymsluskúr og barnakofi á palli . Heitur pottur frá heitirpottar.is 
Innfeld led lýsing í þakkanti stýrð af sólúri.
Jólasería allan hringinn fylgir með sem er samkomulag milli húsa um að eiga og láta fylgja með. 

Glæsileg eign, vandaðar innréttingar og tæki. Allt umhverfi eignarinnar er til fyrirmyndar. Íbúðin er staðsett í nýlegu barnmörgu hverfi.
 

Nánari upplýsingar og skoðunarbókanir veitir:

Páll Þorbjörnsson 
löggiltur fasteignasali 
[email protected]
560-5501


ALLT fasteignasala er staðsett á eftirfarandi stöðum: 

  • Hafnargötu 91, 230 Reykjanesbæ 
  • Víkurbraut 62,  240 Grindavík 
  • Þverholti 2, 270 Mosfellsbæ 
Kostnaður kaupanda: 
  • Af gjaldskyldum skjölum skal greiða 0,8% af fasteignamati ef kaupandi er einstaklingur og 1,6% af fasteignamati ef kaupandi er lögaðili. 
  • Þinglýsingargjald á hvert skjal er kr. 2.500. 
  • Lántökugjald fer eftir verðskrá lánastofnunar hverju sinni. 
  • Umsýslugjald til ALLT fasteignasölu er kr. 50.000 auk vsk.  
Skoðunar- og aðgæsluskylda kaupanda: 
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. ALLT fasteignasala vill beina því til væntanlegs kaupanda að kynna sér ástand fasteignar vel við skoðun og fyrir tilboðsgerð. Ef þurfa þykir, er ráðlagt að leita til sérfræðifróðra aðila.
Forsendur söluyfirlits: 
Söluyfirlit þetta er samið af fasteignasala til samræmis við lög um sölu fasteigna og skipa nr. 70/2015. Upplýsingar þær sem koma fram í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, frá seljanda og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eignina til samræmis við upplýsingaskyldu sína sbr. lög um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. 
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteignar sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki með berum augum, eins og t.d. lagnir, dren, skólp og þak.  

Ljósmyndir

Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing

Verðmat FastansVerðmat Fastans

Söguleg þróun á verðmati eignarinnar frá 2006

Þinglýstir kaupsamningarÞinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

loading

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingarEigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

FasteignaskráFasteignaskrá

Eignir í sömu byggingu og upplýsingar þeirra

010101

Parhús á 1. hæð
152

Fasteignamat 2025

73.350.000 kr.

Fasteignamat 2024

73.750.000 kr.

Samskiptasaga byggingar

Atriði af fundum Byggingarfulltrúa Reykjavíkur er varðar eignina

PóstlistiÁbendingarHafa samband