Söluauglýsing: 1048001

Baugholt 13

230 Reykjanesbær

Verð

Tilboð

Stærð

398.3

Fermetraverð

-

Tegund

Einbýli

Fasteignamat

87.700.000

Fasteignasala

Allt

Símanúmer

hero

Þessi auglýsing hefur verið fjarlægð, hún var inni í 16 daga.

Staðsetning

Auglýsing

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

Allt fasteignasala kynnir til sölu glæsilegt 398 fm einbýli í einu eftirsóttasta hverfi Reykjanesbæjar. Húsið er teiknað af Kjartani Sveinssyni.
Baugholt 13 er vel byggt fjölskylduhús með aukaíbúð, sundlaug, góðri lóð og hefur verið vel við haldið og töluvert endurnýjað. Eignin skiptist í aðalíbúð sem er öll efri hæðin og hluti neðri hæðar (um 260 fm) að auki er rúmgóð íbúð á neðri hæð (um 130 fm) með góðum útleigutekjum. Fyrir þá sem þurfa að nýta allt húsið er einfalt að opna aftur á milli hæða.
 
** Seljendur skoða skipti á minni eign í sambærilegu hverfi **

- BÓKIÐ EINKASKOÐUN - Elínborg Ósk Jensdóttir á [email protected] eða í síma 8231334


Endurbætur á vegum seljanda:
* 2014: Málað að innan, skrautsúlur fjarlægðar, rafmagn yfirfarið, skipt um slökkvara og innstungur, dimmer á mörg ljós.
* 2014: Loft á herbergisgangi tekið niður, innfeld lýsing
* 2015: Baðherbergi efri hæðar flísalagt, tæki frá Tengi, hiti í gólfi, niðurtekin loft með lýsingu, dimmer, nýtt frístandandi baðkar
* 2016: Þvottahús efri hæð, flísalagt og skipt um innréttingu
* 2017: Ofnakerfi sett í allt húsið, ný hitaveitugrind með lokuðu kerfi
* 2018: Hús málað að utan, sundlaug epoxymáluð 
* 2019: Skipt um járn á þaki, fremri hluti þakkants endurnýjaður og rennur endurnýjaðar 
* 2020: Baðherbergi neðri hæðar flísalagt, skipt um baðkar og innréttingu
* 2020: Rafmagn endurnýjað í útleiguíbúð, rofar, tenglar og ný rafmagnstafla. 
* 2021: Skipt um botnstykki í gluggum á vestur og suðurhlið efrihæðar, gler endurnýjuð á baðherbergi uppi. 
* Lagnir í plasti og eir, skólp í plasti

Nánari lýsing á aðalíbúð:
Þrjú mjög rúmgóð svefnherbergi sem voru áður 5 svefnherbergi. Stórt baðherbergi með frístandandi baðkari og sturtu. Gott þvottahús, tvöföld stofa með sjónvarpsrými og arinn. Eldhús rúmgott, rúmar borðstofuborð. Gengið er niður stiga frá arni þar er stórt svefnherbergi sem áður voru tvö og sjónvarpsrými.

Anddyri: með útskornum klæðaskáp, innangengt í stóran og loftháan bílskúr, geymsluloft er yfir húsinu.
Stofa: Stór, opin og björt stofa með gólfsíðum gluggum, glæsilegur arin og útgengt út á steyptan sólpall, þar sem er útisundlaug. Flotað gólf.
Eldhús: Stórt og bjart eldhús með hvítri útskorinni innréttingu, gott skápapláss, gaseldavél og gufugleypir. Borðkrókur rúmar borðstofuborð. Flotað gólf. Þvottahús: Gott þvottahús með innréttingu fyrir þvottavél og þurrkara. Flísar á gólfi. Snúrur og skolvaskur. Útgengt út á svalir og snúrur. Barnaherbergi: Var áður tvö minni herbergi en er núna eitt stórt. Flotað gólf. Margir gluggar.
Hjónaherbergi: Gott bjart herbergi, fataskápar með gleri. Flotað gólf. Gólfsíðir gluggar
Baðherbergi: Fallegt baðherbergi með frístandandi baðkari, opinni sturtu úr lofti, flísar á gólfi og æa sturtuvegg, upphengt salerni, góðir skápar/skúffur.
Neðri hæð aðal íbúðar: 
Gengið niður stiga úr stofunni. Sjónvarpsherbergi: Frábært rými fyrir bíóherbergi. Hækkun og þrep setja skemmtilegan svip á rýmið.
Barnaherbergi: Stórt herbergi, ekki full lofthæð, flotað gólf. Hægt að gera að tveimur herbergjum. Lagnaherbergi: Nýleg hitaveitugrind með lokuðu kerfi

Aukaíbúð/útleigueining:
Anddyri: Rúmgott anddyri með skápum, flotað gólf.
Eldhús: Snyrtilegt eldhús með góðri innréttingu, borðkrókur sem rúmar borðstofuborð. Flotað gólf.
Barnaherbergi: Rúmgott barnaherbergi, flotað gólf.
Sjónvarpshorn: Passlegt fyrir stórann sófa og stórt sjónvarp, flotað gólf.
Hjónaherbergi: Sórt herbergi, hægt að skipta upp í tvö rými. Flotað gólf.
Þvottahús: Stórt þvottahús, flotað gólf.
Baðherbergi: Nýlega tekið í gegn. Baðkar, stór sturtuklefi, upphengt salerni og smekkleg innrétting með vaski. Flísar í sturtu og á gólfi.

Hægt er að opna niður stiga milli aukaíbúðar og hæðar en hann er staðsettur í horni þar sem stofa og svefnherbergisgangur mætast. Falskt gólf með léttri flotun felur ummerki um hann í dag en lítið mál er að opna aftur, steyptur stigi er enn fyrir hendi.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af heildarfasteignamati hjá einstaklingum. Sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4% af heildarfasteignamati.
2. Stimpilgjald af kaupsamningi - 1,6% af heildarfasteignamati hjá lögaðilum.
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi og fl. 2.500 kr. af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - sjá heimasíðu viðkomandi lánastofnunar.
5. Umsýslugjald til fasteignasölu 62.000 kr. m.vsk.

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill því Allt fasteignasala skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.

Ljósmyndir

Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing

Þinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

loading

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

PóstlistiÁbendingarHafa samband