Söluauglýsing: 1052289

Fitjahlíð 52

311 Borgarnes

Verð

Tilboð

Stærð

42.7

Fermetraverð

-

Tegund

Sumarhús

Fasteignamat

13.500.000

Fasteignasala

Fastborg

Símanúmer

hero

Þessi auglýsing hefur verið fjarlægð, hún var inni í 99 daga.

Staðsetning

Auglýsing

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

Borg fasteignasala kynnir: Glæsilegt sumarhús í Fitjahlíð með bátaskýli innarlega við Skorradalsvatn. Bústaðurinn er einstaklega glæsilegur, rómantískur og hlýlegur, umkringdur trjám við vatnið fallega. Skorradalurinn er rómaður fyrir veðursæld sumar, vetur, vor og haust.
Stutt frá höfuðborgarsvæðinu, fjölskylduvænt fallegt umhverfi og stutt í alla þjónustu.
 

Húsið er neðan við veg við vatnið í Fitjalandi í Skorradal. Upphaflega byggt árið 1994 og árið 2012 var byggt við nýtt hús og eldra endurnýjað.
Heildarstærð með svefnlofti og kjallara er um 120 fm. Árið 2012 var byggt bátaskýli sem er um 40 fm, með stórri hurð, einnig auðvelt að breyta í veisluhús þegar það á við. Með húsinu fylgir glæsilegur nýlegur hraðbátur og fylgibúnaður.
Ekki verða byggð fleiri bátaskýli við Skorradalsvatn.
 
Fitjaland er fyrsta sumarhúsabyggðin í Skorradal og umhverfi þess tekur mið af því. Sumarhús eru ýmist fyrir ofan veg eða neðan. Fitjahlíð  er fyrir neðan veg við vatnið. Bílastæði eru í vegakannti og góður göngustígur niður að húsinu.
 
Í eldri hluta hússins eru stórir og fallegir gluggar með útsýni á móti suðri út á vatnið. Úr stofu er útgengi á verönd, stofa, borðstofa og eldhús eru í opnu rými, þar er lofthæðin látin halda sér og fallegir gluggar. Auk þess er gott svefnloft þar sem 4 til 6 geta sofið.
Anddyri er í nýrri hluta hússins og er með með rúmgóðum skápum. Í nýrri hlutanum eru tvö rúmgóð herbergi og eitt minna.
Húsið er klætt að innan með sérunnum lökkuðum viðarpanel og sérsmíðuðum eikarhurðum. Eikarparket er á öllum gólfum.
Við húsið er heitur pottur og verönd á pöllum. Gróinn fallegur skógur er allt í kringum húsið og lækur rennur meðfram og undir húsið.
Kjallari nýtist sem geymsla og verkstæði, þar er hitakúturinn.
Í húsinu er kalt vatn sem er lagt í frostþolnu umhverfi. Heitt vatn er hitað upp með hitakút.
Rekstrarkostnaður við vatn og hita m.v. 12 mánuði er ca 17.000 per mán. Lóðarleiga er rúmlega kr. 100.000.- á ári. Gott samstarf er við lóðareigendur. Vatnsveita er í eigu húseigenda.
 
Húsið og bátaskýlið er byggt af sama byggingarmeistara og er í alla staði vandað og traust. Sumarhúsið hefur verið hitað allan sólarhringinn frá upphafi. Í húsinu er myndavélakerfi, háhraða 5G internetkerfi, hitastýringar og fl.

Skorradalurinn er einstakur, skógivaxinn veðursæll og skjólgóður. Skorradalsvatn er um 16 km langt og um 1 km þar sem það er breiðast og spannar það mestan hluta dalsins, veiði er í vatninu.
Um klukkutíma akstur frá höfuðborgarsvæðinu, sundlaugar í nágrenni og öll þjónusta í Borgarnesi sem er um 20 mín akstur.
Ekta sumarhús fyrir fagurkera sem vilja njóta kyrrðar og náttúrunnar í rómantísku umhverfi.
 
Nánari upplýsingar:
Gunnlaugur Þráinsson, löggiltur fasteignasali, s. 844 6447 / [email protected]
 

Ljósmyndir

Auglýsing
Auglýsing

Þinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

loading

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

PóstlistiÁbendingarHafa samband