Söluauglýsing: 1047570

Mánatún 5

105 Reykjavík

Verð

92.500.000

Stærð

142.3

Fermetraverð

650.035 kr. / m²

Tegund

Fjölbýli

Fasteignamat

74.650.000

Fasteignasala

Heimili Fasteignasala
hero

Þessi auglýsing hefur verið fjarlægð, hún var inni í 26 daga.

Staðsetning

Auglýsing

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

 

Heimili fasteignasala kynnir glæsilega 142,3 fermetra 3ja herbergja íbúð á annarri hæð við Mánatún 5, íbúð 208. Íbúðin, sem er 132,7 fermetrar auk 9,6 fermetra geymslu, skiptist í góða forstofu með skápum, rúmgott og bjart alrými með eldhúsinnréttingu og eyju, hjónasvítu, rúmgott herbergi, tvö baðherbergi og þvottahús.  Tvennar svalir.  Merkt bílastæði í mjög snyrtilegum kjallara. Viðhaldsléttur frágangur á ytra birgði húss

Komið er inn í forstofu með fataskáp. Stofa, borðstofa og eldhús eru í björtu og skemmtilega L-laga alrými. Eldhús er sérlega rúmgott, með stórri eyju. Frá stofu er gengið út á sólríkar flísalagðar SV-svalir við skjólsælan inngarð húsanna í Mána- og Sóltúni.  Hjónasvíta með miklu skápaplássi og flísalögðu baðherbergi með fallegri innréttingu og sturtu með glerskilrúmi. 

Inn af alrými er gott barna/gestaherbergi.  Einnig rúmgott baðherbergi, sturta með glerskilrúmi og innréttingu. Úr hjónasvítu og herbergi má ganga út á svalir sem gefa rýmunum góðan blæ.  Þvottahús innan íbúðar.  Flísar á öllum gólfum íbúðar.

Mynddyrasími er í íbúðinni og góður tæknilegur frágangur, auk þráðlausra hitastýrinema fyrir gólfhita.

Hurð í aðalanddyri er með rafdrifinni opnun. Sameignin er vel um gengin og snyrtileg. Hurð að bílageymslu er með fjarstýrðri opnun og innangengt er úr henni um lyftur og stigahús, með lyklalausu aðgengi. Í kjallara eru sérgeymslur fyrir íbúðir og sameiginleg hjóla- og vagnageymsla, auk merkts bílastæðis. Raflagnir fyrir hleðslustöðvar.

Húsvörður er í húsinu og mikið lagt upp úr öryggi, gæslu og aðgangsstýringum. Brunaviðvörunarkerfi í sameign eru tengd viðurkenndri vaktstöð. 
Húsið er einangrað og klætt að utan, ýmist með brenndum leirflísum, málmklæðningu eða viðarklæðningu. Gluggar eru álklæddir timburgluggar og viðhaldsþörf er því í lágmarki.
Lóðin er smekklega frágengin og skemmtileg, staðsetningin miðsvæðis og stutt í fjölbreytta þjónustu og útivistarsvæði s.s.Laugardalinn eða strandlengjuna. 

Frábærlega staðsett eign, rúmgóð með lúxusbrag. Laus við kaupsamning.
Nánari upplýsingar veitir Ragnar Þorgeirsson, löggiltur fasteignasali, í síma 774 7373 eða [email protected]

 

Ljósmyndir

Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing

Þinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

loading

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

PóstlistiÁbendingarHafa samband