03.08.2022 1044880

Söluskrá FastansFriggjarbrunnur 8

113 Reykjavík

hero

37 myndir

125.000.000

635.809 kr. / m²

03.08.2022 - 107 dag á Fastanum - Fjarlægt þann 18.11.2022

4

Svefnherbergi

2

Baðherbergi

196.6

Fermetrar

Fasteignasala

Helgafell Fasteignasala

[email protected]
775-5800
Bílskúr
Gólfhiti
Svalir
Verönd

Staðsetning

Auglýsing

Tenglar

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

HELGAFELL FASTEIGNASALA KYNNIR:

FRIGGJARBRUNNUR 8, 113 REYKJAVÍK.

EIGNIN ER SELD MEÐ FYRIRVARA


FIMM HERBERGJA PARHÚS Á TVEIMUR HÆÐUM MEÐ BÍLSKÚR.
GLÆSILEG EIGN.


Hér er hægt að fá söluyfirlit sent strax

Birt stærð hússins er skráð hjá FMR, 196,6 fm., þar af er bílskúr 26,4 fm.

Vandað parhús á tveimur hæðum. Eignin skiptist í bílskúr, geymslu, forstofu, baðherbergi, stofu og eldhús á neðri hæð hússins. Á efri hæð er rúmgott sjónvarpshol, fjögur svefnherbergi, baðherbergi og þvottahús. Íbúðarrými neðri hæðar er 74,4 fm.,auk 26,4 fm bílskúrs. Efri hæð er 95,8 fm. 
Góð staðsetning í Úlfarsárdalnum. Fjallsýn af svölum og stór afgirt verönd. Steinsteypt hús einangrað að utan og klætt flísum. Hiti í bílaplani og gólfhiti á gólfum íbúðar. 
Stutt í leikskóla, grunnskóla, nýja sundlaug, bókasafn og á íþróttasvæði FRAM. Ósnortin náttúra í göngufæri. 

Neðri hæð:
Komið er inní flísalagða forstofu með geymslu á vinstri hönd með góðum skápum. Innangengt í bílskúr úr forstofu. 
Ný standsett gestabaðherbergi með flísum í hólf og gólf, upphengdu salerni og sturtuklefa.
Björt flísalögð stofa með útgengi á stóra timburverönd til suðurs og austurs. Innfeld loftlýsing, dimmerar að hluta.
Eldhús er opið við stofu. Eyja með góðu skúffuplássi. Gas helluborð, nýlegur gufugleypir og nýr Gorenje bökunarofn í vinnuhæð. Uppþvottavél fylgir með.
Búr innaf eldhúsi með hillum. Rými, krakkahellir, undir stiga.
Bílskúr með hurðaopnara, hillum, heitu og köldu vatni, vaski og læstri geymslu innaf.

Efri hæð:
Steyptur flísalagður stigi milli hæða. Led næturlýsing.
Góð lofthæð einkennir hæðina, innfeld lýsing í loftum. Parket á gólfum. 
Alrými/sjónvarpshol þar sem útgengi er á suðaustur svalir. Svalaflísar.
Fjögur svefnherbergi, öll með góðum skápum. Fataherbergi innaf hjónaherbergi. Yfir svefnherbergi sem er við sjónvarpshol er háaloft með lúgustiga.
Ný standsett baðherbergi með walk-in sturtu, upphengdu salerni, handklæðaofni, tveimur vöskum og opnanlegum glugga. 

Gólfhiti er húsinu. Thermo mælar eru í hverju rými.
7-8 fm. einangrað útihús í garði sem er klætt með il-einingum og er því einangraður. Garðurinn er allur afgirtur og hentar vel, t.d. til hundahalds.
Í garði er vatnslögn tengd blöndunartæki sem staðsett er í bílskúr og þvi hægt að fá þangað bæði heitt og kalt vatn.
Útilýsing á timburverönd. Hiti í hellulögðu bílaplani.

Byggingarár hússins er 2007 og er fyrirhugað fasteignamat 110.200.000 kr. fyrir árið 2023.

