02.08.2022 1044693

Söluskrá FastansFlúðasel 70

109 Reykjavík

hero

23 myndir

66.500.000

574.266 kr. / m²

02.08.2022 - 10 dag á Fastanum - Fjarlægt þann 12.08.2022

5

Svefnherbergi

1

Baðherbergi

115.8

Fermetrar

Fasteignasala

Gimli Fasteignasala

[email protected]
659-4044
Kjallari
Svalir
Geymsla
Hleðslustöð

Staðsetning

Auglýsing

Tenglar

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

Gimli fasteignasala kynnir: Mikið endurnýjuð 5-6 herbergja íbúð á 1. hæð í snyrtilegu og vel viðhöldnu fjölbýlishúsi. Eignin er skráð 115,8 fm en þar af er geymsla skráð 6,7 fm. Íbúðin skiptist í forstofu/hol, 5 svefnherbergi, eldhús, stofu/borðstofu og baðherbergi. Svalir með lokun. Eigninni fylgir stæði í bílageymslu, þar er komin upp hleðslustöð fyrir rafmagnsbíl.

Nánari upplýsingar veitir Halla Unnur Helgadóttir, löggiltur fasteigna- og skipasali, í síma 659-4044, í síma á milli kl. 9:00 og 17:00 alla vrika daga, eða sendu fyrirspurn með tölvupósti til [email protected] og Elín Rósa Guðlaugsdóttir, löggiltur fasteigna- og skipasali, í síma 773-7126, milli  kl. 9:00 og 17:00 alla virka daga, eða sendu fyrirspurn með tölvupósti til [email protected]

NÁNARI LÝSING:
Forstofa/hol:
gott skápapláss.
Herbergi #1: Forstofuherbergi. Rúmgóður skápur. (var áður eldhús, eldhús er nú í alrými með stofu/borðstofu)
Herbergi #2: á svefnherbergisgangi. 
Herbergi #3:
á svefnherbergisgangi.
Herbergi #4: á svefnherbergisgangi.
Herbergi #5: á svefnherbergisgangi. Gott skápapláss með nýlegum opnum skápum. Rennihurðir á skápa fylgja.
Eldhús: nýleg hvít háglans innrétting. Kvarzsteinn á borðum. Innbyggður ísskápur og uppþvottavél, sem fylgja. Undirfelldur vaskur í borði og niðurfellt spanhelluborð frá Siemens. Tveir ofnar frá Siemens eru í vinnuhæð, annar með örbylgju. 
Stofa/borðstofa: í opnu rými með eldhúsi. Útgengi á suð-austur svalir. Skenkur á vegg fylgir. Ljós fylgja ekki. 
Baðherbergi: ný uppgert. Flísar á gólfi og veggjum. Walk-in sturta með innbyggðum blöndunartækjum frá Hans Grohe, rúmgóð innrétting og speglaskápur. Gluggi með opnanlegu fagi. Tengi fyrir þvottavél.
Svalir: með svalalokun. Suð-austur.
Gólfefni í íbúð er hydrokork frá Þ.Þorgrímssyni, nema á baðherbergi.
Eignin er mikið endurnýjuð. Skipt hefur verið um ofna á árunum 2016-2019. Endurbætur 2019: gólfefni í alrými, skipt um rofa og tengla, ný eldhúsinnrétting og tæki, fataskápar. Endurbætur 2022: baðherbergi uppgert, nýjar hurðar frá Birgisson og endurnýjað gólfefni í herbergjum.
Bílgeymsla: sérmerkt stæði með hleðslustöð fyrir rafmagnsbifreið fylgir íbúðinni. Í bílgeymslu er einnig þvottaaðstaða fyrir bifreiðar.  

Ytra byrði: húsið er klætt og hefur fengið gott viðhald. Skipt var um ofna í sameign 2016, þak endurnýjað 2020 ásamt gluggum og/eða gleri. 
Sameign: snyrtileg sameign. Sameiginleg hjóla- og vagnageymsla á jarðhæð, ásamt sameiginlegu þvottahúsi. Stæði í lokaðri bílageymslu. 

Nánari upplýsingar veitir Halla Unnur Helgadóttir, löggiltur fasteigna- og skipasali, í síma 6594044, í síma á milli kl. 9:00 og 17:00 alla vrika daga, eða sendu fyrirspurn með tölvupósti til [email protected] og Elín Rósa Guðlaugsdóttir, löggiltur fasteigna- og skipasali, í síma 7737126, milli  kl. 9:00 og 17:00 alla virka daga, eða sendu fyrirspurn með tölvupósti til [email protected]

Gimli er ein af elstu starfandi fasteignasölum landsins, stofnuð 1982 og fagnar því 40 ára starfsafmæli á árinu 2022. Leiðarljós Gimli er heiðarleiki og traust. Gimli, gerir betur...

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu kaupenda: 
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Gimli fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand eigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun ef þörf er á. 
Forsendur söluyfirlits: 
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. 
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.Þinglýsingargjald hvers skjals er kr. 2.500,- .Lántökugjald lánastofnunar skv. gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati, þegar það er lagt á. 

Ljósmyndir

Auglýsing
Auglýsing

Verðmat FastansVerðmat Fastans

Söguleg þróun á verðmati eignarinnar frá 2006

Þinglýstir kaupsamningarÞinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

loading

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingarEigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

FasteignaskráFasteignaskrá

Eignir í sömu byggingu og upplýsingar þeirra

060001

Íbúð á jarðhæð
134

Fasteignamat 2025

55.950.000 kr.

Fasteignamat 2024

53.400.000 kr.

060101

Íbúð á 1. hæð
106

Fasteignamat 2025

58.200.000 kr.

Fasteignamat 2024

55.450.000 kr.

060102

Íbúð á 1. hæð
151

Fasteignamat 2025

64.000.000 kr.

Fasteignamat 2024

61.050.000 kr.

060201

Íbúð á 2. hæð
142

Fasteignamat 2025

60.950.000 kr.

Fasteignamat 2024

58.200.000 kr.

060202

Íbúð á 2. hæð
151

Fasteignamat 2025

63.850.000 kr.

Fasteignamat 2024

60.950.000 kr.

060301

Íbúð á 3. hæð
143

Fasteignamat 2025

61.000.000 kr.

Fasteignamat 2024

58.200.000 kr.

060302

Íbúð á 3. hæð
116

Fasteignamat 2025

61.000.000 kr.

Fasteignamat 2024

58.100.000 kr.

Samskiptasaga byggingar

Atriði af fundum Byggingarfulltrúa Reykjavíkur er varðar eignina

PóstlistiÁbendingarHafa samband