26.08.2022 1048492

Söluskrá FastansHjaltabakki 8

109 Reykjavík

hero

26 myndir

59.900.000

590.148 kr. / m²

26.08.2022 - 6 dag á Fastanum - Fjarlægt þann 01.09.2022

3

Svefnherbergi

1

Baðherbergi

101.5

Fermetrar

Fasteignasala

Trausti

[email protected]
823-4969
Svalir
Hjólageymsla
Geymsla

Staðsetning

Auglýsing

Tenglar

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

Til sölu rúmgóð björt og 101,5 fm  fjögurra herbergja íbúð á annarri hæð með geymslu í sameign við Hjaltabakka 8 í Reykjavík. Íbúðin hefur nýlega verið mikið endurnýjuð að innan og húsið hefur fengið gott viðhald í gegnum árin. Til er ástandsskýrsla frá Verkís frá maí árið 2019.
Samkvæmt þjóðskrá Íslands er íbúðin skráð 91,1 fm, sérgeymsla í kjallara sem er 10,4 fm eða samtals 101,5 fm. Fasteignamat næsta árs (2023) er 49.500.000 kr.

Nánari lýsing á íbúðinni:
Komið er inn á rúmgóðan og bjartan forstofugang með stórum fataskáp sem tengir vistverur íbúðarinnar. 
Baðherbergið hefur verið nýlega endurnýjað með ljósri og fallegri innréttingu, baðkar með sturtuaðstöðu.
Gott skápapláss er á baðinu og er gert ráð fyrir þvottavél og þurrkara sem hefur verið komið fyrir í sérsmíðuðum skáp. Hiti er í gólfi inn á baði. 
Hjónaherbergið er bjart og rúmgott með góðum fataskáp. Svefnherbergi 1 er einnig mjög rúmgott með fataskáp.
Svefnherbergi 2 er í dag með sérsmíðaðri rennihurð úr gleri sem stúkar herbergið af, fataskápur.
Eldhúsið er með nýlegri innréttingu, innbyggð uppþvottavél. Ísskápur getur fylgt. Eldhúsið er opið inn í stofu. Útgengt er á góðar vestur-svalir. 
Stofan er björt og er opin við eldhús, rúmast einnig sem borðstofa. 
Í sameign er hjólageymsla og þvottahús.

Nýlegt eikarparket er á allri íbúðinni fyrir utan baðherbergi og eru nýlegar eikar innihurðir. Mikið hefur verið lagt í lýsingu. ljósakappi er meðfram veggjum í gegnum helstu vistaverur íbúðarinnar. Ofnar hafa verið endurnýjaðir.
Árið 2021 var skipt um glugga og gler í íbúðinni, þak málað og rennur lagaðar. Húsið var málað sama ár

Allar nánari upplýsingar um eignina veitir Einar Örn Guðmundsson löggiltur fasteignasali í síma 823-4969 eða [email protected] og Sonata Szczepanek aðstoðarmaður fasteignasala í síma 764-6334 eða [email protected]

 

Forsendur söluyfirlits: 
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. 

Skoðunarskylda: 
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Trausti fasteignasala því benda væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef þurfa þykir.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar er skv. verðskrá viðkomandi lánastofnunar. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.

Ljósmyndir

Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing

Verðmat FastansVerðmat Fastans

Söguleg þróun á verðmati eignarinnar frá 2006

Þinglýstir kaupsamningarÞinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

loading

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingarEigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

FasteignaskráFasteignaskrá

Eignir í sömu byggingu og upplýsingar þeirra

040101

Íbúð á 1. hæð
77

Fasteignamat 2025

47.250.000 kr.

Fasteignamat 2024

46.000.000 kr.

040102

Íbúð á 1. hæð
89

Fasteignamat 2025

52.100.000 kr.

Fasteignamat 2024

50.700.000 kr.

040201

Íbúð á 2. hæð
85

Fasteignamat 2025

51.050.000 kr.

Fasteignamat 2024

49.650.000 kr.

040202

Íbúð á 2. hæð
101

Fasteignamat 2025

57.450.000 kr.

Fasteignamat 2024

56.000.000 kr.

040301

Íbúð á 3. hæð
85

Fasteignamat 2025

50.950.000 kr.

Fasteignamat 2024

49.550.000 kr.

040302

Íbúð á 3. hæð
101

Fasteignamat 2025

56.650.000 kr.

Fasteignamat 2024

55.100.000 kr.

Samskiptasaga byggingar

Atriði af fundum Byggingarfulltrúa Reykjavíkur er varðar eignina

Engin samskiptasaga fannst á þessari eign.


    Byggir aðeins á útgefnum fundum Byggingarfulltrúa Reykjavíkur á milli 1997 - 2024 ( júlí ).

    PóstlistiÁbendingarHafa samband