Góð og eftirsótt staðsetning í ört vaxandi Úlfarsárdal.

Nánari upplýsingar veita:
Knútur Bjarnason, löggiltur fasteignasali, s: 775-5800 / [email protected]
Kristján Þór Sveinsson, löggiltur fasteignasali, s: 898-6822 / [email protected] 

----------------------------------------------------------
Heimasíða Helgafells fasteignasölu
Facebook síða Helgafells

- Hafðu samband og við verðmetum eign þína þér að kostnaðarlausu, þó kannski fyrir einn kaffibolla -

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign:

1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af fasteignamati fyrir einstaklinga (0,4% fyrir fyrstu kaupendur) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - 2.500 kr. af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt í kringum 50þ., oft lægra eða ekkert lántökugjald fyrir fyrstu kaup. Nánari upplýsingar á heimasíðum lánastofnana.
4. Þjónustusamningur milli kaupanda og fasteignasölu - Kr. 74.400,- m/vsk.

Helgafell fasteignasala bendir kaupendum á ríka skoðunarskyldu sem kveðið er á í lögum um fasteignakaup nr.40/2002. Skorað er á kaupendur að kynna sér vandlega ástand fasteigna og nýta til þess aðstoð sérfræðinga.  Sömuleiðis er bent á upplýsingaskyldu seljanda samanber 26.gr. Laga nr.40/2002 um fasteignakaup og 25.gr. laga nr.26/1994 um fjöleignarhús. Seljanda er bent á að kynna sér tilvitnaðar lagagreinar.

Ljósmyndir

Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing

Verðmat FastansVerðmat Fastans

Söguleg þróun á verðmati eignarinnar frá 2006

Ath. að Verðmat Fastans er enn í þróun og byggir í dag á mjög grunnum upplýsingum.

Þinglýstir kaupsamningarÞinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

Pnr.HeimilisfangKaupverðStærðFermetraverðTegundFastan.Dags.Noth.
44.000.000 kr.196.60 223.805 kr./m²229689212.04.2013

121.000.000 kr.196.60 615.463 kr./m²229689202.11.2022

52.000.000 kr.196.60 264.496 kr./m²229689209.07.2024

Fastinn geymir kaupsamninga aftur til 2007

Sótt frá Þjóðskrá

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

VerðsagaVerðsaga

Byggt á þinglýstum kaupsamningum

Byggir á kaupsamningum sem deila heimilsfangi og stærð

Sótt frá Þjóðskrá

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

AuglýsingasagaAuglýsingasaga

Endurskráningar sömu eignar á mismunandi verð- og tímabilum

Fjöldi skráningaÁsett verðFermetraverðTímabil.
3 skráningar
125.000.000 kr.635.809 kr./m²29.07.2022 - 04.08.2022

Eignin hefur verið auglýst / endurskráð 3 sinnum síðan 2014.

Eigindi auglýsingarEigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

FasteignaskráFasteignaskrá

Eignir í sömu byggingu og upplýsingar þeirra

020101

Parhús á 1. hæð
196

Fasteignamat 2025

126.450.000 kr.

Fasteignamat 2024

122.850.000 kr.

Samskiptasaga byggingar

Atriði af fundum Byggingarfulltrúa Reykjavíkur er varðar eignina

  1. Umsókn / FyrirspurnJákvætt

    Byggingarfulltrúi | Reykjavík

    Spurt er um leyfi til að byggja geymsluskúr í samræmi við 2.3.5.gr. byggingarreglugerðar nr. 112/2012 m.s.br. um byggingu smáhýsis við lóðarmörk húss nr. 8 á lóð nr. 6-8 við Friggjarbrunn. Erindi fylgir samþykki skrifstofu reksturs og umhirðu dags. 24. mars 2021 og skýringarmyndir fyrirspurnaraðila.

    Samræmist grein 2.3.5 staflið g. í byggingarreglugerð nr. 112 /2012 um smáhýsi.


Byggir aðeins á útgefnum fundum Byggingarfulltrúa Reykjavíkur á milli 1997 - 2024 ( júlí ).

PóstlistiÁbendingarHafa samband