01.07.2022 1040256

Söluskrá FastansLogaland 20

108 Reykjavík

hero

41 myndir

149.900.000

707.409 kr. / m²

01.07.2022 - 14 dag á Fastanum - Fjarlægt þann 15.07.2022

4

Svefnherbergi

2

Baðherbergi

211.9

Fermetrar

Fasteignasala

Fasteignasalan TORG

[email protected]
820-2222
Bílskúr
Heitur pottur
Verönd
Arinn
Geymsla

Staðsetning

Auglýsing

Tenglar

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

Fasteignasalan TORG kynnir: Fallegt og vel skipulagt endaraðhús ásamt bílskúr á þessum eftirsótta stað við Logaland 20 í Fossvogi. Húsið er bjart og rúmgott og stendur neðan við götu. Um er að ræða eign sem er skráð skv fmr. 211,9fm og þar af er bílskúr 24,0fm. Stór verönd er við húsið með heitum potti og skjólveggjum, lítið garðhús er á lóðinni sem snýr í suður. Fjögur svefnherbergi eru í húsinu og nýlega var skipt um gólfefni.  Eigninni hefur verið vel viðhaldið. Fallegt útsýni er yfir Fossvog og Kópavog. Þetta er góð eign á eftirsóttum stað í Reykjavík og þaðan er stutt  að sækja í leik - grunnskóla í verslun og ýmsa aðra þjónustu og almenningssamgöngur góðar.  Stutt er í Fossvogsdal  með göngu og hjólaleiðir sem tengja saman útivistarperlurnar Nauthólsvík og Elliðaárdal. Allar nánari upplýsingar veitir Hafdís Rafnsdóttir löggiltur fasteignasali gsm 820-2222 eða [email protected]
Nánanri lýsing: Forstofa: komið er inn í mjög rúmgóða forstofu með náttúrsteinsflísum á gólfi og mjög miklum og góðum fataskápum sem ná uppí loft.
Gestasalerni: Innaf forstofu er fallegt gestasalerni með upphengdu salerni, flísalögðu gólfi og veggjum að hluta og lítil innrétting.
Eldhús: Eldhúsið er bjart með ljósri Alno innréttingu og með stein á borði. Ofninn er í vinnuhæð og ísskápur með frysti innbyggður. Keramikhelluborð með háf yfir og flísar eru á gólfi. Tveir stórir gluggar eru á eldhúsinu og rúmgóður borðkrókur.
Borðstofa: Fyrir framan eldhús er borðstofa með harðparketi á gólfi og þaðan er gengið upp í stofu eignarinnar.
Stofa: Stofan er björt og með fallegu útsýni yfir Fossvoginn. Harðparket er á gólfi. Fallegur arinn er í stofunni og stórir gluggar.
Svefnherbergi: Herbergin eru fjögur, öll á neðri hæð hússins. Harðparket er á gólfum og rúmgóðir og miklir fataskápar í tveimur herbergjum. Frá hjónaherbergi er útgengt út í garð með verönd, heitum potti og garðhúsi.
Aðalbaðherbergi: Flísalagt er í hólf og gólf. Ljós innrétting frá Brúnás með stein á borði og miklu skápaplássi. Stór sturta er á baðherberginu og gert er ráð fyrir hornbaðkari.
Þvottahús/geymsla: Góð, hvít innrétting með ágætis skápaplássi og vaski er í þvottahúsi. Flísar eru á gólfi og innaf þvottahúsi er rúmgóð geymsla og framan við þvottahús er lítil forstofa með útgengi út að framanverðu.
Bílskúr: Bílskúrinn er sérstæður í lengju fyrir framan húsið og skráður 24fm. Hann er með rafmagnshurðaopnara og heitu og köldu vatni. Bæði þak á bílskúr og bílskúrshurð voru endurnýjuð fyrir einhverjum árum síðan. Húsfélag er um bílskúrana en ekki starfrækt húsfélag fyrir húsin.
Niðurlag: Þetta er falleg eign í hinum sívinsæla og eftirsótta Fossvogi miðsvæðis í Reykjavík. Öll þjónusta er í nærumhverfi, leikskóli, grunnskólar, íþróttastarfsemi, verslanir og þjónusta. Nokkurra mínútna ganga er í náttúru- og útivistarparadísina Fossvogsdal og stígar leiða þig í Elliðaárdal og Nauthólsvík. Góðar almenningssamgöngur, göngu- og hjólastígar. Allar nánari upplýsingar veitir Hafdís Rafnsdóttir löggiltur fasteignasali gsm 820-2222 eða [email protected]
 

Ljósmyndir

Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing

Verðmat FastansVerðmat Fastans

Söguleg þróun á verðmati eignarinnar frá 2006

Þinglýstir kaupsamningarÞinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

Pnr.HeimilisfangKaupverðStærðFermetraverðTegundFastan.Dags.Noth.
160.000.000 kr.211.90 755.073 kr./m²203799215.08.2022

160.000.000 kr.211.90 755.073 kr./m²203799223.05.2024

Fastinn geymir kaupsamninga aftur til 2007

Sótt frá Þjóðskrá

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

AuglýsingasagaAuglýsingasaga

Endurskráningar sömu eignar á mismunandi verð- og tímabilum

Fjöldi skráningaÁsett verðFermetraverðTímabil.
7 skráningar
162.900.000 kr.768.759 kr./m²07.12.2023 - 15.12.2023
1 skráningar
149.900.000 kr.707.409 kr./m²01.07.2022 - 15.07.2022

Eignin hefur verið auglýst / endurskráð 8 sinnum síðan 2014.

Eigindi auglýsingarEigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

FasteignaskráFasteignaskrá

Eignir í sömu byggingu og upplýsingar þeirra

240101

Íbúð á 1. hæð
211

Fasteignamat 2025

136.000.000 kr.

Fasteignamat 2024

135.300.000 kr.

Samskiptasaga byggingar

Atriði af fundum Byggingarfulltrúa Reykjavíkur er varðar eignina

Engin samskiptasaga fannst á þessari eign.


    Byggir aðeins á útgefnum fundum Byggingarfulltrúa Reykjavíkur á milli 1997 - 2024 ( júlí ).

    PóstlistiÁbendingarHafa samband