Söluauglýsing: 1035000

Sléttahraun 14

220 Hafnarfjörður

Verð

134.800.000

Stærð

243.6

Fermetraverð

553.366 kr. / m²

Tegund

Fjölbýli

Fasteignamat

89.300.000

Fasteignasala

Pálsson fasteignasala ehf.

Símanúmer

hero

Þessi auglýsing hefur verið fjarlægð, hún var inni í 36 daga.

Staðsetning

Auglýsing

Lýsing

Lýsing á eigninni frá fasteignasölu

Palsson Fasteignasala kynnir:

** EIGNIN ER SELD MEÐ FYRIRVARA **




Virkilega sjarmerandi einbýlishús á þremur hæðum við Sléttahraun í Hafnarfirði. 

* Frábær staðsetning miðsvæðis í Hafnarfirði
* Tveggja herbergja auka íbúð í kjallara
* Fallegur og skjólsæll garður

* Þrjú upphituð bílastæði með hleðslustöð fyrir rafmagnsbíl sem fylgir með


***EIGN SEM ER ÞESS VIRÐI AÐ SKOÐA***

Nánari upplýsingar veita:
Árni B. Kristjánsson B.A í lögfræði / aðstoðarmaður fasteignasala S: 616-2694 [email protected]

*****pallpalsson.is****
****verdmat.is****


Birt stærð samkv. Þjóðskrá Íslands er 243,60 m2 þar af er bílskúr skráður 29,80 m2.

Eignin skiptist í anddyri, bílskúr, geymslu, stofu, borðstofu, eldhús, þrjú svefnherbergi, baðherbergi, gestasalerni, þvottahús, eldhús og svalir. Í kjallara er búið að útbúa aukaíbúð með sérinngangi sem skiptist í stofu, svefnherbergi, eldhús, baðherbergi. 

Nánari lýsing:

Miðhæð: 
Forstofa með rúmgóðum fataskáp. Flísar á gólfi.
Gestasalerni með klósetti og vaski.
Borðstofa með parket á gólfi.
Gengið upp 3 tröppur upp í stofu. Opið og fallegt rými með parket á gólfi. Útgengt út á rúmgóðar og skjólsælar suður svalir með flísum á svalagólfi.
Eldhús er U-laga með fallegri viðar innréttingu. Ofn, helluborð, vifta, uppþvottavél og ísskápur sem fylgir allt með. Flísar á milli innréttingar og efri skápa og parket á gólfi. Lítill borðkrókur við enda eldhússins. 
Gengið niður frá eldhúsi í þvottahúsi sem er með ágætri innréttingu og vaski. Þar hefur verið settur upp léttur veggur til að loka af íbúð á neðri hæð. Hægt væri að opna aftur á milli. 

Efri hæð: 
Gengið upp fallegan stiga með glerhandriði. Parket á gólfi.
Hjónaherbergi með innbyggðum fataskáp og útgengt út á svalir til austurs. Korkflísar á gólfi.
Svefnherbergi II er rúmgott með fataskáp. Í dag nýtt sem sjónvarpsherbergi. Korkflísar á gólfi.
Svefnherbergi III er rúmgott með skáp. Korkflísar á gólfi.
Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf. Baðinnrétting með góðu skápaplássi, salerni og baðkar með sturtu. 

Neðri hæð: 
Á neðri hæð hefur verið útbúin aukaíbúð með sérinngangi. Björt og falleg íbúð með gluggum á fjóra vegu og hver fermetri vel nýttur. 
Svefnherbergi. Parket á gólfi.
Stofa er rúmgóð og björt. Parket á gólfi.
Eldhús með ofni og helluborði ásamt ísskápi og uppþvottavél sem fylgir með. Flísar á milli innréttinga. Parket á gólfi.
Baðherbergi er með rennihurð frá eldhúsi. Lítil baðinnrétting, sturtuklefi og salerni. Tengi fyrir þvottavél. Flísalagt í hólf og gólf. 
Á neðri hæð er auk þess rúmgóð upphituð geymsla

Bílskúr er innréttaður sem stúdíó og var nýtt sem æfingaaðstaða fyrir hljómsveit. Vel einangraður og kjörin aðstaða fyrir hljómsveit eða upptöku stúdíó fyrir hlaðvarp sem dæmi. 
Við hlið bílskúrs er góð útigeymsla (5m2).

Lóðin er virkilega falleg og skjólsæl. Mikill gróður og algjör ævintýraheimur fyrir krakka. Róla og barnahús í garði fylgir með.
Fyrir framan hús eru þrjú upphituð bílastæði og hleðslustöð fyrir rafmagnsbíl sem fylgir með. 


Stutt er í íþróttaaðstöðu, leikskóla, grunnskóla og alla þjónustu og stofnbrautir. Áhugavert einbýlishús á þessum vinsæla og fjölskylduvæna stað í Hafnarfirði.

Smelltu hér fyrir nýjasta fréttabréfið.
Smelltu hér fyrir góð ráð fyrir kaupendur!

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila. (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga).
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - samanber gjaldskrá viðkomandi lánastofnunar.
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.


Um skoðunarskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Pálsson Fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Ljósmyndir

Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing

Þinglýstir kaupsamningar

Á eignum sem deila heimilisfangi og stærð

loading

loading

Stundum hafa eignir ekki verið seldar nógu oft / yfir höfuð siðan 2007. Þá getur þú notað Samanburðinn sem greinir verðsögu sambærilegra eigna úr þinglýstum kaupsamningum

Eigindi auglýsingar

Ítarlegri atriði sem á við um auglýsinguna

PóstlistiÁbendingarHafa samband